Munur á sjávarhita vestanlands og austan

Áhugi ritstjóra hungurdiska á árstíđasveiflunni brýst nú enn fram á blogginu. Í ţetta sinn lítum viđ á hvernig munur á sjávarhita vestanlands og austan breytist međ árstíma. Játa verđur ađ sá sem skrifar er ekki nema mátulega inni í smáatriđum hringrásar hafsins í kringum landiđ og eru lesendur beđnir um ađ líta ekki allt of hörkulega á hugsanlegar ályktunarvillur.

Hér eru sjávarhitamćlingar í Grindavík, Reykjavík og á Suđureyri viđ Súgandafjörđ fulltrúar Vesturlands, en Raufarhöfn, Ţorvaldsstađir viđ Bakkafjörđ og Teigarhorn útvega tölur ađ austan. Taka verđur fram ađ ekki má taka tölurnar allt of hátíđlega - en lögun árstíđasveiflunnar stendur.

w-blogg270811

Lóđrétti ásinn sýnir hitamuninn, jákvćđur munur sýnir ađ hlýrra er viđ Vesturland allt áriđ. Lárétti ásinn sýnir mánuđi ársins - í eitt og hálft ár. Ţetta er gert til ađ sjá lögun ferilsins bćđi vetur og sumar.

Ţótt hlýrra sé viđ Vesturland allt áriđ er munurinn mjög mismikill. Svo vill til ađ ferillinn fylgir sólarhćđ í stórum dráttum. Mestur er munurinn um hálfum mánuđi fyrir sólstöđur, en minnstur í kringum vetrarsólhvörf. En ekki rćđur sólin ein, munur á breiddarstigi landshlutanna er ekki nćgur til ţess. Eitthvađ fleira kemur ţví viđ sögu.

Veđurfrćđingurinn veit ađ sjávarhiti rćđst bćđi af ađstreymi annars stađar ađ sem og af blöndun yfirborđssjávar viđ ţann sjó sem skammt er undir yfirborđi. Grunur leikur á ađ hvassari vindar á vetrum dragi úr lagskiptingu efstu sjávarlaga. Kannski útskýrir ţađ hvers vegna munurinn á landshlutunum er minnstur á vetrum, einmitt um ţađ leyti sem stormatíđni er sem mest.

Munurinn fer síđan ađ vaxa um miđjan febrúar - einmitt ţegar fer ađ draga úr tíđni illviđra. Ţađ er samt grunsamlegt ađ ţetta tvennt gerist á nákvćmlega sama tíma. Mađur skyldi halda ađ allgóđ blöndun héldi áfram ađ eiga sér stađ mestallan veturinn. Alla vega er líklegt ađ fleira komi hér til.

Ađ vetrinum ríkir mikil samkeppni ísmyndunar og ísbráđnunar yfir kalda sjónum viđ Austur-Grćnland. Reyndar er ţađ svo ađ ţrátt fyrir ađ ísútbreiđslan aukist allt fram í apríl á miskunnarlaus bráđnun sér stađ allan veturinn. Myndun hafíss dregur úr lagskiptingu međan á henni stendur - en ţegar bráđnun nćr undirtökunum vinnur hún á móti blöndun - og lagskipting vex.

Svo virđist sem keppnin milli blöndunar og lagskiptingar sé ójöfn vestanlands og austan. E.t.v. hefur ađstreymi brćđsluvatns ađ norđan vinninginn austanlands frá ţví í febrúar og fram á sumar en blöndunin hafi betur undan Vesturlandi. En hér er ég ađ fara út fyrir mín frćđi og mál ađ vangaveltum linni áđur en ţćr fara um víđan völl.

Minnstur munur reiknast munurinn á gamlársdag, 31. desember - tökum ţá dagsetningu ekki bókstaflega og ekki heldur ađ hámarksmunur reiknast ţann 8. júní. Meiri spurning er hvort toppurinn sem er áberandi milli 20. maí og 20. júní er marktćkur. Ţađ er merkilegt ef svo er. Frá ţví um 20. júní og fram undir mánađamót ágúst og september helst munurinn svipađur en úr ţví virđist blöndun aukast. Sennilega er sjórinn viđ Vesturland ţá betur blandađur heldur en eystra og aukin vindáhrif sjáist ţví betur viđ Austurland.

Í hafíssögu landsins vekur athygli ađ ţrátt fyrir ađ hafís hafi alloft ţvćlst viđ Austfirđi á sumrin á fyrri tíđ hvarf hann nánast undantekningalaust ţađan í ágústlok, jafnvel snögglega. Er ţađ einhver gáta?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurđsson

Sćll.

Ég reikna međ ađ ţetta séu gögn framsett sem međaltal einhvers árafjölda. Ţađ vćri fróđlegt ađ bera saman vindrósir Vesturlands og Austurlands á sama tíma og skođa síđan síđustu 10 ár á hvorum helming fyrir sig, annarsvegar ríkjandi vindátt og hinsvegar sjávarhita. Ég hef grun um ađ síđustu ár hafi veriđ óvenju ţrálátar SV áttir ađ vetri og NA ađ sumri, fyrir Austan, en ţađ gćti veriđ meira tilfinning en sannleikur. Sumariđ er amk. ekki yfir ţá mánuđi sem eiga ađ kallast sumarmánuđir.

Sindri Karl Sigurđsson, 27.8.2011 kl. 20:56

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Sindri: Ţetta eru gögn frá árunum 1961 til 1990. Ekki eru ţó öll árin međ á öllum stöđvum og veldur ţví ađ ég vara viđ ţví ađ tölurnar séu teknar alveg bókstaflega - en árstíđasveifla mismunarins er svona. Ég hef hugsađ mér ađ fjalla um ţetta vindáttarmál sem ţú nefnir síđar - einhvern tíma ţegar sumariđ er alveg liđiđ.

Trausti Jónsson, 28.8.2011 kl. 02:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 930
  • Sl. viku: 2326
  • Frá upphafi: 2413760

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2145
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband