Meira um vestrćnt eđa norrćnt kuldakast

Veđurspámenn gefa ţađ nú almennt í skyn ađ kuldakast sé í uppsiglingu. Ég ćtla ekki ađ segja neitt ákveđiđ um ţađ en ćtla samt ađ halda áfram umrćđunni í gćr hér á hungurdiskum um vestrćn og norrćn kuldaköst - enn međ veđur ţessa dagana í forgrunni.

Lítum nú á frekar erfiđa mynd. Ég biđst enn afsökunar á myndgćđum - en ţađ er erfitt ađ finna skýr kort sem ná bćđi Íslandi og norđurpólnum. Kortiđ sýnir hćđ 500 hPa-flatarins, í dekametrum ađ vanda, eins og hún kom fram í greiningu reiknimiđstöđvar evrópuveđurstofa um hádegi mánudaginn 16. maí 2011. Ţađ verđur ađ rýna í kortiđ - en ég reyni ađ skýra ţađ út sem ţar sést og skiptir máli.

w-blogg170511b

Kortiđ sýnir landaskiptan (höfin blá), greina má Skandinavíu og Grćnland og Ísland er ekki langt frá ţar sem talan 5 stendur, bókstafurinn L er viđ vesturströnd landsins. Bláu línurnar sýna hćđ 500 hPa-flatarins, ţrjár ţeirra eru hafđar rauđar til ađ mynstriđ sjáist betur. Ţykkasta línan er 5460 metrar (546 dam), sú sem er syđst á kortinu er 5820 metrar og sú sem hringar sig norđur af Síberíu er 5100 metra línan. Einnig má sjá lítinn rauđan hring undir bókstafnum K yfir Baffinslandi.

K-iđ er margkunnur kuldapollur. Hann sendir enn frá sér hverja bylgjuna á fćtur annarri austur um Atlantshaf. Ein ţeirra var yfir Íslandi í dag og undir henni er kuldapollur sem olli svölu veđri á landinu. Nćsta bylgja er suđur af Grćnlandi og fer mjög hratt til austurs fyrir sunnan land á ţriđjudag. Hér á landi fylgir henni enn einn skammtur af vestrćnum kulda, en samt hlýrri heldur en fylgir ţeirri sem nú er yfir landinu. Kuldapollurinn stóri fer síđan sjálfur á skriđ til austurs, en grynnist jafnframt. Ţá tekur 2 til 3 daga fyrir enn nýjan ađ taka viđ völdum á Baffinslandi.

Allur ţessi vestrćni kuldi er ţrátt fyrir allt ekki svo mjög kaldur ţegar til Íslands kemur, ţykktin er á bilinu 5220 til 5340 metrar - skítt ađ búa viđ slíkt í maí, en samt ekki afleitt. Lćgsta ţykkt sem ég veit um yfir landinu í maí er 5060 metrar. Talsvert langt er nú í ţađ og til ađ ţessir köldu dagar framundan geti talist alvörukuldakast ţarf meira til heldur en bein áhrif ţess vestankulda sem nú er á lager.

Óbein áhrif ţá? Já, ef mikiđ hvessir af norđaustri eđa ţá ađ úrkoma verđur áköf getur snjóađ. Vel má vera ađ ţađ gerist ţegar ţarnćsta lćgđabylgja fer hjá síđar í vikunni. Spár reiknimiđstöđvarinnar hafa öđru hvoru undanfarna daga gefiđ kost á norrćnum kulda til viđbótar - sama má segja um amerísku gfs-spárnar sem sjá má á wetterzentrale.de og ýmsir skođa. En taka má eftir ţví ađ reiknimiđstöđin gefur út spár tvisvar á dag og ameríska spáin er endurnýjuđ fjórum sinnum á dag. Norđankuldamöguleikinn er enn ekki stöđugur í ţessum spám - hann er stundum međ í leiknum - stundum ekki.

Spá reiknimiđstöđvarinnar á hádegi á mánudag (16. maí) inniheldur norđankuldakast á 5. degi (frá mánudagshádegi) - föstudag/laugardag. Ég hef sett atburđarásina inn á kortiđ hér ađ ofan og rýniđ nú í ţađ.

Norđur af Síberíu var í dag tvískiptur kuldapollur, nyrđri helmingur hans er ţar sem talan núll er á kortinu. Ţessi hluti kuldapollsins á nú ađ halda til vesturs og síđan suđvesturs í átt til Íslands, ein tala er sett á hvern dag, talan 1 er viđ ţriđjudag og síđan koll af kolli ađ tölu 5 á laugardag.

Takiđ eftir ţví ađ hér er um mjög litla bylgju ađ rćđa - hún er mestöll innan strikalínuhringsins rauđgula sem ég hef reynt ađ setja í kringum hana. Ţađ er raunar međ nokkrum ólíkindum ef ţetta fer nákvćmlega svona - langt miđ tekiđ á Grćnlandssund og síđan stikađ ţangađ - á ađ giska 800 kílómetra á dag án hiks ađ kalla. Ţađ skiptir máli fyrir niđurstöđuna hvar ferđin endar. Hliđrast hún til vesturs eđa austurs? Er hrađaágiskunin rétt? Er ţessi litla bylgja í raun og veru svona stöđug?

Ţađ má segja međ nokkurri vissu ađ atburđarásin verđur varla nákvćmlega svona - trúlega er ţetta missýning, ţetta eru trúlega nokkrar smábylgjur í ţyrpingu ađ berjast um völdin, hver ţeirra vill halda sína leiđ.

En hér gćti veriđ kaldara loft á ferđinni heldur en ţađ vestrćna, í ţessari ákveđnu spá er 5160 metra ţykktarlínan send nćrri Íslandi og 5100 metrarnir voma norđurundan - ţó mun lengra frá landi heldur en í spánni sem gerđ var 12 tímum fyrr. Kannski spáin á morgun verđi hćtt viđ ţessa heldur ólíklegu atburđarás?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka ţér ţetta, Trausti. Ţađ er međ hreinum ólíkindum hvađ ţú getur skýrt svona flókna hluti út ţannig ađ aular eins og undirritađur sjái ljósiđ. Ég biđst afsökunar á alltof strákslegri athugasemd viđ nćsta pistil hér á undan. Ég ćtlađi ekki ađ vera dónalegur! - En meiningin var hjá mér sú, ađ spyrjast fyrir um hvort menn hefđi einhverjar skýringar á ţessum feiknarlega endurnýjunarkrafti kuldabolanna ţarna vesturfrá. En viđ fastir lesendur pistlanna hlökkum bara til ađ fá útskýringarnar - í smá skömmtum!

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 17.5.2011 kl. 10:54

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 103
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 2425
  • Frá upphafi: 2413859

Annađ

  • Innlit í dag: 99
  • Innlit sl. viku: 2240
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 94

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband