5.10.2011 | 01:05
Sumarhiti í samhengi
Hungurdiskar hafa áður fjallað um samanburð sumarhita á landinu (sjá pistil sem birtist 10. ágúst síðastliðinn). Það sem hér fer á eftir er því að sumu leyti endurtekning á því - en sjónarhornið er samt ekki alveg það sama. Auk þess höfum við nú endanlegar hitatölur nýliðins sumars.
Við lítum fyrst á línurit sem sýnir sumarhita í Reykjavík. Elsti hluti listans telst þó varla raunverulegur í hörðum samanburði en er samt hafður með til gamans. Við ímyndum okkur að við þekkjum sumarhita í Reykjavík í rétt rúm 200 ár.
Hér má sjá talsverðar tímabilasveiflur, það skiptast á tímabil hlýrra og kaldra sumra. Hin afbrigðilegu hlýindi síðustu ára sjást vel. Af 10 hlýjustu sumrum tímabilsins alls eru fjögur eftir 2000. Munurinn á 2011 (sem er í efsta sæti), 1939 og 1941 er þó ekki marktækur. Þrjú ofurhlý sumur eru í röð á 19. öld, 1828, 1829 og 1830 og eru þau öll á topp 10 listanum. Mælingarnar í Reykjavík voru þær einu sem vitað er um á landinu þau árin og vitnisburður um hitana því ekki sérlega góður. En á tímabilinu fram til 1846 virðast hafa komið mörg góð sumur.
Þá tekur við mjög slakt tímabil og fór meðalsumarhiti aldrei yfir 10 stig frá og með 1847 til og með 1879. Það eru 1874 og 1886 sem skrapa botninn og hið illræmda sumar 1983 er ómarktækt hlýrra. Það muna þó margir vel og vita að engin ástæða er til að efast um töluna.
Nýliðið sumar er í 22. sæti hlýinda og ef við rýnum í myndina sjáum við að það hefði meira að segja talist hlýtt á hlýindaskeiðinu 1927 til 1960. Okkur bregður við þegar næsta raunverulega kalda sumar hrellir okkur.
Þótt sumarhlýindi síðustu ára hafi einnig verið eindregin á Akureyri má sjá að lítillega skortir á að við höfum upplifað það besta sem komið hefur. Það má sjá á næstu mynd.
Sumarið 2010 er hér í 5. sæti. Þó eru þrjú sumur eftir 2000 á topp-10 lista Akureyrar (sjá töflu í °C; ekki skal taka mark á tveggja aukastafa nákvæmni töflunnar).
ár | Akureyri |
1933 | 11,79 |
1939 | 11,49 |
1941 | 10,96 |
1894 | 10,92 |
2010 | 10,87 |
2004 | 10,86 |
2003 | 10,82 |
1976 | 10,73 |
1947 | 10,72 |
1996 | 10,70 |
Engin sérsök ástæða er til þess að efast um það að sumrin 1933 og 1939 hafi verið marktækt hlýrri á Akureyri heldur en 2010. Munurinn á 1941 og 2010 er hins vegar ekki marktækur. Sé rýnt í myndina sést að nýliðið sumar fellur vel inn í hlýindi 21. aldarinnar og hefði talist hlýtt á árunum 1961 til 1970.
Norðlendingar (og fleiri landsmenn) muna vel kuldana 1979. Það var kaldasta sumar frá 1907. Sumarið 1882 er síðan í sérflokki með 4,9 stig. Það er raunveruleg tala þótt ótrúleg sé. Eldri mælingar eru ekki jafnáreiðanlegar.
Og að lokum lítum við á mismun stöðvanna. Mínustölur tákna að sumarið hafi verið hlýrra á Akureyri heldur en í Reykjavík.
Miklar sveiflur voru á 19. öld. Þar sem við vitum að hinn mikli munur 1882 er raunverulegur gæti munurinn 1866 verið það líka. Raunverulega var mælt á Akureyri á tímabilinu 1848 til 1854. Það var sumarið 1853 sem virðist hafa verið tiltölulega hlýjast á Akureyri miðað við Reykjavík (þar voru einnig mælingar þetta sumar).
Munur á sumarhita stöðvanna hefur verið tiltölulega mikill (Reykjavík í hag) í langtimasamhengi undanfarin ár og mestur í sumar alveg frá 1998.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 148
- Sl. sólarhring: 287
- Sl. viku: 2607
- Frá upphafi: 2432258
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 2189
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 115
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.