15.9.2011 | 00:28
Meira um óvenjulega þurrt loft
Nú hefur gefist tóm til að líta betur á tölur um lágt rakastig um landið sunnan- og vestanvert síðastliðna helgi. Samanburður hefur verið gerður við eldri mælingar. Eins og áður hefur verið minnst á eru rakamælingar tiltölulega óáreiðanlegar og erfitt að komast fyrir tilviljanakenndar villur. Rakastig reikar oft um sem svarar tugum prósenta á mjög stuttum tíma. En látum slíkt ekki á okkur fá.
Septembermet voru slegin eða jöfnuð á um það bil 45 sjálfvirkum stöðvum og 24 stöðvum vegagerðarinnar. Það er auðvitað ekkert vit í að telja með stöðvar sem athugað hafa í aðeins mjög fá ár. Met féllu á 17 stöðvum sem athugað hafa í 10 ár eða meira og sjö vegagerðastöðvum sem sömuleiðis hafa athugað svo lengi.
Flestar mönnuðu stöðvarnar hafa starfað lengur - en þeim hefur hins vegar fækkað mjög. Ný lágmarksrakastigsmet fyrir september voru þó slegin á fimm stöðvum sem athugað hafa í meira en 10 ár. Merkast þeirra meta er það frá Keflavíkurflugvelli, lægsta septemberakastig í 59 ára sögu mælinga þar, 30%. Nýtt met var einnig sett á Eyrarbakka en þar hefur rakastig verið athugað meir en 50 ár. Hins vegar hafa rakamælingar þar verið eilítið stopular - þannig að vissara er að athuga málið nánar.
Rakastig fór niður fyrir 25% á fjölmörgum stöðvum. Þegar þetta loft kemur inn í hús og er þar hitað upp í 25°C verður þurrkurinn beinlínis óþægilegur og bætist ofan á óþægindin sem ryk- og öskufok hefur valdið undanfarna daga.
Eins og bæði hungurdiskar og Einar Sveinbjörnsson hafa fjallað um áður ýtir þurrkur lofts og jarðvegs mjög undir stóra dægursveiflu hita. Á þessum árstíma munar mest um nánast frjálst fall hitans í logni og heiðskíru að nóttu.
Gríðarlegur fjöldi dægurmeta á einstökum stöðvum hefur verið sleginn. Flest er það lítið marktækt vegna þess að athuganir hafa staðið svo stutt en það má samt nefna tölurnar.
Á sjálfvirku stöðvunum (vegagerðarstöðvar hér ekki taldar með) höfðu 523 dægurmet verið slegin í september til hádegis í dag (miðvikudaginn 14. september). Á sama tíma höfðu ekki verið slegin nema 62 dægurhámörk. Þetta ætti að sýna að næturkuldinn hefur haft undirtökin í fyrri hluta september. Hér ber auðvitað að athuga að síðustu ár hafa verið mjög hlý og erfitt er t.d. að toppa hitabylgjuna miklu í fyrstu viku september í fyrra (2010).
Á mönnuðu stöðvunum er hlutfallið þannig að 25 dægurlágmarksmet hafa verið slegin, en ekki nema tvö dægurhámarksmet (hér er miðað við síðustu 60 árin).
Þurrkurinn nú í fyrri hluta september á Suður- og Vesturlandi er óvenjulegur - t.d. hefur varla komið deigur dropi í Stykkishólmi og úrkoma hér í Reykjavík er líka sáralítil til þessa. En hver veit nema að suðlægir vindar beri hingað regn og raka á næstu dögum.
Af stafrófsstorminum Maríu er það að frétta að hann hefur nú sveigt til norðurs og á að fara hjá Nýfundnalandi á föstudagskvöld. Frekari framtíð er óviss en hann hittir vel á lægð sem þá ber að úr vestri og á að valda rigningu hér á landi á sunnudaginn. En engu spá hungurdiskar um það.
Nú er vetur loks byrjaður á norðurslóðum - lítið fer fyrir honum ennþá - við lítum á norðurhvelskort á næstu dögum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir mjög fróðlegt blogg Trausti, sem ég les alltaf upp til agna.
Manni hefur varla staðið á sama að fá öskurykið ofan í allan þurrkinn undanfarið og óhjákvæmilega velt því fyrir sér hvort þetta sé það sem koma skal.
Þeim spurningum er sjálfsagt ekki hægt að svara frekar en ýmsu í þessu sambandi, en aftur takk fyrir fróðlegt blogg.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.9.2011 kl. 00:56
Mest uppblástur sunnan Langjökuls en ekki aska? Það dugir lítið að planta trjám á láglendi til að sefa samvizkubitið yfir eyðingu hálendisns.
Guðmundur (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 08:32
......ástarmakk Maju og vestanlægðarinnar virðist fæða af sér afkvæmi
sem mun hrella hjólhýsafara undir Hafnarfjalli á sunnudag , ef að líkum
lætur . Mig grunaði þetta og bókfærði raunar í fyrradag á þessu bloggi , -
besta og fróðlegasta blogginu að mati margra , en það er víst
svo margsagt , að lækur bakkafullur er. En sjaldan er góðvísa of oft kveðin , -
eða eins og kerlinging sagði : , " sjaldan er góð ýsa of oft freðin".......
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 22:46
Guðrún María. Öskufallið í fyrra og í ár er auðvitað óvenjulegt en veðurfarið mun fyrr eða síðar komast út úr þessum þurrkagír aftur og fyrr en varir verðum við sjálfsagt plöguð af rigningum. Guðmundur, mér skilst að um þessar mundir minnki jöklar um um það bil 30 ferkílómetra á ári og skilji eftir sig leir sem síðan blæs og blæs. Óli Hilmar. Jú, ætli hjólhýsadráttarmenn verði ekki að hafa varann á sér - fari vindhviður í 20 - 25 m/s á mælistöðvum eru líkur á því að einhver þeirra fái á sig talsvert sterkari hnúta séu þeir nægilega margir á ferð. Menn gera sér ekki alltaf grein fyrir því að það er ólíklegt að sterkustu vindhviður dagsins á svæðinu fari einmitt yfir vindhraðamælinn. Þegar við sjáum hviður upp á 25 m/s á mæli eru stakar 40 m/s hviður alveg mögulegar.
Trausti Jónsson, 16.9.2011 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.