17.5.2011 | 01:20
Meira um vestrænt eða norrænt kuldakast
Veðurspámenn gefa það nú almennt í skyn að kuldakast sé í uppsiglingu. Ég ætla ekki að segja neitt ákveðið um það en ætla samt að halda áfram umræðunni í gær hér á hungurdiskum um vestræn og norræn kuldaköst - enn með veður þessa dagana í forgrunni.
Lítum nú á frekar erfiða mynd. Ég biðst enn afsökunar á myndgæðum - en það er erfitt að finna skýr kort sem ná bæði Íslandi og norðurpólnum. Kortið sýnir hæð 500 hPa-flatarins, í dekametrum að vanda, eins og hún kom fram í greiningu reiknimiðstöðvar evrópuveðurstofa um hádegi mánudaginn 16. maí 2011. Það verður að rýna í kortið - en ég reyni að skýra það út sem þar sést og skiptir máli.
Kortið sýnir landaskiptan (höfin blá), greina má Skandinavíu og Grænland og Ísland er ekki langt frá þar sem talan 5 stendur, bókstafurinn L er við vesturströnd landsins. Bláu línurnar sýna hæð 500 hPa-flatarins, þrjár þeirra eru hafðar rauðar til að mynstrið sjáist betur. Þykkasta línan er 5460 metrar (546 dam), sú sem er syðst á kortinu er 5820 metrar og sú sem hringar sig norður af Síberíu er 5100 metra línan. Einnig má sjá lítinn rauðan hring undir bókstafnum K yfir Baffinslandi.
K-ið er margkunnur kuldapollur. Hann sendir enn frá sér hverja bylgjuna á fætur annarri austur um Atlantshaf. Ein þeirra var yfir Íslandi í dag og undir henni er kuldapollur sem olli svölu veðri á landinu. Næsta bylgja er suður af Grænlandi og fer mjög hratt til austurs fyrir sunnan land á þriðjudag. Hér á landi fylgir henni enn einn skammtur af vestrænum kulda, en samt hlýrri heldur en fylgir þeirri sem nú er yfir landinu. Kuldapollurinn stóri fer síðan sjálfur á skrið til austurs, en grynnist jafnframt. Þá tekur 2 til 3 daga fyrir enn nýjan að taka við völdum á Baffinslandi.
Allur þessi vestræni kuldi er þrátt fyrir allt ekki svo mjög kaldur þegar til Íslands kemur, þykktin er á bilinu 5220 til 5340 metrar - skítt að búa við slíkt í maí, en samt ekki afleitt. Lægsta þykkt sem ég veit um yfir landinu í maí er 5060 metrar. Talsvert langt er nú í það og til að þessir köldu dagar framundan geti talist alvörukuldakast þarf meira til heldur en bein áhrif þess vestankulda sem nú er á lager.
Óbein áhrif þá? Já, ef mikið hvessir af norðaustri eða þá að úrkoma verður áköf getur snjóað. Vel má vera að það gerist þegar þarnæsta lægðabylgja fer hjá síðar í vikunni. Spár reiknimiðstöðvarinnar hafa öðru hvoru undanfarna daga gefið kost á norrænum kulda til viðbótar - sama má segja um amerísku gfs-spárnar sem sjá má á wetterzentrale.de og ýmsir skoða. En taka má eftir því að reiknimiðstöðin gefur út spár tvisvar á dag og ameríska spáin er endurnýjuð fjórum sinnum á dag. Norðankuldamöguleikinn er enn ekki stöðugur í þessum spám - hann er stundum með í leiknum - stundum ekki.
Spá reiknimiðstöðvarinnar á hádegi á mánudag (16. maí) inniheldur norðankuldakast á 5. degi (frá mánudagshádegi) - föstudag/laugardag. Ég hef sett atburðarásina inn á kortið hér að ofan og rýnið nú í það.
Norður af Síberíu var í dag tvískiptur kuldapollur, nyrðri helmingur hans er þar sem talan núll er á kortinu. Þessi hluti kuldapollsins á nú að halda til vesturs og síðan suðvesturs í átt til Íslands, ein tala er sett á hvern dag, talan 1 er við þriðjudag og síðan koll af kolli að tölu 5 á laugardag.
Takið eftir því að hér er um mjög litla bylgju að ræða - hún er mestöll innan strikalínuhringsins rauðgula sem ég hef reynt að setja í kringum hana. Það er raunar með nokkrum ólíkindum ef þetta fer nákvæmlega svona - langt mið tekið á Grænlandssund og síðan stikað þangað - á að giska 800 kílómetra á dag án hiks að kalla. Það skiptir máli fyrir niðurstöðuna hvar ferðin endar. Hliðrast hún til vesturs eða austurs? Er hraðaágiskunin rétt? Er þessi litla bylgja í raun og veru svona stöðug?
Það má segja með nokkurri vissu að atburðarásin verður varla nákvæmlega svona - trúlega er þetta missýning, þetta eru trúlega nokkrar smábylgjur í þyrpingu að berjast um völdin, hver þeirra vill halda sína leið.
En hér gæti verið kaldara loft á ferðinni heldur en það vestræna, í þessari ákveðnu spá er 5160 metra þykktarlínan send nærri Íslandi og 5100 metrarnir voma norðurundan - þó mun lengra frá landi heldur en í spánni sem gerð var 12 tímum fyrr. Kannski spáin á morgun verði hætt við þessa heldur ólíklegu atburðarás?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 16
- Sl. sólarhring: 264
- Sl. viku: 3203
- Frá upphafi: 2440696
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 2888
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þakka þér þetta, Trausti. Það er með hreinum ólíkindum hvað þú getur skýrt svona flókna hluti út þannig að aular eins og undirritaður sjái ljósið. Ég biðst afsökunar á alltof strákslegri athugasemd við næsta pistil hér á undan. Ég ætlaði ekki að vera dónalegur! - En meiningin var hjá mér sú, að spyrjast fyrir um hvort menn hefði einhverjar skýringar á þessum feiknarlega endurnýjunarkrafti kuldabolanna þarna vesturfrá. En við fastir lesendur pistlanna hlökkum bara til að fá útskýringarnar - í smá skömmtum!
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.