Hiti á garðpöllum - hvað er verið að mæla?

Hitamælingar eru víða stundaðar á húsveggjum, í görðum eða á bílum. Það er ýmislegt sem veldur því að þær eru stundum í litlu samræmi við mælingar Veðurstofunnar. Ef fólk mælir hita við hús með gamaldags kvikasilfursmæli er best að koma honum fyrir á norðurvegg - til að hægt sé að lesa af honum inni í húsinu er best að hann sé þar sem inniloft - t.d. úr opnum gluggum kemur lítið við sögu. Við glugga er því best að mælirinn sé sem fjærst frá opnanlegu fagi.

Sé stafrænn mælir notaður er sömuleiðis best að hann sé norðan í móti, snerti ekki húsvegg og helst ætti hann að vera inní í hvítum hólki sem þó er opinn í báða enda. Stundi menn reglulegan samanburð við mælingar Veðurstofunnar lærist fljótt að leiðrétta fyrir þeim óæskilegu áhrifum sem heimamælir verður fyrir.

Haf verður í huga að tilgangur veðurfræðilegra hitamælinga er sá að mæla lofthita, en ekki sá að mæla hita á hitamælinum einum og sér. Mælingar eru tryggastar ef varmaskipti milli mælis og umhverfis hans gerast ekki öðru vísi en við snertingu lofts og yfirborðs mælisins.

Helstu svör við spurningunni í titli pistilsins má finna í mun ítarlegri texta í pdf-viðhengi sem flestir ættu að geta opnað. Hann er dreginn út úr veðurskrifalager mínum sem liggur undir skemmdum. Vonandi er óbragðið ekki yfirþyrmandi.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll og þakka þér fyrir greinargóð svör að venju. Nú færi ég mælinn.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 7.5.2011 kl. 10:01

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hitamælirinn í bílnum mínum (VW Passat) virðist réttur, miðað við hitamælingar veðurstöðvanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.5.2011 kl. 12:27

3 identicon

Eg er með stafrænan mæli í ca tveggja metra hæð á  norðurvegg á garðskúr (úr timbri) hér á Brekkunni á Akureyri. Hann er mjög sjálfstæður. Vandinn er sá að eg veit ekki að hvaða leyti sjálfstæði hans stafar af ófullkomnum aðstæðum og hvað af því að við erum staddir annarsstaðar í bænum en mælirinn hjá laganna vörðum í Þórunnarstrætinu. Hjá mér verður oftast mun hlýrra um hádaginn og kaldara á nóttunni; sumrin eru hlýrri en veturnir kaldari en hjá löggunum. Við erum einhverjum 50 metrum hærri, aðeins fjær hafinu og í meira skjóli.  Svo hvað á maður að halda?

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 22:39

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á Akureyri eru líka mælar í Þórunnarstræti og á flugvellinum að ógleymdum mælinum á Ráðhústorginu sem síðast sem ég vissi mældi yfir tuttugu stig dag hvern á sumrin og voru Akureyringar afar stoltir af honum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2011 kl. 22:46

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Krossanesi eða eitthvað ætlaði ég að segja.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2011 kl. 22:49

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú þekki ég ekki aðstæður í garði þínum Áskell, en það er almenn regla að óvarðir mælar sýni stærri dægur- og árstíðasveiflu heldur en mælar í stöðluðum skýlum. Mælir þinn getur þess vegna verið alveg réttur - mér þætti hins vegar líklegt að sveiflur hans myndu minnka ef hann (sami mælir) væri settur í skýli. Veðurstofan reynir að ná dæmigerðum hita á Akureyri - en það væri ákaflega óheppilegt ef sú mæling færi fram á hlýjasta (eða kaldasta) staðnum í bænum. Nú mælir Veðurstofan líka við Krossanesbrautina og þar er kaldara á sumrin en hlýrra á vetrum heldur en hjá lögreglunni. Fyrir árið í heild er munurinn ekki nema 0,1 stig - lögreglustöðin hlýrri. Það væri kannski ástæða til að fjalla um kerfisbundinn mun staðanna hér á hungurdiskum? Gunnar: Fyrir nokkrum árum skrifaði ég pistil um bílahitamælingar á vef Veðurstofunnar - tengillinn er á hann.

Trausti Jónsson, 8.5.2011 kl. 01:36

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir fróðlegan tengilinn, Trausti. Allt lógískt og rétt. Hef einmitt tekið eftir því að þegar bíllinn hefur legið í stæði í dálítinn tíma, þá sýnir hann of hátt þegar sólin skín, en svo lagast það eftir nokkrar mínútur í akstri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2011 kl. 04:56

8 identicon

Fyrirtak þetta - eins og annað sem framreitt er á hungurdiskum. Gaman líka að þessum bílapælingum sem koma vel heim og saman við mína reynslu. Oft er gaman að fylgjast með sveiflum á langferðum og þá ekki síst þegar hitinn er mjög lagskiptur. Eg man a.m.k. eftir því að hafa mælt 1°c í Blönduhlíðinni, en svo ein 7-8 stig á Öxnadalsheiðinni. Svonalagað hefur mikið afþreyingargildi á löngnum og (annars) tilbreytingarlitlum ferðalögum!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 22:15

9 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka hrósið Áskell.

Trausti Jónsson, 10.5.2011 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 2343338

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband