18.6.2011 | 01:35
Hvar í ósköpunum er hlýja loftið?
Við liggur að það sé utan við kortið. Jæja, það fer eftir því hvaða kröfur við erum að gera. Það er þrátt fyrir allt norðanátt og hún er sjaldan hlý. Hún hefur líka þann eiginleika að vera til þess að gera þung og fleygast því auðveldlega undir hlýrra loft ofan við. Þar er ástandið skárra, þykktin yfir landinu í dag var 5420 til 5444 metrar. Það er lélegt, en ekki afleitt, við viljum helst fara yfir 5500. Hvar er það loft?
Sumir lesendur kannast við svipinn á kortinu. Þetta er spá um hæð 500 hPa-flatarins um hádegi á morgun (laugardaginn 18. júní) - heildregnar, svartar línur og þykktina, rauðar, slitnar linur. Þykktin segir til um meðalhita lofts á milli 500 og 1000 hPa-flatanna, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Í grófum dráttum fylgjast hæðar- og þykktarlínur að, en þó ekki alveg, síst í námunda við vaxandi lægðir og einnig þar sem hæðarsviðið er mjög flatt. Mikil flatneskja er á þessu korti eins og venjulega á sumrin, en þó er vindstrengur þvert yfir hafið frá Nýfundalandi og austur til Frakklands.
Skemmst er frá því að segja að þar er hlýja loftið sem við viljum fá til okkar. ég hef sett rauða, þykka línu nokkurn veginn þar sem 5520-þykktarlínan liggur. Eins og staðan er í augnablikinu er hingaðkoma hennar ekki í augsýn.
Við sjáum þó að vestur af Noregi er þykktin ofan við 5460 á allstóru svæði. Gallinn er sá að þessi hlýja er að nokkru fest þar við akkeri, hún verður til við niðurstreymi í skjóli fjallgarða Skandinavíu. Eitthvað kann þó að slitna hingað. Svipað er hér við Suðvesturland, lítilsháttar niðurstreymi er í skjóli landsins auk þess sem sólin belgir þykktina lítillega út að deginum. Það táknar að sæmilegir dagar geta komið á Suðvesturlandi og e.t.v. víðar þar sem vindur stendur af landi.
En við verðum að halda áfram að vona. Allt kortið er fullt af smálægðum, litlum kuldapollum sem reika þar um stefnulítið, aðeins vottar fyrir hæð við Norðaustur-Grænland.
Síðan háloftaathuganir hófust er vitað um eitt sumar þar sem þykktin yfir landinu fór aldrei yfir 5520 metra, það var 1979. Þykkt eins og sú sem er yfir landinu núna er mjög algeng á sumrin í venjulegu árferði. Höfum í huga að árferði hefur ekki verið venjulegt í júní undanfarin ár.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 10
- Sl. sólarhring: 114
- Sl. viku: 1616
- Frá upphafi: 2457365
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1460
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Já, hvar er hlýja loftið? Á hverjum morgni fer ég í tölvuna og skoða frá þér færslunar. Þetta vor og það sem komið er af sumri er að verða eitt af þeim verri sem ég man eftir. Þó segja megi að við í Hrútafirðinum hafi að sumu leyti sloppið betur en sumstaðar, við fengum ekki snjó í byggð. Ég man vel eftir 1979 og hef verið að vona að eiga ekki eftir að fá annað eins og þetta er nú ekki orðið eins slæmt að öllu leyti. En þakka þér allann fróðleikinn. Veður og öll sú fræði sem því fylgir, meðtekur maður eins og þyrstur maður vatn.
Kveðja.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 09:27
Sæll. Ömmu minni leist ekkert á veðrið ef hæð var yfir Grænlandi og lægð á leiðinni úr suðri held ég. Ég man þetta ekki nákvæmlega en hún hafði nokkuð oft áhyggjur af þessu. Getur þú spáð í hvað hún meinti miðað við þessar fátæklegu upplýsingar?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 18.6.2011 kl. 17:37
Hún átti við að vindur færi vaxandi af norðaustri eða austri - það er oftast ekki gott.
Trausti Jónsson, 19.6.2011 kl. 01:19
Ég þakka hlýjar kveðjur Gunnar.
Trausti Jónsson, 20.6.2011 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.