5.5.2011 | 00:31
Þegar lítið er um að vera (má samt mala)
Fyrirsögnin vísar til þess að nú er heldur rólegt á veðursviðinu í kringum okkur. Rólegu veðri má hins vegar lýsa einhvern veginn og verður nokkrum orðum eytt á það hér á eftir. En fyrst er mynd sem fastir lesendur ættu að vera farnir að kannast við. Hún er fengin af brunni Veðurstofunnar og sýnir hirlam-spákort sem gildir kl. 9 að morgni fimmtudagsins 5. maí 2011.
Hér er ástandið í 500 hPa-þrýstifletinum sýnt. Svörtu heildregnu línurnar eru jafnhæðarlínur í dekametrum og segja til um það hversu hátt yfir jörðu þrýstiflöturinn er á hverjum stað. Rauðu strikalínurnar eru þykktin sem ég hef oft fjallað um áður en hún er mælikvarði á hita í neðri hluta veðrahvolfsins, því meiri sem þykktin er því hlýrra er loftið. Hér er hún mæld í dekametrum, 1 dam = 10 metrar.
Á myndinni er mikil flatneskja við Ísland, en vottar fyrir hæðarhrygg yfir landinu. Talsverð lægð er suður í hafi og önnur meiri vestan Grænlands. Suður af þeirri lægð er lægðardrag (merkt með grænni strikalínu) og hreyfist það eins og bláa örin sýnir og mun lítið gera nema styrkja lægðina suðurundan þannig að hún hreyfist ekki mikið næstu einn til tvo daga.
Lægðin vestan Grænlands er það sem eftir stendur af meginkuldapollum vetrarins. Það er eini staðurinn á kortinu þar sem þykktin (rauðu strikalínurnar) er minni en 5100 metrar. Það er sú tala sem ég nota sem eins konar viðmið á alvöru vetrarveðráttu. Þegar komið er fram á þennan tíma vorsins er mjög sjaldgæft að þessi lína hringist suður fyrir Ísland.
Í maí viljum við helst ekki að þykktin sé mikið undir 5280 metrum, sé hún lægri er eiginlega skítakuldi, ég tala nú ekki um ef vindur blæs. Sumarþykkt er hér á landi ofan við 5460 metra - ekki er sú sæla þó ríkjandi alla daga á sumrin, en núna, snemma í maí, telst bara gott ef þykktin fer yfir það. Vi getum sæmilega við unað við neðri tölur ef þær fara ekki niður fyrir 5340 metra. Á þessu korti er strikalínan yfir landinu einmitt 5340 metrar.
Næstu daga gerist ekki mikið í þykktinni, hún á þó heldur að hækka. Spár eru ekki sammála um helgarþykktina, en þykkara skot gæti gert t.d. á sunnudag - ef bjartsýnar spár rætast.
En þegar maður horfir á svona kort lítur maður ekki aðeins á þykktarlínur heldur einnig á hvernig þær skera jafnhæðarlínurnar (þær svörtu á kortinu) sem segja til um vindátt og vindhraða í veðrahvolfinu miðju. Ýti vindur á þykktarlínu þeim megin sem þykktin er meiri er hlýtt loft í framsókn, talað er um hlýtt aðstreymi, ýti vindur á þykktarlínu kuldamegin er aðstreymið kalt. Ef þykktar- og jafnhæðarlínur mynda þéttmöskvað net eru breytingar í vændum. Slíkt er ekki mjög áberandi á þessu korti - enda lítið um að vera.
Annað atriði til skoðunar er sveigjan á jafnhæðarlínunum. Lengi hefur staðið til á hungurdiskum að gera grein fyrir hæðarbeygjum og lægðarbeygjum og mismunandi þýðingu þeirra. Það er nokkuð stór biti að kyngja - og framreiðsla stendur nokkuð í ritstjóranum en það kemur samt að henni. Í þessu ákveðna samhengi vil ég þó minnast á að spár fyrir næstu daga hallast að því að lægðin suður undan nálgist og færi okkur eindregnari lægðabeygju heldur en verið hefur undanfarna daga. Úrkoma, rigning eða skúrir, fylgir gjarnan lægðabeygjum (rétt eins og lægðum) og þar með minnka líkur á sólríkum, hlýjum dögum.
En lítum nú betur frá okkur. Síðari mynd dagsins er fengin af vef reiknimiðstöðvar evrópuveðurstofa og sýnir 500 hPa-hæðina yfir öllu norðurhveli um hádegi miðvikudaginn 4. maí. Það sem fylgir hér á eftir er ekki léttmeti - ég ætlast varla til þess að margir lesendur endist til enda - en ...
Nokkuð smátt - en við lítum aðeins á aðalatriðin. Örvar benda á Ísland og Japan. Rauði hringurinn sunnan Íslands er kringum sömu lægð og fyrra kortið sýndi. Lægðin vestan Grænlands er sú sama og við höfum áður á minnst. Við sjáum að í kringum hana eru línur þéttar. Þykka, rauða linan á myndinni er 546 dam línan (5460 metrar) - munum að þetta er hæðin en ekki þykktin. Þynnri rauða línan er 582 dam línan - hana sjáum við sjaldan á okkar slóðum.
Aðalatriði myndarinnar er hvernig þykka, rauða línan hringar sig kringum allt norðurhvelið. Við sjáum að skammt norðan hennar er fjöldi smálægða og er þetta dæmigert ástand þegar vorslaki kemur í heimskautaröstina. Þegar hlýnar á vorin dregst svæðið innan 5460 metra línunnar saman, sömuleiðis innan 5820 metra línunnar, en minna þannig að línurnar fjarlægjast og það dregur úr vindi á milli.
Þykka, rauða línan sveiflast mikið frá degi til dags, miklu hraðar heldur en flatarmálið norðan hennar minnkar. Þeir sem vilja hlýindi hér á landi vilja þá jafnframt að við séum sem lengst og sem mest sunnan línunnar. Til þess að það geti gerst verðum við helst að vera í einhverjum af þeim lykkjum (hæðarhryggjum) sem stinga sér norður í kalda loftið. Á vorin felur slík ósk í sér að einhverir aðrir borgi fyrir með kulda því ekki er nóg af hlýju lofti til að 5460 metra línan geti alls staðar náð norður fyrir 65 gráður. Í heildina séð þokast hún þó norður þar til hún nær sinni nyrstu stöðu seint í júlí.
Það sem gerist á næstu tveimur mánuðum rúmum er að meginlönd Asíu og Norður-Ameríku hlýna meira heldur en Kyrrahaf, Atlantshaf og Íshafið. Norðursókn rauðu línanna gengur því betur þar heldur en annars staðar. Hversu norðarlega fer 5820 metra línan í sumar? Læsist hún í hnykk yfir Rússlandi eins og í fyrra? Verða kannski engir þrálátir hnykkir á henni?
Það er margt um að mala.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 11
- Sl. sólarhring: 115
- Sl. viku: 1617
- Frá upphafi: 2457366
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1461
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mali minn er mjög ánægður með svona mal!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.5.2011 kl. 00:41
Megi hann mala sem lengst.
Trausti Jónsson, 5.5.2011 kl. 00:44
Má Mali mala í mal mínum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.5.2011 kl. 01:43
Verður það þá ekki Hal í Mal?
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.