29.10.2011 | 01:31
Háloftalægð dagsins (laugardaginn 29. október)
Eftir tvo daga með mildu veðri og tiltölulega hægum vindi virðist stefna í strekking næstu daga - jafnvel þræsingsveður. Lítum á háloftaspákort sem gildir kl. 18 laugardaginn 29. október.
Skýringar á táknfræði kortsins eru þær sömu og venjulega: Svörtu heildregnu línurnar sýna hæð 500 hPa flatarins í dekametrum , en rauðu strikalínurnar tákna þykktina, hún er einnig mæld í dekametrum (dam = 10 metrar). Því meiri sem þykktin er - því hlýrra er loftið. Því þéttari sem svörtu hæðarlínurnar eru því hvassara er í 500 hPa-fletinum en hann er, eins og kortið sýnir í 5 til 6 kílómetra hæð.
Jafnhæðarlínurnar (þær svörtu) eru ekki þéttar við Ísland og vitna um hægan vind í 500 hPa. Yfir Vestfjörðum er hann af suðaustri - aðeins 5-8 m/s. Í þriggja kílómetra hæð er vindurinn þar um 10 m/s af austnorðaustri. Í 1300 metrum er hann um 25 m/s af norðaustri, og síðan svipaður niður fyrir fjallahæð á Vestfjörðum. Vindur er því mun meiri í neðstu lögum heldur en ofar. Við notum hið ófagra orð lágröst eða litlu skárra jaðarlagsröst um þetta fyrirbrigði.
Aðeins erfiðari málsgreinar framundan:
Vindáttin snýst með sólu með vaxandi hæð frá jörðu. Það þýðir að aðstreymið er hlýtt. Nánari athugun leiðir í ljós að þetta hlýja aðstreymi nær niður undir 1300 metrana en kalt aðstreymi er þar fyrir neðan. Hlýtt aðstreymi uppi en kalt neðst? Það getur alveg gengið vandræðalítið - en vilji hvorugt gefa sig verður niðurstaðan líklega sú að hitabratti vex á svæðinu, hlýtt loft sækir að því kalda - en það kalda gefur sig ekki - reyndar á kalda loftið heldur að sækja fram á kostnað þess hlýja.
Við sjáum þetta reyndar á kortinu hér að ofan. Það eru tvö þykktarbil yfir landinu, bilið samsvarar 60 metra þykktarmun. Þykktarbrattinn yfir landinu er því um 120 metrar. Nú samsvara 8 metrar 1 hPa i þrýstimun. Þykktarbrattinn er því um 15 hPa - 15 jafnþrýstilínur yfir landinu. Um hádegi á föstudag - meðan hægviðrið ríkti voru jafnþrýstilínurnar á landinu fjórar. Þegar þetta er skrifað nærri miðnætti á föstudagskvöld (þ. 28.) eru línurnar þegar orðnar 13.
Háloftakortið að ofan sýnir mjög stórt svæði og erfitt að lesa þykktarbrattann í smáatriðum. Yfirborðsspákort (ekki sýnt hér) sem gildir á sama tíma og háloftakortið sýnir 16 jafnþrýstilínur - en þar sést það sem ekki sést vel á kortinu að ofan að þeim er öllum troðið á bilið frá Reykjanesi og norður fyrir Vestfirði - austanlands er þrýstibrattinn ekki jafn mikill. Slumpreikningar leiða í ljós að þrýstibrattinn er ekki fjarri því að vera 5 hPa á eina breiddargráðu - en það samsvarar um 25 m/s sem einmitt er vindur í fjallahæð í spánni.
Enn erfiðari málsgrein framundan:
Er yfirleitt hægt að lesa vindhraða úr þykktarbratta einum saman? Nei, það er ekki hægt nema þar sem vindur í 500 hPa er enginn eða því sem næst enginn eins og á kortinu hér að ofan. Á sama hátt er hægt að lesa vindhraða nærri jörð (t.d. í fjallahæð) af jafnhæðarkorti (svörtu línurnar hér að ofan) séu engar jafnþykktarlínur í nánd. Nánast öll önnur tilvik eru flóknari heldur en þessi. Sem dæmi má nefna svæðið suður og suðaustur af lægðinni suðvestur í hafi. Þar fara jafnhæðar- og jafnþykktarlínur í eina bendu og takast á. Vonandi fáum við tækifæri til þess síðar að sjá þannig tilvik (útskýranlegt) síðar.
Já, þetta var erfiður pistill, en lærdómurinn á að vera sá að eitt þykktarbil er býsna mikið - og tvö slík hrella menn á heiðum uppi (og víðar).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 282
- Sl. sólarhring: 478
- Sl. viku: 2077
- Frá upphafi: 2413097
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 1868
- Gestir í dag: 266
- IP-tölur í dag: 264
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.