Hver er þokusamasti dagur ársins á landinu?

Við þessu er auðvitað ekkert alveg ákveðið rétt svar - en lítum samt á meðfylgjandi mynd.

w-thoka300511

Hér sjáum við árstíðasveiflu þokuathugana. Ekki ætla ég að tilgreina talningareininguna (lóðrétti ásinn) en það er þó þannig að því hærri sem talan er því algengari er þokan. Lárétti ásinn sýnir mánuði ársins í eitt og hálft ár, merkt er við þann 15. hvers mánaðar.

Greinilega má sjá að þokur eru miklu algengari að sumarlagi heldur en á vetrum, 8 til 9 sinnum algengari. Bláa línan sýnir þetta, en sú rauða er tilraun til útjöfnunar á tilviljanakenndu suði frá degi til dags. Þokutíðnin vex hröðum skrefum í maí og júní, nær hámarki í júlí en síðan dregur snögglega úr tíðninni eftir miðjan ágúst. Lágmarkið er í desember og janúar.

Á myndinni er 6. júlí sá dagur sem sýndi mesta þokutíðni á tímabilinu sem hér er lagt undir, og 1. júlí litlu lægri. Á Suður- og Vesturlandi er dagurinn 5. júlí, 6. júlí norðanlands, en 1. ágúst á Austurlandi. Lítilsháttar munur er á árstíðasveiflu þokutíðni á Norður- og Austurlandi þannig að í maí er þokan tiltölulega algengari norðanlands, en Austurland vinnur síðan heldur á þegar kemur fram á sumarið.

Þokuminnsti dagur ársins er eftir þessu tali 19. desember - fleiri dagar eru ámóta um svipað leyti, enda ýmis konar illviðri tekin fram yfir þoku á þeim árstíma.

Árstíðasveifla þessi er fullkomlega raunveruleg, en hámarks- og lágmarksdagarnir auðvitað ekki. Vikan 1. til 7. júlí er hæst allra sjödagaraða, varla þó marktækt hærri heldur en aðrar vikur júlímánaðar.

Tvennt veldur því að þokutíðnin hegðar sér á þennan veg. (i) Þokutíðni nær hámarki þann stutta tíma árs þegar meðalsjávarhiti er lægri heldur en lofthitinn, sjór kælir þá loft og raki þéttist næst honum. (ii) Vindur eyðir grunnum hitahvörfum, þau fá því mestan frið á þeim tíma árs sem meðalvindhraði er lægstur. þ.e. í júlí og fyrri helming ágústmánaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Alltaf jafn fróðlegt og áhugavert að lesa pistlana þína.

Sumarliði Einar Daðason, 31.5.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 49
  • Sl. sólarhring: 1135
  • Sl. viku: 2720
  • Frá upphafi: 2426577

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 2424
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband