1.11.2011 | 01:01
Veðrasveiflur síðustu áratuga (4)
Nú lítum við á sveiflur í úrkomumagni síðustu áratugina. Mikil fylgni er í úrkomutíðni um allt sunnan- og vestanvert landið - austan frá Fáskrúðsfirði suður og vestur um land og allt norður í Skagafjörð. Magnfylgni er ekki eins mikil og munur á meðalúrkomu ársins er auðvitað gríðarmikill á þessu svæði. Norðausturland frá Tröllaskaga í vestri og austur á Hérað og norðanverða Austfirði er fylgnislítið við suður- og vestursvæðið bæði í úrkomutíðni og magni.
Þessi tvískipting landsins í tvö úrkomusvæði er auðvitað mikil einföldun en á þó þann stuðning að á suður- og vestursvæðinu er það sunnanþáttur vindsins (bæði við jörð sem og í háloftum) sem hefur hvað mest áhrif á breytileikann frá ári til árs.
Í fljótu bragði skyldi maður því ætla að norðaustanlands væri það þá norðanáttin sem mestu réði um breytileikann þar. Hún ræður auðvitað miklu - en þó virðist sem áhrif loftþrýstings séu meiri. Norðanátt í háum loftþrýstingi er áberandi þurrari norðaustanlands heldur en í lágum. Í háþrýstingi er hæðarbeygja ríkjandi í þrýstisviðinu þannig að þá er norðanáttin af vestrænum (þurrum) uppruna. Í lágþrýstingi er hún hins vegar af austrænum uppruna, loftið oft upphaflega komið að sunnan, kringum lægð skammt austur eða norðaustur af landinu.
Úrkoma í lágum þrýstingi og norðanátt á Akureyri er gróflega tíföld miðað við meðallag - og þeir fáu dagar á´árinu sem bjóða upp á slíkt ástand eiga því stóran hluta í meðaltalinu.
Á landinu í heild er úrkoma meiri í lágþrýstingi heldur en þegar þrýstingur er hár en um landið sunnanvert skiptir meira máli að áttin sé af suðri heldur en hver þrýstingurinn er.
Vegna vægis einstakra stórra úrkomuatburða í ársúrkomunni er þó mun erfiðara að tengja úrkomuna við almenna hringrás í námunda við landið. En lítum á tvær myndir.
Sú fyrri sýnir 12-mánaða keðjusummur úrkomu í Reykjavík (blár ferill) og á Akureyri (grár ferill) frá 1949 og til loka árs 2010. Ferlarnir eru mjög órólegir en þó sést greinilega að úrkoma í Reykjavík (ársmeðaltal um 800 mm) er að jafnaði mun meiri heldur en á Akureyri (um 490 mm). Þó er mesta úrkoma 12-mánaða á Akureyri meiri heldur en minnsta 12-mánaða úrkoma í Reykjavík.
Fyrstu gildi myndarinnar (lengst til vinstri) ná yfir janúar til desember 1949, næsta gildi tekur til febrúar 1949 til og með janúar 1950 og síðan koll af kolli í mánaðarlöngum skrefum alveg til enda. Síðustu gildin ná til tímabilsins janúar til desember 2010.
Ef við lítum nánar á Reykjavíkurferilinn (þann bláa) sýnist okkur að topparnir liggi gjarnan nokkrir saman ekki svo mjög langt frá hvor öðrum, en síðan komi nokkurra ára bil með lægri gildum. Á að giska 12 til 18 ár eru gjarnan á milli dýpstu dalanna (úrkoma innan við 600 mm). Enga reglu er að sjá og leitni er engin.
Hinar stóru sveiflur Reykjavíkurferilsins valda því að sveiflurnar á Akureyri sýnast minni. Þær eru samt hlutfallslega ámóta stórar. Úrkoma á þurrasta 12-mánaða tímabilinu á Akureyri (febrúar 1965 til janúar 1966) var aðeins um 60% meðalúrkomunnar, en það votasta um 60% ofan meðallags (merkt á myndinni). Í Reykjavík var úrkoma á þurrasta 12-mánaða tímabilinu (september 1950 til ágúst 1951) um 65% meðalúrkomu, en það votasta um 55% ofan meðallagsins.
Það vekur einhverja athygli hversu flatt línuritið fyrir Akureyri er síðustu 12 árin eða svo meðan sveiflurnar í Reykjavík eru með allra mesta móti. Ekki ber að leggja neina sérstaka merkingu í það. Taka má eftir því að hafísárin svonefndu (1965 til 1971) voru tiltölulega þurr á Akureyri þrátt fyrir miklar norðanáttir á þeim tíma. En loftþrýstingur var þá lengstum hár og norðanáttin því af tiltölulega vestrænum uppruna eins og bent var á að ofan.
Hin myndin sýnir hluta Reykjavíkurlínuritsins, frá 1996 til 2010. Þar má einnig sjá sunnanáttina á sama tíma.
Úrkoman í Reykjavík er sýnd með bláum ferli og kvarða til vinstri, en sunnanáttin er rauð og er á kvarða til hægri. Norðanáttin 2010 (neikvæð sunnanátt) er auðvitað áberandi óvenjuleg og er þurrkurinn það ár greinilega í tengslum við hana. Önnur hámörk og lágmörk línuritsins falla nokkuð vel saman, það er helst að árin 1996 til 1997 séu óþekk.
Má af þessu ráða að fyrri þurrk- og úrkomutímabil á Suðvesturlandi tengist líka háloftavindáttum? Tengjast þurrktímabil á Norðausturlandi háum loftþrýstingi?
Lesendur mega búast við framhaldi í svipuðum dúr síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 102
- Sl. sólarhring: 160
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 2412687
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 1771
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 85
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.