Júlíhiti í Stykkishólmi 1803 til 2010

Enn skal litiđ til baka. Ţađ er eitthvađ fullnćgjandi viđ ađ geta litiđ hitafar meir en 200 júlímánađa á einu bretti jafnvel ţótt skyggni til ţeirra sem fjarlćgastir eru sé mćtti vera betra. Viđ sjáum ţó móta fyrir landslaginu.

w-sth-julihiti

Lóđrétti kvarđinn sýnir júlímeđalhita í Stykkishólmi í gráđum, lárétti kvarđinn sýnir árin, ţau elstu lengst til vinstri. Gráu súlurnar sýna einstök ár, bláa línan er létt sía sem notuđ er til ađ sýna helstu áratugasveiflur og rauđa línan er reiknuđ leitni. Hún er lítil, ađeins 0,2 stig á öld, vćri meiri ef viđ byrjuđum reikningana um 1860. Mćlingar fyrir ţann tíma eru frekar óvissar aftur til 1830 og mjög óvissar fyrir ţann tíma.

Í júlí er vestanvindabelti jarđar nćst ţví ađ komast í hvíldarstöđu, lćgđagangur hér viđ land er ţá minnstur og sólin, snjófyrningar og sjávarhiti ráđa mestu um hitafar. Júlímánuđur er eini heili mánuđur ársins ţegar sjórinn er ađ međaltali kaldari heldur en loftiđ. Sýnir ţađ vel hversu sólin er öflug á ţessum árstíma minnsta ađstreymis lofts annars stađar ađ. Ekki er ţađ ţó svo ađ allt ađstreymi leggist af. Viđ höfum undanfarinn mánuđ t.d. séđ norđanađstreymiđ hafa undirtökin í baráttunni viđ ađstreymi hlýlofts ađ sunnan. Hér sunnanlands jafnađi sólin nćrri ţví metin - hún gćti ţađ ekki viđ sambćrileg skilyrđi á öđrum tímum árs - en norđanlands naut sólar ekki og kuldinn var ţá eftir ţví.

Á myndinni sjáum viđ ađ júlíhitinn var oftast sćmilegur á tímabilinu 1820 til 1860, hlýju mánuđirnir hafa betur, 1826 og 1827 eru ţó undantekningar. Tímabiliđ frá 1860 og fram yfir 1890 er ađallega kalt, ţó er ţar hlýjasti júlímánuđurinn, 1880, undanfari frostavetursins einstaka 1880 til 1881. Stöku gćđamánuđir koma síđan snemma á 20. öld, en ţrír skítkaldir júlímánuđir í röđ, 1921, 1922 og 1923 ljúka kuldaskeiđinu.

Síđan tekur tuttugustualdarhlýskeiđiđ mikla viđ. Allra mestu júlíhlýindunum er ţó lokiđ eftir 1945 og fyrsta syrpa af vondum júlímánuđum hefst 1961, 1962 og 1963 ţó verstur. Sumur ţessi voru ţannig bođberar kuldakastsins mikla sem plagađi landsmenn síđan áfram nćstu áratugina, einkennilegt hvernig hlýskeiđiđ mikla byrjar og endar á kuldajúlímánuđum ţvert ofan í hlýja vetur sömu ára - báđu megin hlýskeiđsins. Hvernig stendur á ţessu?

Júlí 1970 var síđan sá kaldasti frá 1887. Var litla-ísöld ađ byrja ađ nýju? Kuldinn hélt áfram, stundum einn og sér en oftar studdur af endalausri rigningu, veđur norđanlands var ţó stundum skárra í landáttinni. En 1991 kom allt í einu júlímánuđur á fullum hita og var sá hlýjasti í Stykkishólmi síđan 1933. Hvađ var á seyđi? Lengi leit út fyrir ađ ţetta vćri bara eitthvađ stakt og einmana, en síđan fóru 11 stiga mánuđir ađ detta inn međ aukinni tíđni, fyrst 1997, síđan ţrír í röđ, 2003, 2004 og 2005, 2006 var íviđ lakari en ţó betri heldur en flestir höfđu veriđ á kuldaskeiđinu. Loks komu fjórir 11 stiga mánuđir í röđ 2007, 2008, 2009 og 2010.

Ekki hefur neitt ţvílíkt gerst í meir en 200 ár. En hvađ nú - í júlí 2011?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 72
  • Sl. sólarhring: 328
  • Sl. viku: 2839
  • Frá upphafi: 2427391

Annađ

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 2542
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband