6.5.2011 | 01:21
Maíhiti í Stykkishólmi síðustu 200 ár
Í þann mund sem ég var að útbúa myndina hér að neðan sá ég á veðurfréttavef BBC minnst á hugsanlega hitabylgju og þrumuveður á Bretlandseyjum um helgina, tengt fyrirbrigði sem kallað er spænski strókurinn(e. Spanish Plume). Ég fjalla vonandi um þetta síðar þegar ég hef fundið/gert heppilegar skýringarmyndir. - Aumingjalegur ættingi er til hér á landi. En snúum okkur að maíhitanum.
Myndin sýnir mánaðarmeðalhita í Stykkishólmi maí 1798 til 2010 (gráar súlur). Tímaásinn (ár) er láréttur, en lóðrétti ásinn sýnir hita í °C. Græn þunn lína sýnir reiknaða leitni og er hún um 0,7°C á öld. Munum að leitni fortíðar spáir engu um framtíðina. Bláa línan er sett til að draga fram köld og hlý tímabili.
Munur á hlýjasta og kaldasta mánuði er um 7 stig. Þeir sem eru farnir að nálgast miðjan aldur eða meira muna vel eftir kuldanum í maí 1979 og þá hélt maður satt best að segja að kuldatíð 19. aldar væri endanlega að taka við á ný. Ég byrjaði að skrifa veðurspár suður á Keflavíkurflugvelli í lok mánaðarins og mér er minnisstæð viðtalsferð á Veðurstofuna þar nokkrum dögum áður í snjókomubyl á Reykjanesbrautinni, lítið festi þó snjó. Meðalhiti í maí 1979 var 0,9 stig í Stykkishólmi, 2,3 stig í Reykjavík og -0,3 stig á Akureyri. Á tveimur síðarnefndu stöðvunum er þetta líka kaldasti mánuðurinn. Örvar á myndinni benda á nokkra aðra kalda maímánuði.
Hlýjasti mánuðurinn á myndinni er 1830, 8,3 stig - svo mikil óvissa er þó í kringum þessa tölu að varla kemur til greina að gefa honum hitametið með ákveðnum hætti. Það hirðir því 1935 með 8,2 stig. En í lok þessa pistils er vörn fyrir maí 1830.
Ef mið er tekið af bláu línunni má skipta tímabilinu í fáein skeið. Það fyrsta er fyrir 1822, ekki má þó taka tölur þess mjög hátíðlega - vonandi eru þær samt skárri en engar. Næsta skeið stendur gróflega til 1857, en síðan tekur við langt tímabil þar sem kuldar ríkja í flestum maímánuðum - enda var hafís þá lengst af mikill við norður- og austurströndina, jafnvel vestur með Suðurlandi. Maí 1927 var fyrsti mjög hlýi mánuðurinn í mikilli hrinu hlýrra maímánaða sem stóð linnulítið í 20 ár. Þá kom milliskeið sem stóð fram yfir 1960, maímánuður 1963 var kaldur og sömuleiðis maí á hafísárunum svokölluðu 1965 til 1971.
Maí hefur verið mjög hlýr síðustu þrjú árin - en hvað gerist nú?
Hafísinn er drjúgur áhrifavaldur hitafars í maí, liggi hann við land er þokugjarnt við norður- og austurströndina og komi bjartir dagar sem ættu að verða hlýir í sólskininu fellur ísköld hafgola inn firði og dali strax snemma dags og ekkert verður úr. Sé rýnt í vikakort má greinilega sjá að áhrif kuldans ná vestur á Breiðafjörð, jafnvel suður í Borgarfjörð og að austan vestur með suðurströndinni. Höfuðborgarsvæðið verst hafískuldanum lengst og best. Í köldum maímánuðum þegar hafís er ekki við land er vikamynstrið annað. Kaldast er þá inn til landsins, sérstaklega á Norðurlandi, en áberandi hlýjast syðst á landinu í skjóli jökla.
En maí 1830 - hvað á að gera við hann? Jón Þorsteinsson landlæknir mældi þá í Nesi við Seltjörn (Seltjarnarnesi) og bjó þar í Nesstofu sem enn stendur og er prýði bæjarfélagsins. Um skeið athugaði Jón aðeins hámarks- og lágmarkshita einu sinni á sólarhring. Það gerði hann í maí 1830. Þá var meðallágmarkshitinn 7,6 stig en meðalhámark 12,4 stig - beint meðaltal er 10,0 stig.
Vitað er að mælir Jóns var óvarinn - ekki í skýli og var nær jörðu en nú er venjulegt. Hvoru tveggja ýkir dægursveifluna. Hún er þó ekkert sérstaklega ýkt í maí 1830. Hár lágmarkshiti bendir til þess að mjög skýjað hafi verið lengst af. Eykur það traust á mælingum í þessum ákveðna mánuði.
Í maí 1935, helsta keppinaut 1830 um maímetið, var meðallágmark ekki nema 6,7 stig, 0,9 stigum undir lámarksmeðaltalinu 1830, en meðalhámark í þeim mánuði var hærra heldur en 1830 eða 12,8 stig - munar hér 0,4 stigum. Nánari mælingar á dægursveiflu í Reykjavík virðast benda til þess að ívið of hlýtt hafi verið á þaki Landsímahússins um hádegið heldur en við staðalaðstæður. Beint meðaltal meðalhámarks og lágmarks í maí 1935 er 9,8 stig - 0,2 stigum lægra en 1830.
En myndin hér að ofan sýnir hita í Stykkishólmi en ekki í Reykjavík. Á tímabilinu maí til ágúst er mjög gott samband á milli lágmarkshitameðaltals í Reykjavík og meðalhita í Stykkishólmi - betra heldur en sambandið milli meðaltals lágmarks og hámarks annars vegar og Stykkishólmshitans hins vegar. Þess vegna var lágmarksmeðaltalið í Reykjavík notað til að áætla Stykkishólmshitann. Miðað var við þann tíma sem mælt var á báðum stöðum samtímis - og eins (1846 til 1851) og borið saman við síðari tíma sambönd. Þeir reikningar gefa meðalhitann 8,3 stig í Stykkishólmi, það hæsta í listanum þar og þar með á myndinni að ofan. Aðrar aðferðir (e.t.v. betri) gæfu aðra niðurstöðu. En framhjá því verður ekki gengið að meðallágmarkshitinn 7,6 stig í maí er mjög óvenjulegur og varla er hægt að fussa við honum.
En - nú var mælt á öðrum stað á landinu í maí 1830. Það gerði Grímur Jónsson amtmaður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Því miður er mun minna vitað um þær mælingar heldur en mælingar Jóns í Reykjavík. Þó er vitað að Grímur mældi snemma morguns (kl. 7 til 8 að staðartíma). Meðalhiti í maí 1830 var 6,0 stig. Sé þetta nærri lágmarkshita sólarhringsins telst talan há, meðallágmarkshiti á Akureyri í maí 1935 var 5,0 stig. Ekki hefur hér verið reiknað til enda, en gerist vonandi um síðir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 124
- Sl. sólarhring: 213
- Sl. viku: 1656
- Frá upphafi: 2457211
Annað
- Innlit í dag: 103
- Innlit sl. viku: 1507
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Ég er með hitamæli við eldhúsgluggann og ef ég opna hann eru flest hitamet slegin. -3° verða að 10° í plús strax við opnun. Skiptir máli hvar hitamælar eru og hve langt frá jörðu? Ég negldi minn í sjónhæð og þar sem ég hef lagt leið mína hef ég getað horft á hitamæla án þess að beygja mig og er það í sjálfu sér gott og blessað. En hvar er sem sagt best að hafa hitamæli á heimilinu?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 6.5.2011 kl. 15:23
Sæll Benedikt. Ég nota spurningu þína til að draga fram gamlan, en lítið sem ekkert notaðan, pistil um hitamælingar og birta hann sem nýjan á blogginu. Hann svarar vonandi spurningum þínum - ef ekki - reyndu þá óhræddur aftur.
Trausti Jónsson, 7.5.2011 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.