7.9.2011 | 01:04
Minniháttar kuldakast
Nú kólnar heldur í veðri með norðlægri átt en hún er sjaldan hlý á þessum tíma árs (kemur þó fyrir). Þykktin á að detta niður í 5320 metra aðra nótt (aðfaranótt fimmtudagsins 8. sept.) eins og sjá má á kortinu hér að neðan. Ég veit að mörgum lesendum þykir textinn hér að neðan óttalegt torf en sumir hafa líka ánægju af því að læra betur að lesa úr veðurkortum. Jafnþykktarlínurnar á kortinu eru svartar og heildregnar. Lituðu svæðin eru spá um hita í 850 hPa fletinum (ca. 1250 metrar).
Þetta er hirlam-spá af brunni Veðurstofunnar og gildir á miðnætti á miðvikudagskvöld. Lægsta lokaða jafnþykktarlínan á kortinu er 5320 metrar. Þetta er reyndar ekki sérstaklega lágt miðað við september - en að undanförnu hefur verið frekar hlýtt og mjög hlýtt suðvestanlands. Þykktin hefur verið nærri 5400 metrum undanfarið og suma daga talsvert meira.
Sé aðfallslina þykktar og hita reiknuð kemur í ljós að hiti hækkar um það bil 0,4 til 0,5 stig við hverja 10 metra aukinnar þykktar (1 dekametra) og að línan sker 0°C í kringum 5240 metra. En stundum bregður mikið út frá þessu. Frostlaust getur verið við lægri þykkt og mikið frost þótt þykktin sé meiri.
Eftir þessu meðalsambandi að dæma verður ekki frost við sjávarmál innan lokuðu 5320 metra jafnþykktarlínunnar. Frostmarkið á þar að vera í um 300 til 500 metra hæð yfir sjó. En samt er spáð næturfrosti inn til landsins langt niður fyrir þessi hæðarmörk. Til þess að það geti orðið þurfa hitahvörf að myndast í neðstu lögum. Það gerist ekki nema í hægum vindi og léttskýjuðu veðri. Þegar við notum þykktina til að gera hitaspár þurfum við að vita þetta.
Í ljós kemur við athugun að frostmarksþykkt í hægu og björtu er mjög misjöfn eftir stöðum á landinu. Frostgæfustu staðir landsins eru í næturfrosthættu jafnvel þótt þykktin sé á bilinu 5400 til 5440 metrar sé vindur hægur og veður bjart. Á öðrum stöðum frýs trauðla við svipuð skilyrði fyrr en neðan við 5280 metra. Sé vindur hvass getur hið gagnstæða átt við - loftið blandast þá betur heldur en meðaltalið gefur til kynna. Þá þarf þykktin að fara niður fyrir 5200 metra til þess að það frjósi.
Einnig ætti að veita því athygli að þar sem vindur stendur upp bratta fellur hiti um 1 stig á hverja 100 metra hækkun (sé loft ekki rakamettað). Þar getur því frostmark verið i 300 metra hæð þótt það sé annars í 500 metrum.
En annars vonum við að spáin sé vitlaus og að þykktin fari ekki svona langt niður - eða þá að vindur hræri svo vel í að lágstæð hitahvörf myndist ekki.
Spár um örlög fellibylsins Katiu eru nú að fá betri skerpu. Hann náði upp á fjórða fellibyljastig í morgun - en hefur nú slaknað heldur aftur og er þegar þetta er skrifað (um miðnæturbil) dottinn niður á annað stig. Uppáhaldsstefna fellibylja á heimaslóðum er í vestnorðvestur og norðvestur en um síðir leita þeir til norðausturs - venda sem kalla má (e. recurve). Katia á að venda aðra nótt og vart síðar en á fimmtudag. Þá tekur hann strikið til norðausturs inn á Norður-Atlantshaf.
Fellibyljamiðstöðin í Miami gerir ráð fyrir því að fellibylurinn muni umturnast í riðalægð á laugardag og verði á sunnudag kominn norður á 53°N og 29°V. Eins og venjulega eru engar spár sammála um það hvernig síðan fer. Í dag stefndu flestar spár bylnum til Færeyja eða Bretlands og gerðu mismikið úr.
Evrópureiknimiðstöðin sendir hann um Hjaltland til Noregs á þriðjudag í næstu viku. Kanadíska veðurstofan er með svipaða stefnu en miklu slappari lægð. Bandaríska veðurstofan leyfir sér að skipta um skoðun fjórum sinnum á dag en síðast þegar fréttist var stefna mjög djúprar lægðar sett milli Íslands og Færeyja. Breska veðurstofan var heldur linari en lægðinni spáð nær Íslandi. Við verðum að fylgjast með þessu enn um sinn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 90
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 2011
- Frá upphafi: 2412675
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 1761
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Til gamans var ég á ferðinni 5. sept. 2005 og fór í Ásbyrgi snemma dags.
Síðan að Dettifossi um kl. 10-11. Þá komin NA-átt en róleg. Aðeins svalara.
Held síðan áfram einsog leið ligur um Grísstaði og yfir Jökulsána.
Áðleiðis að Herðubreið, en brátt breytis veður í"snjó-smell" eins kallað er fyrir
norðan, af sterkum norðaustan. Þykk ský veltast um og jörð verðu nær ÖLL HV'IT
og þar með fjöllin drifhvít á um einni stundu. Herðubreið sérstaklega falleg
svon hvít. Vestufjöllin fá á sig góða hvíta hettu og heimleiðis að Húsavík eru
Kinnarfjöllin mjög fallega drifhvít att að um 500 metra línu- afar jöfn.
Gæti sent þér margar myndir frá þessum degi. Kveðja Jón Ármann Héðinsson
Jón Ármann HEDINSSON (IP-tala skráð) 8.9.2011 kl. 14:23
Þakka þér fyrir Jón Ármann. Ég þigg alveg mynd af Kinnarfjöllunum ef þú átt hana á lager - ef hún er ekki mjög stór.
Trausti Jónsson, 9.9.2011 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.