Heiðasti septemberdagurinn (nei - ekki í dag)

Þessi pistill er úr flokknum „heiðustu dagar“ mánaðanna. Reiknuð er út meðalskýjahula á öllum veðurstöðvum frá 1949 til 2010 og heiðasti dagur fundinn. Í september fær sá 14. árið 1994 þann sess. Við lítum á mynd úr safni gervihnattamóttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi.

w-blogg130911

Þetta er hitamynd. Því hvítari sem svæði eru því kaldari eru þau. Stórjöklar landsins sjást auðvitað vel - en upplausn myndarinnar er ekki nógu góð til þess að við getum greint hvort snjór er á háfjöllum. Á ljósmynd sem tekin er á sama tíma sést smáskýjabakki við Súgandafjörð og Önundarfjörð og annar alveg yst á Snæfellsnesi - en það er allt og sumt af skýjum. Hér sést vel hversu misheitur sjórinn var við landið og ekki var langt í ískaldan sjó úti af Vestfjörðum. Meðalskýjahula dagsins var aðeins 0,9 áttunduhlutar. Næstir koma svo 28. september 1983 og 6. september 1967.

Skýjaðastur er hins vegar 26. september 1999, þá var meðalskýjahulan 7,99 áttunduhlutar - einn veðurathugunarmaður hefur séð einn bláan blett - eða eina stjörnu einhvern tíma dags/nætur.

Versta skyggnið (lítið að marka þá reikninga) var 21. september 1967 og er hann jafnframt mesti þokudagurinn á tímabilinu. Mesti rigningardagurinn var 20. september 1956. Sá dagur kemst inn á illviðralista septembermánaðar en er þar ekki nálægt toppsæti. Best varð skyggnið (ekki heldur að marka það) þann 30. 1994.

Munum við eitthvað af þessum dögum? Hafa þeir allir lent í hversdagshrúgunni miklu?

Stafrófsstormurinn María  strögglar enn í sniðanum og virðist jafnvel ætla að geispa golunni. En bandaríska reiknilíkanið enn að gera eitthvað úr lægðinni á okkar slóðum. Evrópureiknimiðstöðin er sem fyrr mun hógværari en leyfir lægðinni nú að lifa alla leið hingað (á börunum). Leifar Katiu ollu í dag talsverðum usla á Bretlandseyjum og lét að minnsta kosti einn lífið þegar tré féll á bifreið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að velta fyrir mér hverrar ættar væri sú lægð, sem spáð er á háloftaspánni þrásetu hér við land dagana 18. til 22. september? Sbr. wetterzentrale.de

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 09:17

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þorkell. Þetta er aðallega háloftabylgja sem kemur að vestan yfir Hudsonflóa. Um hádegi á þriðjudag (13. sept.) var hún yfir Manitoba. Síðan grípur hún með sér eitthvað af leifum hitabeltisstormsins Maríu.

Trausti Jónsson, 14.9.2011 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband