Dćgurhámörk ágústmánađar - á landsvísu

Hungurdiskar hafa oft litiđ á hćsta hámarkshita einstakra mánađardaga og hér koma metin í ágúst. Listinn er í viđhenginu og má ţar auk dćgurmetanna sjálfra finna bćđi ártöl og stađsetningar.

En viđ lítum á myndina:

w-blogg060811

Lárétti ásinn sýnir daga ágústmánađar, en sá lóđrétti hámarkshita. Viđ sjáum strax ađ rauđa línan (leitnin) fer ákveđiđ niđuráviđ allan mánuđinn, hallinn er um ţađ bil 0,1 stig á dag. Reyndar mćtti e.t.v. draga hana í tvennu lagi - fyrst flata fram yfir ţann 10. og síđan međ ţví meiri halla afgang mánađarins.

Hitamet mánađarins er nýlegt, sett 11. ágúst 2004 á Egilsstađaflugvelli, 29,2 stig. Egilsstađir eiga líka tvo ađra daga, ţann 7. og ţann 8. - áriđ var 1994. En - metiđ sem Egilsstađaflugvöllur sló var innan viđ sólarhringsgamalt ţví ágústmet hafđi einnig veriđ slegiđ daginn áđur, 29,1 stig mćldust ţá í Skaftafelli. Hitabylgjan 2004 hreinsađi upp sex dćgurmet í röđ, frá og međ 9. til og međ 14. Ţessi ótrúlega hitabylgja hefur komiđ áđur viđ sögu í pistlum hungurdiska.

Hitabylgjan seint í ágúst 1976 heldur enn fjórum dögum á valdi sínu, 26., 27., 28., og 29. Í ţeirri umferđ var hitinn hćstur á Akureyri ţann 28., 27,7 stig. Hitinn varđ nćrri ţví eins hár á Seyđisfirđi daginn áđur. Ţađ er eftirtektarvert ađ hitinn á Akureyri ţann 27. er um ţremur stigum yfir leitnilínunni rétt eins og Skaftafell og Egilsstađir í 2004-bylgjunni. Um síđir (kannski fyrir áriđ 2500) verđa allir dagar búnir ađ ná ađ toppa ţessa leitnilínu međ 3 stigum eđa meira - alveg óháđ vaxandi hlýindum á heimsvísu, ţau flýta ađeins fyrir.

En 16. ágúst - sérstaklega - bíđur eftir hćrri tölu. Metiđ sem nú er skráđ á daginn (22,5 stig) er orđiđ meir en 70 ára gamalt - sett á Teigarhorni áriđ 1940. Lćgsta tala listans er 22,4 stig. Ţađ met er líka orđiđ mjög gamalt, sett 1939 á Hvanneyri í ţeirri merkilegu mánađamótahitabylgju viđ upphaf heimsstyrjaldarinnar síđari.

Hitabylgjan 2004 valtađi yfir gamla ágústmetiđ, 28,5 stig sem mćldist í Vík í Mýrdal ţann 11. áriđ 1939. Hálfsorglegt er ađ nýja metiđ skyldi einmitt falla á sama dag og ţađ gamla.

Elsta dćgurmetiđ í listanum er frá ţeim ólíklega stađ Grímsey, frá 18. ágúst 1876. Sennilegt er ađ ţessi hiti hefđi ekki mćlst í hefđbundnu skýli eđa á sjálfvirkri stöđ. En viđ leyfum tölunni ađ fylgja međ til vitnis um ţađ sem hugsanlega var mesta hitabylgja landsins á síđari áratugum 19. aldar. Fádćma hlýtt varđ ţá víđa um land - en veđurstöđvar voru fáar - ţví miđur.

Tvö önnur dćgurmet eru frá 19. öld, en frekar lágreist og bíđa slátrunar. Metaskrár fyrir 1924 eru á frumstigi ţannig ađ einhver met fleiri kunna ađ leynast í gögnunum. En lítiđ á viđhengiđ.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trausti. Held ađ stöđvarnafniđ viđ metiđ ţann 26. hafi misritast og eigi ađ vera Kollaleira.

Óskar J. Sigurđsson (IP-tala skráđ) 6.8.2011 kl. 10:54

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Metiđ ţann fyrsta á Akureyri er í raun frá ţví kl. 18 31. júlí 1980 en hćsta hámark sem ég hef fundiđ 1. ágúst er 25,2 stig á Seyđisfirđi 1968. Metiđ ţ. 12. á Hjarđarlandi er líka frá ţví kl. 18 daginn áđur en ţađ sem ég hef hćst fundiđ ţ. 12.  er 26,7 á Ţingvöllum 2004.  Ég hef veriđ ađ reyna ađ taka út tvöföld hámörk í mínum dagalistum eftir ţví sem ég ţykist hafa áttađ mig á ţeim. Mesti hiti sem ég hef fundiđ ţ. 6. er 25,0° á Hallormsstađ 1938 og ţ. 31. 22,5° á Hallormsstađ 1939. Metiđ á vesalings Lambavatni ţ. 17. 1941 trúi ég ekki á fremur en önnur met ţađan á ţessum árum. Hćst ţennan dag hef ég fundiđ 22,0 á Vopnafirđi 1977.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 6.8.2011 kl. 12:12

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Bestu ţakkir fyrir ábendingarnar báđir tveir. Hungurdiskar hafa valiđ ađ miđa viđ ţá daga sem tala er lesin af mćli og fćrđ til bókar - hvort sem kvikasilfriđ í hámarksmćlinum hefur náđ sinni mestu ţennslu ţann dag eđa daginn áđur. Ástćđan er fyrst og fremst sú ađ gagnasafniđ sem er notađ er ekki orđiđ nćgilega ţroskađ til ađ ritstjórinn geti greint ađ daga međ fullri vissu. Fyrir ţví eru nokkrar ástćđur, hin veigamesta er sú ađ ađ minnsta kosti fjórar ađferđir hafa veriđ notađar til dagamerkinga hámarkshita í áranna rás, smámunasamir myndu reyndar telja ađferđirnar fleiri. Ég treysti mér ekki til ađ hreinsa á ţennan hátt sumar stöđvar sum tímabil. Ţá er einfaldara ađ merkja hámörk ţeim dögum sem ţau eru fćrđ til bókar - ţar til allir dagar allra stöđva hafa veriđ afgreiddir á sambćrilegan hátt. Ţađ er svo auđvitađ rétt hjá Sigurđi ađ dćgurmetin eru nćgilega merkileg til ađ verđskulda yfirferđ af ţví tagi. Rökstuđningur ţarf ţá ađ fylgja hverri einustu breytingu - til ađ framtíđarnörd ruglist ekki í ríminu.

Trausti Jónsson, 7.8.2011 kl. 01:33

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 566
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 3689
  • Frá upphafi: 2430217

Annađ

  • Innlit í dag: 503
  • Innlit sl. viku: 3096
  • Gestir í dag: 487
  • IP-tölur í dag: 468

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband