Köldustu septemberdagarnir

Viđ lítum nú á köldustu septemberdagana frá og međ 1949 - ađ međaltali yfir landiđ í heild. Ţađ kemur ekki á óvart ađ ţeir eru allir seint í mánuđinum.

Fyrst koma ţeir dagar sem eru kaldastir ađ međaltali:

ármándagurmeđalhiti
1969930-1,27
1954927-0,71
1969929-0,41
1954925-0,22
1994929-0,06
1975929-0,01
19819300,16
20059240,31
19549260,35
19749230,37
19549290,38
19699280,40
19549280,42
19949300,43
19689300,44

Hálendisstöđvar eru ekki međ í međaltalinu. Viđ sjáum ađ 6 dagar síđustu 61 árin hafa endađ međ međalhita neđan frostmarks. Eftirminnilegur dagur er í efsta sćti lístans, 30. september 1969. Á hann hefur áđur veriđ minnst á hungurdiskum - daginn áđur var hríđ um mikinn hluta landsins og mikil röskun á umferđ.

Síđasta vika september 1954 var einnig óvenjuleg fyrir kulda sakir. Ţann 27. mćldist mesta frost sem mćlst hefur í ţessum mánuđi, -19,6 stig í Möđrudal. Vonandi verđur slíkt ekki endurtekiđ á nćstunni. Á listanum er ađeins einn dagur á nýrri öld, 24. september 2005. Ţá segir í annálum ađ hjólhýsi hafi fokiđ heilan hring á tjaldstćđi viđ Skagaströnd.

Listinn yfir lćgsta međallágmark er ekki alveg eins.

ármándagurmeđalhiti
1994930-3,52
1954927-3,17
1994929-2,98
1969930-2,90
1954926-2,88
1975929-2,87
1954929-2,86
1982922-2,35
1954928-2,33
1975930-2,29

Hér skýtur 30. september 1994 öđrum ref fyrir rass, en sá 27. 1954 er enn í öđru sćti. Fáeinar veđurstöđvar eiga sín lágmarksmet ţennan dag 1994 (sjá listann í viđhenginu).

Og alltaf er áhugavert ađ líta á lista yfir lćgstu hámörk.

ármándagurmeđalhiti
19699301,59
19699291,80
19749232,49
19909202,64
19549282,66
19889262,72
19889292,87
19549262,90
20059252,92
19549272,94

Ţar fer 1969 aftur á toppinn og 2005 er aftur á listanum, en ţarna koma inn bćđi 1988 međ tvo afspyrnukalda daga og 1974 međ einn.

En listi yfir septemberlágmörk allra stöđva er í viđhenginu. Hann er ţrískiptur, fyrst koma allar sjálfvirku stöđvarnar - ţar koma kuldaköst síđustu 15 ára vel fram. Ţar fyrir neđan er listi yfir mönnuđu stöđvarnar 1961 til 2010 og loks listi yfir lágmarkshita mannađra stöđva 1924 til 1960.

Ástćđa er til ađ geta ţess ađ lćgsti hiti sem mćlst hefur í september í Reykjavík er -4,8 stig. Mćldist í miklu kuldakasti ţann 29. 1899. Í ţeim mánuđi varđ alhvítt í Reykjavík ţann 22.

Fellibylurinn Katia er ekki fellibylur í augnablikinu heldur hitabeltisstormur. Heldur ţó áfram leiđ sinni til vestnorđvesturs. Hann er nú á leiđ undir háloftavindstreng sem tćtir ofan af uppstreymiskerfinu. Tölvuspár eru enn ósammála um framhald stormsins (eđa fellibylsins) og gera ýmist ekkert úr honum eđa ţá mikiđ hér á norđuslóđum. Viđ fylgjumst međ svo lengi hann lifir.

En nördin ćttu ađ kíkja á viđhengiđ. Ţađ má afrita og líma inn í töflureikni og rađa á ýmsa vegu. Variđ ykkur ţó á ţví ađ met sem sett eru á stöđvum sem ađeins hafa athugađ í eitt til ţrjú ár eru afskaplega veigalítil. Mesti kuldi sýnir ekki tennur sínar nema á margra ára fresti.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ var mikiđ frost víđa um land ađfaranótt 27.sept. 1954. Hér skrifađ í veđurdagbók, auk Möđrudals, Grímsstađir 14 stig, Síđumúli 11 stig og Ţingvellir 8 stig. Ţađ sem gerđi ţessa nótt eftirminnilega var ađ ţá rigndi 20,4 mm á Stórhöfđa. Kl. 9:30 ađ morgni ţann 26. var alhvítt á Stórhöfđa eftir él, snjódýpt tćpur sentimetri.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 4.9.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir fróđlega athugasemd Óskar. Ég sé fyrir mér litla kuldalćgđ sem valdiđ hefur rigningunni. Ćtli snjódýptin sem ţú nefnir sé ekki sú mesta í september á Stórhöfđa ásamt snjónum ţann 29. september 1969? Dálitiđ gat er í tölvuskrám Veđurstofunnar um snjódýpt á árunum 1956 til 1964. Viđ ţurfum ađ fara ađ fylla upp í ţađ.

Trausti Jónsson, 5.9.2011 kl. 01:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020524b
  • w-blogg020524a
  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 393
  • Sl. sólarhring: 453
  • Sl. viku: 902
  • Frá upphafi: 2351693

Annađ

  • Innlit í dag: 371
  • Innlit sl. viku: 808
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 355

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband