Eðlilegt litarhaft á jöklum landsins

Í dag (miðvikudag 21. september) var bjart veður víða um land. Jöklar sáust vel á gervitunglamyndum. Loksins hafa þeir fengið aftur eðlilegt litarhaft. Það er vonandi að það endist veturinn þótt ekki sé það alveg víst. Næsta sumar bráðnar svo aftur ofan af öskunni á leysingasvæðum, en á ákomusvæðum hverfur hún undir þykkt snjó- og hjarnlag.

En lítum á hluta úr mynd. Upplausnin er léleg á þessu afriti en miklu betri upplausn má finna á vefsetri modis - og sjálfsagt víðar. Myndin verður einnig í nokkra daga á vef Veðurstofunnar í aðeins skárri upplausn heldur en hér.

w-blogg220911a

Hér má sjá Vatnajökul í öllu sínu veldi, laus við svörtu og brúnu litina sem verið hafa á honum frá því í vor. Skriðjöklarnir eru enn gráir en það eru þeir oftast á þessum tíma árs. Athyglisverður er skýjagarðurinn á Skeiðarársandi - garðar sem þessir eru algengir á landinu. Oftast bera þeir vitni um samstreymi lofts úr tveimur áttum.

Hér kemur trúlega gola ofan af jöklinum sem mætir lofti úr suðri. Þótt sól sé farin að lækka á lofti er hún nægilega öflug til að kynda undir og auðveldar þar með uppstreymið. Sé myndin skoðuð betur má sjá að allur vesturhluti Vatnajökuls er girtur skýjabandi. Nánast samfellt niðurstreymi er yfir jöklum sé þrýstivindur lítill. Þá streymir loft til allra átta, en niðurstreymi er yfir. Við niðurstreymi hlýnar loft um 1°C á hverja 100 metra lækkun. Því er hlýrra yfir jöklinum heldur en í sömu hæð yfir umhverfi hans. Ekki veit ég hversu miklu munar, en ský haldast ekki við í niðurstreymi. Þetta bætir jöklasýn landsmanna svo um munar - ekki síst að sumarlagi.  

Ef þið sjáið til jökulhvels ættuð þið að fylgjast vel með skýjafarinu yfir því. Hægt er að búa til dæmi þar sem ský á jökli haldast við þrátt fyrir niðurstreymi jöklagolunnar. Hvernig er með það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll og takk fyrir þennan jöklapistil. Nú er líklega búið að snjóa yfir gjóskuna

bæði á Vatnajökli og Eyjafjallajökli. Og þarmeð búið að skrifa í " dagbók" nýja

blaðsíðu fyrir jökla- og jarðfræðinga framtíðarinnar . Það er að segja , ef jöklarnir

endast eitthvað áfram.  Sjá má greinilegar breytingar á Snæfellsjökli td. og

Eyjafjallajökull hefur breyst , bæði hvað varðar útlit og snjóþekju - og ekki til

batnaðar. En varðandi gestaþrautina um stöðug ský yfir jökli,  þrátt fyrir niðurstreymi , dettur manni í hug aðfærsla á rakara lofti sem þéttist við 

daggarmark . Einhvers konar málamiðlun sköpunar og eyðingar skýjanna.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2011 kl. 10:56

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Óli Hilmar. Mér skilst að jöklarnir á landinu hafi upp á síðkastið minnkað um u.þ.b. 30 ferkílómetra á ári upp á síðkastið. Það er ansi mikið. En það má finna fleiri en eina lausn á gátunni. Ský eru ætíð málamiðlun milli eyðingar- og myndunarafla eins og þú nefnir réttilega. Það dæmi sem ég hafði hér í huga fellst í þeim aðstæðum að það snjói (eða rigni) ofan í kalda loftlagið yfir jöklinum. Þá getur myndast íbætingarþoka (ský) þrátt fyrir að loftið sé á niðurleið. Fleiri dæmi má svo finna.

Trausti Jónsson, 23.9.2011 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 438
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband