Heiðasti októberdagurinn (- ekki heldur í dag)

Þessi pistill er úr flokknum „heiðustu dagar“ mánaðanna. Reiknuð er út meðalskýjahula á öllum veðurstöðvum frá 1949 til 2010 og heiðasti dagur fundinn. Í október fær sá 23. árið 1966 þann sess, en meðalskýjahulan var aðeins 1,93 áttunduhlutar. Ekki eru gervihnattamyndir aðgengilegar úr þeirri fortíð. Þá voru aðeins nokkur ár frá því að farið var að taka slíkar myndir. Þær breyttu miklu fyrir veðurspár hér á landi. Gæðatíð var á Suður- og Vesturlandi í október 1966 og ekki óhagstæð heldur norðaustanlands. Talsvert snjóaði norðanlands í upphafi mánaðarins* - en þann snjó tók fljótt upp aftur. Um mánaðamótin október/nóvember 1966 skipti eftirminnilega um tíðarfar.

En við lítum í staðinn á mynd sem tekin var upp úr miðjum næstheiðasta októberdeginum. Hún er úr safni gervihnattamóttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi. Þessi góði dagur var 16. október 1998.

w-blogg181011a

Hér er Vesturströndin alveg hrein. Mjóir bólstraslóðar liggja frá Suðurlandi og ekki er langt í smálægðaróværu úti af Suðausturlandi. Minniháttar skýjabakkar eru undan Austurlandi norðanverðu og á Húnaflóa. Áttin í háloftum var af norðvestri, frá Grænlandi, eins og algengast er þegar bjart veður er um allt land. Október 1998 var talinn rysjóttur. Milt var framan af mánuðinum en uppúr honum miðjum versnaði tíð og snjóaði þá mikið norðanlands. Mikið norðaustanillviðri gerði dagana 22. og 23. Það var þó ekki nægilega slæmt til að komast á topplistana sem við litum á í gær (17. október).

Skýjaðasti októberdagurinn á þessu sama tímabili var sá 10. árið 2007. Til gamans reiknum við einnig skyggnið - en lítið mark er á þeim reikningum takandi. Best var skyggnið 19. október 1997, en verst 25. október 1995 - enn og aftur kemur Flateyrarveðrið við sögu. Merkilegt veður það.

* Það er minnisstætt að nemendur Menntaskólans á Akureyri voru settir í það að moka snjónum af knattspyrnuvelli skólans. Það var ágæt hreyfing - en tilgangslítil fannst mér. Síðar komst ég að því að samskipti knattspyrnuvalla og veðurs eru mjög áhugaverð, töluverð fræðigrein meira að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg020425b
  • w-blogg020425a
  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 124
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1812
  • Frá upphafi: 2457643

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1637
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband