23.6.2011 | 01:01
Smælki um skýjaflokkun
Hungurdiskar hafa hingað til lítið fjallað um ský og skýjategundir. Hér er pistill um flokkunarkerfi Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Mjög margt má um ský segja, myndun þeirra, líf og eyðingu en framhaldi hér á hungurdiskum er ekki lofað - hvað svo sem síðar verður.
Hér að neðan er fjallað um alþjóðlega flokkun skýja glæsilegar myndir eru oftast auðfundnar við leit að viðkomandi skýjaheiti á netinu (google). Nafnalistinn er í pdf-viðhengi.
Ský eru samsett úr ógrynni örsmárra vatnsdropa eða ískristalla sem eru sífellt myndast og eyðast á víxl. Oftast lifir hver dropi ekki nema stutta stund, skýið sem við sjáum er ekki það sama og við sáum fyrir nokkrum mínútum. Hreyfing þess gefur ein og sér oft ekki neinar beinar upplýsingar um vindhraða. Dropar sem myndast áveðurs við fjall lyftast yfir það og eyðast hinu megin. Skýið getur þó virst fast á fjallinu allan liðlangan daginn í hvössum vindi. Ský sýnast vera hlutir en eru í raun birtingarmyndir hraðra ferla í samkeppni rakaþéttingar og uppgufunar. Ský eyðast á nokkrum mínútum ef þétting bregst.
Ský gefa upplýsingar um ástand lofthjúpsins á hverjum tíma. Þetta á bæði við um skýjaathuganir af jörðu niðri sem og gervihnattamyndir sem farið var að taka upp úr 1960. Áður en vísindalegar veðurspár komu til sögunnar var alvanalegt að menn lásu ský, hver í sinni heimabyggð og spáðu veðri næstu klukkustundir eða daga eftir útliti, þróun og hreyfingu skýjanna. Er miður að sú þekking er að glatast. Í skýjum myndast (nær) öll úrkoma sem á jörðina fellur.
Ský skiptast annars vegar í bólstra (cumuliform), en hins vegar fláka eða breiður (stratiform). Bólstrar eru oftast sérstakir, skýlaus bil eru milli þeirra. Flákarnir og breiðurnar geta þakið stór svæði en eru oft misþykk eða þá greinilega reitaskipt. Sumir telja þráðaský (cirriform) sérstakan ættboga. Allmikið alþjóðlegt nafnakerfi er til yfir ský og eru þau með því greind í meginflokka (tegund), undirtegundir og afbrigði á svipaðan hátt og dýr og plöntur.
Ský greinast í tíu meginættir eða flokka, sem eru (alþjóðlegar skammstafanir eru í sviga):
Klósigar cirrus (ci)
Blika cirrostratus (cs)
Blikuhnoðrar cirrocumulus (cc)
Netjuský - altocumulus (ac)
Gráblika altostratus (as)
Regnþykkni nimbostratus (ns)
Flákaský stratocumulus (sc)
Þokubreiða stratus (st)
Bólstraský cumulus (cu)
Skúra- eða éljaklakkur cumulonimbus (cb)
Hentugt þykir að greina á milli skýja hátt og lágt á lofti, jafnvel þótt þau séu að öðru leyti eins. Athugið vel að ekki er átt við hæð yfir sjóndeildarhring heldur hæð yfir sjó.
Hæðargreinarnar (étages) eru þrjár, háský, miðský og lágský. Fyrstu þrír flokkarnir hér að ofan teljast háský (skýjabotn er í yfir 4 km hæð yfir athugunarstað) og byrja erlendu nöfnin öll á cirro, næstu þrír flokkast sem miðský (2 4 km), tvö erlendu nafnanna byrja á alto- (sem reyndar þýðir há-). Síðustu fjórir flokkarnir eru kallaðir lágský og er botn þeirra í innan við 2 km hæð yfir athugunarstað hér á norðurslóðum. Á suðlægari breiddargráðum er hæðarskiptingin heldur gleiðari og er skiptingin milli miðskýja og háskýja þar sett við 6 km hæð. Regnþykkni getur náð niður í lágskýjahæð og upp í háskýjahæð og skúraklakkarnir, sem skilgreindir eru sem lágský, geta náð allt upp í háskýjahæð.
Úrkoma fellur nær eingöngu úr skýjum þriggja meginflokka, regnþykkni (nimbostratus), skúraklökkum (cumulonimbus) og þokubreiðu (stratus). Úrkoma úr þokubreiðum er ætíð mjög smágerð (úði). Einn og einn dropi, snjóflyksa eða kornsnjór dettur stundum úr bólstrum og tætist úr fláka og netjuskýjum sem liggja á fjöllum í hvassviðri og fyrir kemur að dropar eða snjóflyksur detta úr grábliku. Fari úrkoma að falla að ráði úr þessum síðarnefndu færast þau um leið milli flokka og fá viðeigandi úrkomuskýjanafn.
Flokkunarkerfi Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) er að meginstofni niðurstaða nefndar sem þáverandi alþjóðaveðurfræðistofnun (IMO) gaf út árið 1896. Nefndin byggði á hugmyndum sem þá voru um hundrað ára gamlar og höfðu smám saman verið að festa sig í sessi. Kerfið hefur ekki breyst mikið síðan þótt lyklakerfi það sem notað er til að breyta tegundarheitum í talnagildi í veðurskeytum hafi breyst lítillega. Breytingar á lyklun eru þó nánast engar frá 1949, en þá duttu nokkur skýjanöfn burt og önnur komu í staðinn, cirrus densus (þéttur klósigi) og cirrus nothus (falskur klósigi, klósigabastarður) sjást t.d. ekki lengur.
Áður en gervihnattamyndir og tölvuspár í þéttu neti komu til voru upplýsingar um gerð skýja mjög mikilvægar við veðurspár og áhersla var lögð á að rétt væri athugað. Eftir að tölvuspár bötnuðu og þær fóru að spá fyrir um myndun skýjakerfa og eyðingu þeirra hefur þetta mikilvægi minnkað og hefðbundin tegundagreining mun e.t.v. leggjast af við veðurskeytagerð í framtíðinni. Áhersla á skýjahulu og skýjahæð mun þó halda sér, en sítengdar myndavélar koma þá í stað hinna formlegu skeyta og er þegar farnar að gera það en veðurfræðingurinn og aðrir skýjaglópar verða áfram að vita sínu viti til að skilja það sem fer fram.
Uppsetning skýjanafna
Skýjanöfn eru sett fram á eftirfarandi hátt:
[Sjá pdf-viðhengi - skýjanöfnin koma þar á eftir því sem hér er að ofan]
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.