3.5.2011 | 01:07
Hvað hefur orðið hlýtt í maí?
Í dag hlýnaði svo snögglega hér suðvestanlands að dægurhitamet var í hættu í Reykjavík. Ætli það sé ekki vissara að kíkja á dægurhámörk maímánaðar? Þykktarspár næstu daga benda varla til þess að landsdægurmet verði slegin á næstu dögum. En líkur á því eru þó ekki núll.
Lítum á línurit sem sýnir landsdægurhámörkin. Listinn á bakvið línuritið er í viðhenginu.
Fastir lesendur hungurdiska kannast við línurit af þessu tagi. Dagar mánaðarins eru á lárétta ásnum, en hiti á þeim lóðrétta í °C. Bláa línan fylgir einstökum dögum en sú rauða sýnir einskonar leitni yfir allan mánuðinn. Sú lína byrjar nærri 21 stigi, en endar í nærri 23,5 stigum. Það hlýnar talsvert í maí.
Hæsta talan á myndinni er maíhitamet fyrir landið allt. Það á stöðin í kauptúninu á Vopnafirði og var það sett þann 26. árið 1992. Næsthæsta talan er þann 28. Það var 1991 sem hitinn mældist svo hár á Egilsstöðum. Tuttugu og sex eða sjö stig bíða í framtíðinni - hvenær það verður veit enginn.
Elsta metið í listanum er frá Núpufelli í Eyjafirði þann 13. maí 1889. Sú tala er undir leitnilínunni á myndinni og telja má ólíklegt að metið lifi önnur 122 ár haldist núverandi þéttni veðurstöðva á landinu.
Eftirtektarvert er að allir dagar mánaðarins hafa náð 20 stiga hita einhvern tíma í fortíðinni. Linast metanna er þó 20,0 stig þann 6., 2001 í Neskaupstað. Dagarnir sem eiga gildi undir 21 stigi liggja best við höggi varðandi met í framtíðinni. Þar á meðal er eini dagurinn á árinu sem Reykjavík á landshámarksmet, sá 14. Þetta var 1960 - sjálfsagt muna einhverjir eftir þeim 20,6 stigum.
En í dag (mánudaginn 2. maí) lá sum sé við meti hér í Reykjavík, hámarkið varð 14,9 stig. Það hefði dugað í met hefði dagurinn verið 6. maí - þá er metið aðeins 13,8 stig.
Listi yfir hæsta hita einstaka maídaga í Reykjavík er einnig í sama viðhengi og dægurhitametin. Ég hef skipt honum í tvennt. Annars vegar eru árin frá 1949 til 2010, en hins vegar árin 1870 til 1948. Trúlega eru þarna einhver tvöföld hámörk - en það er kallað svo ef hiti dagsins nær hámarki eftir klukkan 18. Þá lekur sá hiti yfir á næsta dag kl. 9 í skrám Veðurstofunnar. Greinilega má sjá að met falla gjarnan nokkra daga í röð.
Sé rýnt í listana kemur í ljós að hiti fór í 20,7 stig þann 19. maí 1905 og í 20,2 stig þann 26. 1901.
Morgundagurinn, þriðji maí, á eldgamalt met, 15,4 stig. Það er frá 1890.
Við kíkjum síðan mjög fljótlega á maíhámörk einstakra stöðva.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:29 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 78
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 1766
- Frá upphafi: 2457597
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 1592
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.