25.8.2011 | 01:04
Heimshöfin – nokkrar staðreyndir (þurr rolla um sjóinn)
Við lítum á nokkrar staðreyndir um heimshöfin og eina erfiða (?) mynd.
Heimshöfin eru köld, meðalhiti þeirra er um 4°C en meðalselta um 35,5 seltueiningar (seltueining [p.s.u] er nærri þúsundastahluta massa). Aðeins 0,05 prósent heildarrúmmálsins er yfir 28°C. Meðalyfirborðshitinn er 19°C og meðalyfirborðsselta 35,2 seltueiningar. Um 11 prósent yfirborðsins er 28°C eða hlýrra og 57% yfirborðsins er 20°C eða meira. Það er yfirborð sjávar sem hefur samskipti við lofthjúpinn. Yfirborðið er miklu hlýrra og heldur selturýrara en megnið af sjónum.
Undirdjúpin haldast köld vegna þess að þangað berst sífellt kaldur sjór að ofan. Kólnunin á sér stað á heimskautasvæðunum, bæði í norður- og suðurhöfum þar sem lóðrétt jafnvægi sjávar raskast og sjór getur sokkið. Loft verður hins vegar óstöðugt vegna hitunar neðanfrá. Úrkoma og afrennsli af landi auka lóðréttan stöðugleika sjávar (yfirborðsselta minnkar), en uppgufun dregur úr honum (yfirborðsselta vex). Upphitun við inngeislun eykur stöðugleikann ef seltustig helst óbreytt, kæling minnkar hann.
Hér er hin erfiða mynd dagsins. Hún er fengin úr myndarlegri grein eftir Peter J. Webster (tilvitnun hér að neðan).
Neðsta línan sýnir breiddarstig. Miðbaugur jarðar er lengst til vinstri en norðurskaut lengst til hægri. Miðsvæði myndarinnar sýnir hvar upphitun (rauður litur) og kæling (blár litur) sjávaryfirborðs á sér stað. Upphitun á sér stað norður undir 30 gráður norðlægrar breiddar, en þar fyrir norðan kólnar sjávaryfirborð.
Á efsta hluta myndarinnar er línurit. Þar táknar bókstafurinn ú úrkomu, en bókstafurinn u uppgufun. Línuritið sýnir mismun úrkomu og uppgufunar sem strikalínu sem vindur sig umhverfis lárétta heildregna línu. Táknið < lesist sem minni en og táknið > lesist sem meiri en.
Nú má vonandi sjá að skipta má yfirborði sjávar í fjögur belti eftir breiddarstigum. Þessi belti samsvara að nokkru leyti veðurbeltunum. Næst miðbaug er svæði þar sem úrkoma er meiri heldur en uppgufun. Sólgeislun er líka mikil. Hvort tveggja eykur stöðugleika sjávar. Þar myndast því svæði með mjög hlýjum og tiltölulega ferskum sjó. Þessi svæði nefnast á ensku warm pools, á hráíslensku, hitapollar. Þetta er ljót þýðing og verður lögð niður þegar heppilegra orð birtist. Hitapollurinn í vestanverðu Kyrrahafi er langmestur og mikilvægastur þessara polla (West Pacific Warm Pool, WPWP). Það er skylda veðurnörda að kannast við hann.
Í hlýtempraða beltinu, undir heiðríkum himni háþrýstisvæðanna sem ríkja á þeim slóðum er inngeislun mikil, en inngeislunarorkan fer aðallega í uppgufun sjávar og selta eykst því í þesu belti. Uppgufun er meiri heldur en úrkoma.
Í vestanvindabeltinu er kæling mikil og úrkoma mikil, úrkoman er meiri heldur en uppgufun. Kælingin dregur úr stöðugleika, en úrkoman eykur hann. Hér skiptir því miklu máli fyrir stöðugleika hver seltan er þegar sjórinn kemur inn á svæðið að sunnan.
Á heimsskautasvæðunum standast uppgufun og úrkoma nokkurn veginn á (rauða strikalínan lengst til hægri á myndinni) En hins vegar eykst selta við það að sjór frýs (saltskiljun). Þar með dregur úr stöðugleika (bláa strikalínan á að minna á þetta).
Þessi stöðugleikatilbrigði ýta undir það sem oftast er kallað varma-seltu-hringrás heimshafanna (eða færibandið). Ég kýs hins vegar af sérvisku minni að nota á íslensku orðið flothringrás um þetta fyrirbrigði. Sjórinn hefur gott flot þar sem úrkoma og inngeislun auka stöðugleika en verði hann óstöðugur getur hann misst flot og sokkið.
Tilvitnun:
P.J. Webster (1994) The Role of Hydrological Processes in Ocean-Atmosphere Interactions. Reviews of Geophysics, 32;4, bls. 427-476.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:12 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 288
- Sl. sólarhring: 371
- Sl. viku: 1250
- Frá upphafi: 2421350
Annað
- Innlit í dag: 269
- Innlit sl. viku: 1109
- Gestir í dag: 263
- IP-tölur í dag: 260
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.