11.9.2011 | 01:24
Óvenju þurrt loft yfir landinu vestanverðu (og sjálfsagt víðar)
Næturfrostin undanfarna daga hafa verið meiri heldur en tilefni er til - miðað við að loftið yfir landinu er ekkert sérlega kalt. Dægurmet landsins hafa þó ekki verið slegin - en þó er nægilega kalt til þess að það teljist fremur óvenjulegt svo snemma í september. Ástæðan er ekki langt undan því ekki þarf að rýna mikið í gögn til að sjá að loftið hefur verið óvenju þurrt. Nú vill svo til að fyrir nokkrum dögum fjölluðu hungurdiskar um þurrkmet septembermánaðar þannig að taflan sem lá þar að baki er nokkuð fersk í huga ritstjóra.
Fjöldi dægurmeta lágmarkshita á einstökum stöðvum hefur verið sleginn - en líka þurrkmet. Nú verður að játa að ekki hefur gefist tóm til þess að athuga nýju metin í smáatriðum en ljóst er að þurrkurinn er óvenjulegur. Rakastig á sjálfvirku stöðinni í Reykjavík fór vel niður fyrir 30% og Hvanneyri niður í 20%. Daggarmark hefur verið sérlega lágt, jafnvel niður í -10 til -15 stigum og er það óvenjulegt þegar þurr hiti (sá sem mælist á venjulega mæla) er yfir +10 stig.
Þetta þýðir að dulvarma er nær engan að finna í loftinu. Hvað er svo dulvarmi? Það er sá varmi sem felst í hugsanlegri þéttingu þeirrar vatnsgufu (eims) sem er í loftinu. Daggarmark og hlutþrýstingur vatnsgufunnar (rakaþrýstingur) segja nokkuð vel til um það hversu mikill rakinn er á hverjum tíma. Daggarmark lofts breytist ekki nema að raka sé bætt í loftið eða þá að hann þéttist. Við getum því fylgst með rakanum með því að fylgjast með daggarmarkinu.
Hækki daggarmark þýðir það að raki hefur bæst í loftið (eða nýtt loft annars staðar að hafi birst á vettvangi), lækki daggarmarkið þýðir það að raki hefur þést (eða nýtt loft annars staðar að hafi komið í stað þess sem fyrir er).
Sá hiti sem við mælum á venjulegan mæli (oft kallað hitastig loftsins) fer nærri um það hversu mikill varmaorka fellst í þurru loftinu. Þessi varmaorka er oftast kölluð skynvarmi. Þurrt loft er ákaflega lélegur varmageymir.
Vatnsgufa (eimur) ber í sér þá orku sem fór í að láta hana gufa upp - sú orka nefnist dulvarmi loftsins. Þéttist vatnsgufan breytist dulvarminn í skynvarma og hiti (hitastig) hækkar, við tölum þá um dulvarmalosun. Dulvarmalosun á sér stað þegar (þurr) hiti og daggarmark eru jafnhá.
Til þess að dulvarminn geti losnað þarf loft að kólna. Það gerist aðallega á tvo vegu, annars vegar vegna þess að skynvarmi loftsins glatast, oftast við útgeislun - eða þá við þrýstifall, oftast vegna uppstreymis. Fleira getur þó valdið og hafa hungurdiskar áður fjallað um dæmi þar um.
Er þá komið að þurrknum þessa dagana. Ef loftið er svo þurrt að daggarmark þess er mínus 10 stig kemur ekki að dulvarmalosun fyrr en (þurri) hitinn hefur fallið niður í sömu mínus 10 stig. Væri daggarmarkið t.d. mínus eitt stig færi raki að þéttast um leið og útgeislunin hefur fellt (þurra) hitann niður í þann hita. Þá hefst rakaþétting og hún heldur í við hitafallið. Dulvarmalosun getur orðið það mikil að hitinn falli ekki mikið meira en þetta. Þá verður jörð rök af dögg - það verður náttfall - eða þá hrím á jörð eins og oft er í september. Einnig er talað um áfall á jörð.
Við sem förum á berjamó vitum að áfallið getur forðað berjum frá frostskemmdum. Oft bíður maður þess að áfallið þorni áður en farið er að tína. En núna - þessa dagana - ekkert áfall, allt skraufþurrt þar sem ég hef farið um. Rakamagn í lofti getur verið mjög staðbundið, nærri sjó getur raki í lofti verið meiri heldur en inn til landsins.
Ástand sem þetta er óvenjulegt í september, venjulega er rigning flesta daga á þessum árstíma og raki og þar með daggarmark er hátt. Þar sem jörðin er svona þurr er enginn raki til sem sólargeislar dagsins geta komið yfir í dulvarmaveltuna. Ólíklegt má telja að ástand sem þetta standi lengi, enda algengara í apríl, maí eða júní. En þetta eru óvenjulegir tímar.
Af stafrófsstormunum er það að frétta að fellibyljamiðstöðin í Miami hefur sleppt hendinni af Katiu og lætur evrópska veðurfræðinga taka við. Þeir fara vonandi létt með það. En sem fyrr er Bretland í sigtinu. Maria strögglar enn og fellibyljamiðstöðin efast nú um að fellibylsstyrk verði náð næstu fimm daga. Fellibyljir sumarsins hafa verið fáir en hitabeltisstormar margir - þess vegna nota ég hugtakið stafrófsstormur um þessar mundir. Það er erfitt að tala sitt á hvað um fellibyl, hitabeltisstorm eða hitabeltislægð um sama kerfið. Stafrófsstormur skal það heita - þar til fellibyljahlutfallið tekur sig á. Mér skilst helst að stormurinn Nate eigi að verða einn af þessum þriggja- til sexklukkustundarfellibyljum sem fjölgaði svo mjög eftir að farið var að fylgjast með hitabeltisveðurkerfum í smásjá. Ekki má taka því svo að ég sé eitthvað að gagnrýna þetta - síður en svo - enda væri ég að kasta steinum úr glerhúsi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 90
- Sl. sólarhring: 155
- Sl. viku: 2011
- Frá upphafi: 2412675
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 1761
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.