Vesturlandsdragiđ? Suđausturhryggurinn?

Ţótt ţrýstisviđiđ yfir landinu sé síbreytilegt frá klukkustund til klukkustundar og frá degi til dags sjást fyrirbrigđin sem nefnd eru í fyrirsögninni furđu oft í gegnum allan breytileikann. Ekki hafa ţau ţó veriđ nefnd sérstökum nöfnum ţar til nú - enda ekki víst ađ ástćđa sé til nafngiftar. En í ţessum pistli fá ţau ađ holdgerast einu sinni - (ţótt ekki sé nýjársnótt).

w-blogg120811a

Kortagrunnur í myndum er gerđur af Ţórđi Arasyni. Fyrsta myndin á ađ sýna Vesturlandsdragiđ en ţađ er sveigja sem kemur á ţrýstilínur yfir landinu ţegar vindátt er austlćg. Landiđ aflagar ţrýstisviđiđ á ţennan hátt. Ţađ fer eftir vindátt (almennri stefnu ţrýstisviđsins á svćđinu), vindhrađa (almennum ţrýstibratta á svćđinu) og stöđugleika loftsins hversu áberandi ţađ er.

Ekki verđa hér taldir allir fylgiţćttir dragsins, en nefnum samt ţrjá: i) Meiri vindhrađi er undan Mýrdal, Eyjafjöllum og viđ Vestmannaeyjar heldur en hiđ almenna ţrýstisviđ gefur tilefni til. ii) Aukinn ţrýstibratti undan Vestfjörđum eykur vind á ţeim slóđum. iii) Bjartviđri í innanverđum Húnavatns- og Skagafjarđasýslum. Vindur stendur ţar af landi og hindrar ríkjandi norđaustanátt í ađ ná inn á svćđiđ. Viđ ţessa mótstöđu verđur til samstreymissvćđi á annesjum og ţar er oft úrkoma, snjókoma á vetrum í ţessari stöđu.

Ađ sumarlagi er myndin yfirleitt allt önnur.

w-blogg120811b

Ţá er tilhneiging til lćgđarmyndunar yfir landinu, lćgđardragiđ breiđist til austurs og dćmigerđ lögun ţrýstilína í austlćgum áttum verđur eins og kortiđ sýnir. Ţá er algengt ađ óljós hćđarhryggur liggi vestur um Skaftafellssýslur og ţar er ţá hćgur vindur og ţokuloft. Ađalafleiđing sumaraflögunar ţrýstisviđsins kemur fram á Norđurlandi. Í austlćgum áttum sveigir landiđ ţrýstisviđiđ ţannig ađ vindur blćs af hafi í Húnavatns- og Skagafjarđarsýslum, en á Norđausturlandi vill vindur frekar standa af suđaustri og vinnur á móti innrás sjávarloftsins. Í heildina kemur ţetta ţannig út ađ hlýir dagar eru fleiri á austanverđu Norđurlandi heldur en á ţví vestanverđu.

Síđasta mynd ţessa pistils sýnir dćmigerđa hringrás yfir landinu ađ deginum á sumrin.

w-blogg120811c

Bláu örvarnar sýna stefnu hafgolunnar kl.15 eins og hún reiknađist í gamalli greinargerđ minni um dćgursveiflu vinds í júnímánuđi (mynd 10, bls. 8). Hún stendur alls stađar nánast beint af hafi inn yfir ströndina. Brúnu, stóru, örvarnar sýna hins vegar áhrif ţeirrar aflögunar sem landiđ veldur á ţrýstisviđinu og rćtt var um hér ađ ofan. Sé ţrýstisviđiđ mjög flatt fyrir hefur hin eiginlega hafgola undirtökin og blćs vindur ţá af vestri bćđi í Borgarfirđi og viđ Breiđafjörđ, sé áttin hins vegar austlćg tekur hún völdin af hafgolunni - eins og myndin sýnir. Vindur í Borgarfirđi og viđ Breiđafjörđ vex ţá af landi um miđjan daginn og stundum nćr sjávarloftiđ úr Húnaflóa suđur um. Er ţetta eins konar öfug hafgola?

Hitalćgđin yfir landinu er ţó ekki öll sem sýnist ţví athuganir á hálendinu sýna mjög litla dćgursveiflu ţrýstings ţótt mjög greinileg hitalćgđ komi fram ţegar hann er leiđréttur til sjávarmáls. Reiknitilraunir Haraldar Ólafssonar og félaga munu vonandi skýra ţetta dularfulla mál ađ fullu en Haraldur og Reiknistofa í veđurfrćđi standa fyrir mörgum athyglisverđum reikniverkefnum sem varpa ljósi á ýmis fyrirbrigđi í veđurfari hérlendis, sérstaklega ţau sem varđa vinda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvađ öđrum finnst, en mér finnst ađ ég skilji örlítiđ meira í gangi veđurs á landinu eftir ţessar skýringarmyndir. Takk fyrir ţetta, Trausti.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 12.8.2011 kl. 09:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.5.): 192
 • Sl. sólarhring: 394
 • Sl. viku: 1882
 • Frá upphafi: 2355954

Annađ

 • Innlit í dag: 177
 • Innlit sl. viku: 1751
 • Gestir í dag: 174
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband