3.11.2011 | 00:33
Stöðvahámarkshiti í nóvember
Þótt það loft sem yfir okkur verður á fimmtudag (3. nóvember) og fram eftir föstudegi (4. nóvember) sé ekki sérlega líklegt til mikilla hitaafreka er samt vissara að líta á stöðvahámörkin í nóvembermánuði.
Á austan- og norðanverðu landinu eru þau trúlega nokkuð langt utan seilingar að þessu sinni en suðvestanlands eru hæstu hámörk mánaðarins furðulág. Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í nóvember er aðeins 12,6 stig (19. nóv. 1999). Sama dag fór sjálfvirka stöðin í 13,2 stig - mætti halda að hlýja loftið hefi verið á svo mikilli hraðferð að það hafi ekki haft tíma til að brjótast inn í skýlið með kvikasilfurshámarksmælinum. Allur hiti yfir 11 stigum er óvenjulegur í nóvember í Reykjavík. Við gefum því hitanum á þeim slóðum gaum þegar þykktinni er spáð upp í 5460 til 5480 metra samfara austlægri átt.
Tölvuspár eru í sveiflugír þessa dagana og segja í óspurðum fréttum að nokkrar vænar bylgjur af óvenjuhlýu lofti eigi að renna hjá - aðallega þó án viðkomu hér á landi. Sem dæmi má nefna að þykktinni er spáð upp í 5600 metra yfir Færeyjum á þriðjudaginn kemur (við trúum því þó ekki í bili að svo fari).
Hæsta þykkt sem ameríska endurgreiningin nefnir er svo forn að við vitum vart hvort taka á mark á þeirri tilgátu, 5583 metrar síðdegis þann 15. nóvember 1887. Sá atburður hefur farið alveg framhjá íslenskum hitamælaskýlum. Endurgreining evrópureiknimiðstöðvarinnar sem nær aftur til haustsins 1957 nefnir 18. nóvember 1967 sem frambjóðanda með 5574 metra. Þá komst hiti í 16,6 stig á Seyðisfirði - býsna gott.
Það eru tvær miklar hitabylgjur í nóvember 1999 sem best skila sér til mæla hér á landi - þær strauja flestar aðrar og það um stóra hluta landsins. Landsmetshitinn er 23,2 stig og mældist á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga í fyrri bylgjunni, 11. nóvember. Samkvæmt reglugerð bókar mannaða stöðin sinn hámarkshita að morgni dagsins eftir, þann 12., 22,7 stig.
Hinn 19. nóvember 1999 á einnig fjölmörg stöðvamet. Þar á meðal er hæsti hiti á vegagerðarstöð í nóvember, 19,2 stig á Fagradal milli Reyðarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Stöðin mun vera í 350 metra hæð yfir sjó. Þykktin í þessum hitabylgjum báðum var yfir 5520 metrum. Til að ná góðum árangri á þessum árstíma þarf talsverðan vind sem blandar hlýju lofti að ofan niður í loftið næst jörð. Sé vindur lítill flýtur hlýjan bara ofan á.
En við munum síðar líta á hlýjustu nóvemberdagana á landinu í heild. Þangað til geta nördin grafið sig í listann í viðhenginu. Hann sýnir hæsta hita á öllum veðurstöðvum í nóvember, hverri fyrir sig. Listinn er fjórskiptur eins og flestir fyrri stöðvametalistar hungurdiska, fyrst eru almennar sjálfvirkar stöðvar, síðan vegagerðarstöðvarnar, mannaðar stöðvar 1961 til 2010 og loks þær mönnuðu 1924 til 1960. Með því að afrita í töflureikni (velja allt, afrita og líma) geta menn raðað að vild.
Á öllu tímabilinu 1874 til 1923, á öllu landinu. fréttist mest af 14,3 stigum á Teigarhorni þann 19. nóvember 1922.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 100
- Sl. sólarhring: 158
- Sl. viku: 2021
- Frá upphafi: 2412685
Annað
- Innlit í dag: 95
- Innlit sl. viku: 1769
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.