Snubbótt af stafrófsstormunum

Hungurdiskar eru heldur snubbóttir í dag. Það stafar aðallega af glápi ritstjórans á afspyrnuvonda útgáfu af söngleiknum South Pacific í sjónvarpinu. Lögin standa reyndar fyrir sínu þótt þau hafi sum hver verið ákaflega illa sungin. Viðhorf ritstjóra til höfundanna verða því málum blandnari eftir því sem árin líða - en á góðu kvöldi er þetta samt besti söngleikur þeirra félaga - en ekki núna.

Stafrófsstormar geisa líka á Suður-Kyrrahafi - en nóg um það. Eins og fram hefur komið undanfarna daga eru nú þrír slíkir á Atlantshafi. Katiaer um það bil að breytast í lægð - sem alltaf verður betra og betra að fylgjast með bæði með tunglmyndum sem og tölvulíkönum. Fellibyljamiðstöðin í Miami hefur ekki sleppt hendinni af Katiu og fylgir henni allt norður að Hjaltlandi - þeir segjast vegna galla í tölvubúnaði ekki ráða við austurlengd í teikniforriti sínu (ótrúlegt en satt).

Mariahefur bólgnað út ekki mjög langt austur af Antilleyjum en ekki náð réttum snúningi. Ég er ekki með smáatriði þess máls alveg á hreinu og klukkan er orðin svo margt að rétt mun að halda aftur af sér áður en eitthvað ófyrirséð lekur úr fingrum fram á lyklaborðið. En fellibyljamiðstöðin segir Maríu hressast næstu daga og rétt sé að fylgjast vel með. Framtíðartölvuspár segja storminn komast inn á Norður-Atlantshaf seint í næstu viku - en ekkert samkomulag er um það.

Nate er örsmár stormur sem enn bara liggur og rótast á sama stað og áður við Yúkatanskaga og kemur okkur vonandi ekki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrsta myndin sem sýnd var í Laugarásbíói hinu nýja, áður var eitthvað eldra bíó í skamman tíma, var Souh Pacific. Það var árið 1959 og ég man það eins og gerst hafi í gær enda var þetta stórtíðindi í bæjarlífinu.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.9.2011 kl. 15:41

2 identicon

 ........ég tek innilega undir álit höfundar  að " Suðurkyrrahafið"

var svo afspyrnu dapurlegt , að um mann fer rúðusköfutímabilshrollur við

tilhugsunina. Annars væri töluverð tilbreyting i krepputíðinni , ef fólk tæki

uppá að syngja lag þegar það keypti sér nýja ýsu eða strætókort. Þessu útgáfa

fær hálfa halastjörnu max , en líklega var frumgerðin skárri. Nóg um það.

Nú er í vændum kuldaskot á Vesturlandi , að því er virðist. Frost í fyrri helmingi

septembers sunnan heiða ! Er það ekki frekar óvenjulegt?  Kemur þessi

kuldapollur að vestan eða norðan? Maður er bara hálf smeykur um jarðeplin

þegar svona háttar tíðarfari.

óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 10.9.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Ég sá sýningu Laugarássbíós á South Pacific í júní 1960 - það var ógleymanlegt - í fyrsta sinn sem ég sá almennilega breiðtjaldssýningu (Todd-AO hét það í þessu tilviki). Ég hef séð þessa mynd að minnsta kosti tvisvar síðan auk þess að hafa séð söngleikinn á sviði, en ég hef aldrei lesið þá frægu (og fyrstu) bók James Micheners sem söngleikurinn kvu byggja á. En hér er ekki staður til að rekja pirring minn út í höfundana - hvílík sóun.

Óli Hilmar: Ég vona að versti hluti kuldans sé liðinn hjá í bili - en strekkingurinn tekur þá við. Frost eru ekki óalgeng inn til landsins á Suður- og Vesturlandi á þessum tíma - en mun sjaldgæfari við sjávarsíðuna. Kuldinn kemur að norðan og honum fylgir óvenjulegur þurrkur sem ég fjalla um í bloggpistli dagsins. Jarðeplagrös hafa sjálfsagt víða látið á sjá - það hafa bláberin alla vega.

Trausti Jónsson, 11.9.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 67
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 576
  • Frá upphafi: 2351367

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband