13.6.2011 | 01:04
Hlýindi fara forgörðum að mestu
Íbúar Suðvesturlands og nokkrir fleiri fengu góðan og hlýjan hvítasunnudag en heldur var dauft víða fyrir norðan og austan í 4 til 6 stiga hita. Þetta er sérstaklega leiðinlegt vegna þess að hlýtt loft er ofar. Ekki þarf að fara nema í 1200 til 1500 metra hæð til að finna hlýrra loft en það sem undir liggur, hvað þá ef tækist að ná hlýindunum efra niður. Hlýja gusan sem kom frá Noregi hefur nú náð vestur til Grænlands en rýrnar smám saman næstu daga. Við lítum á 500 hPa spákort sem gildir kl. 12 á morgun (annan í hvítasunnu).
Eins og venjulega er hæð 500 hPa-flatarins frá jörð sýnd með svörtum, heildregnum línum, en þykktin með rauðum strikalínum. Þykktin er mælikvarði á meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs. Fyrir norðan land er hlýtt loft. Við sjáum 5520 línuna bæði yfir Grænlandi og vestur af Noregi, það er 5460 þykktarlínan sem er yfir landinu sunnanverðu. Við viljum helst hafa þykktina enn meiri á sumrin, en sunnudagsblíðan sýndi að þykkt í kringum 5460 getur gefið vel af sér, standi vindur af landi.
Gamlir kuldapollar reika um hafið suðurundan og virðast eiga að gera það áfram.
Þeir sem sjá vel taka eftir dálitlu lægðardragi við Suðausturland, því fylgir einhver úrkoma um leið og það fer vestur um. Við tökum ekki afstöðu til þess hvort henni tekst að spilla mánudagsblíðunni. Kalt loft úr norðri stingur sér enn undir hitann norðurundan.
Nyrst á kortinu má sjá mjög ómerkilegan kuldapoll - með allra ómerkilegustu kuldapollum. Miðjuloftið í honum (5340 metrar) er talsvert hlýrra heldur en sá kuldi sem angrað hefur okkur að undanförnu og er í neðstu lögum ekkert kaldara heldur en það loft sem í dag (sunnudag) var yfir Norðurlandi.
Á leið sinni til suðvesturs næstu daga mun hann hins vegar klippa í sundur hlýja bandið fyrir norðan land og þar með valda enn frekari töfum á því að við fáum almennilega hlýtt loft til landsins. Með almennilega hlýju lofti á ég við að þykktin fari upp í 5550 metra eða ofar. En kannski eigum við bara að þakka fyrir að fá 5400 til 5460 í stað þeirra 5250 sem plagað hafa okkur fram undir þetta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 96
- Sl. sólarhring: 272
- Sl. viku: 2394
- Frá upphafi: 2414058
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 2205
- Gestir í dag: 89
- IP-tölur í dag: 88
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Við höfum haft þann sið, gömlu hjónin, að fara norður í Mývatnssveit í dagsferð áður en júnímánuður er hálfnaður í allmörg ár. Við héldum þeirri venju í ár og skruppum þangað í fyrradag (laugardaginn 11.6.) og ansi er yfirbragð sveitanna austan Eyjafjarðar lakara en undanfarin ár. Kalskemmdir eru verulegar í túnum og víða eru bændur að bylta þeim og endurrækta eftir því sem þeir geta, en fé er víða á túnum hjá sauðfjárbændum enn, því lítill sem enginn gróður er í úthaga enn. Oftast er birkikjarrið í Mývatnssveit orðið grænt og ilmandi um þetta leyti árs, en nú brá svo við að varla er hægt að segja að það sé kominn litur á það. Mikil fönn er fjallgarðinum austan við Eyjafjörð, til að sjá mun meiri en vestan fjarðarins. Allt yfirbragð landsins er svipað því sem maður man eftir á kalárunum 1966 - 1970. Reynslan kennir manni (það eru svo sem engin vísindi!) að það er ansi mikil tregða oft í veðurfarinu um þetta leyti árs og iðulega liggur veðráttan í sama eða svipuðu fari frá því um miðjan maí og fram undir höfuðdag. - Við vorum að fletta upp í dagbókum sem við höldum í bústaðnum okkar, en þær ná aftur til ársins 1981 og eitt af því sem við rákum augun í var hretið, sem gerði um Jónsmessu 1992. Þá snjóaði um allt norðanvert landið og einmitt þann dag þurftum við nauðsynlega að fara suður yfir heiðar og neyddumst til að setja vetrardekk undir bílinn sem við áttum þá, svo við kæmumst og mátti þó ekki miklu muna að ferðalagið tækist. Þá hafði reyndar tíðin ekki verið verri en það, að við vorum búin að fara að Hveravöllum með Vegagerðarmönnum, sem voru að opna veginn. Við áttum þangað erindi þau árin, því dóttir okkar og tengdasonur voru á þeim tíma starfsfólk Veðurstofunnar þar efra. Ég man svo sem eftir slæmum hretum í júnímánuði og reyndar júlí líka, þannig að maður veit að á ýmsu er von á Íslandi þótt sumar sé skv. almanakinu.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 13.6.2011 kl. 13:00
Þakka frásögnina Þorkell. Jónsmessuhretið 1992 var óneitanlega illt. Þessa daga var ég fundarhaldari á Hvanneyri í Borgarfirði en þar var haldið sérfræðingaþing um pólarlægðir. Þátttakendur komu víða að og héldu kannski að svona væri júníveðrátta á Íslandi. En við fórum í skemmtiferð í Surtshelli í hríðarbyl og snjór féll á Hvanneyri en festi þar ekki.
Trausti Jónsson, 14.6.2011 kl. 02:22
Mér finnst það nú alveg botninn þegar fólk heldur að í einhverju landi þar sem það kemur í örfáa daga sé veðrið alltaf eins og þá. Þó býr flest fólk sem hingað kemur í löndum þar sem veðrátta er breytileg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.6.2011 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.