Ágústhiti í Stykkishólmi 1808 til 2010

Við lítum nú á meðalhita í ágúst í Stykkishólmi í áranna rás.

 w-blogg310711

Lárétti ásinn sýnir árin og sá lóðrétti meðalhita ágústmánaðar. Við sjáum að hann hefur verið afskaplega breytilegur. Meðalhitinn 1961 til 1990 er 9,6 stig og meðaltal 19. aldar er 9,4 stig. Ekkert sérlega mikill munur. En samt er marktæk leitni á tímabilinu, 0,6 stig á öld.

Köldustu árin eru flest nærri upphafi raðarinnar. Þær tölur eru mjög óvissar, en fyrir utan þetta upphaf eru árin frá 1880 og fram yfir 1920 einna köldust að jafnaði. Hlýindaskeiðið mikla á 20. öld byrjaði eiginlega ekki fyrr en 1928 hvað ágústmánuð varðar, seinna heldur en í flestum öðrum mánuðum. Ágústhlýindum lauk 1950, en athyglisvert er að enginn verulega kaldur ágústmánuður hefur komið í Stykkishólmi síðan 1958.

Fyrstu ár 21. aldarinnar hafa verið fádæma hlý í ágúst. Meðalhiti fyrstu 10 ára aldarinnar er 10,96 stig. Nærri 1,4 stigum ofan við meðaltalið áðurnefnda, 1961 til 1990. Hægt er að tala um þrep í hitanum með hinum hlýja ágústmánuði 2003. Nú er spurningin hversu lengi hlýindin standa og hvenær við fáum aftur jafnkaldan ágúst og 1958. Almenn hnattræn hlýnun frelsar okkur varla frá því.

Hlýjasti ágúst á myndinni er 1828. Meðalhiti hans er mjög óviss því hvergi var mælt á landinu svo vitað sé nema á Nesi við Seltjörn nærri Reykjavík. Samband sumarhita í Stykkishólmi og í Reykjavík er ekki sérlega gott auk þess sem brot er í mæliaðferðum á Nesi 1829. En sumarið 1828 var eitt hið besta á sinni tíð - ekki er vafi á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar litið er á þetta línurit virðist sem há gildi og sveiflur í þeim vera nokkuð jöfn, hins vegar fer greinilegt að lágu gildin breytast mikið. Af því má draga að sveiflur í veðurfari hafi minnkað mikið og sú hækkun meðalgildis sé vegna færri kaldra ágústmánaða. Það væri fróðlegt að bera þetta línurit við meðal árshita yfir sama tímabil.

Gunnar Heiðarsson, 31.7.2011 kl. 07:04

2 identicon

Þakka fróðlegan pistil Trausti. Fæ ekki betur séð en að línuritið sýni sterka leitni í þá átt að sveiflur í lofthita hafi minnkað mikið milli ára í ágúst í Stykkishólmi á árunum 1808 - 2010. Þessi vísindalega niðurstaða rímar illa við nýjasta trúboð kolefniskirkjunnar, 'Al Gore's 24 Hours of Reality', þar sem trúboðinn og hjálparkokkar hans, þ.á.m. einn íslenskur, fara mikinn 14. og 15. september nk. til að básúna auknar sveiflur í veðurfari!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 07:36

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Það er rétt Gunnar að aðalástæða hækkunar meðalhita er fækkun kaldra ágústmánaða. Það á líka við um árin - það línurit má sjá á loftslagssíðum Veðurstofuvefs (dálítið grafið). Ég birti endurnýjaða gerð síðar. Hilmar: Það er rétt sem þú segir um sveiflur milli ára. Ég hef nú skrifað nýjan pistil þar sem ég fjalla lítillega um þau mál.

Trausti Jónsson, 1.8.2011 kl. 01:23

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hilmar þú segir á þinni síðu að: „Ef rýnt er í gögn Trausta má sjá að ágústhlýnunin íStykkishólmi á 200 ára tímabili jafngildir 0,6 gráðum, sem vart telst mælanleg aukning og gæti með góðu móti flokkast sem suð (noise) m.t.t. innbyggðrar skekkju í mælingum.“

Áttar þig sem sagt ekki á því að Trausti talar um leitni um 0,6 gráður á öld.

Svo má velta fyrir sér hversu mikið ágústhitinn í Stykkishólmi endurspegli ástandið fyrir jörðina í heild þegar kemur að veðursveiflum.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.8.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 67
  • Sl. sólarhring: 93
  • Sl. viku: 1492
  • Frá upphafi: 2407615

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1320
  • Gestir í dag: 59
  • IP-tölur í dag: 56

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband