Snjódýptarmet í maí (heldur subbulegur listi)

Í tilefni snjókomunnar hér suðvestanlands undanfarna daga hleypi ég að lista um snjódýpt í maí úr mínum fórum. Ekki stóð þó til að birta hann fyrr en á næsta ári sökum vöntunar - en látum slag standa. Aðalgallinn er sá að árin 1957 til 1964 vantar að mestu, en fleiri gallar eru einnig í listanum. Unnið er að endurbótum en ég vona að aðalatriði séu samt rétt.

Til þess að snjódýpt sé mæld þarf snjóhulan að vera 100 %, jörð alþakin snjó. Athugunin er gerð kl. 9 að morgni. Vitað er um tilvik þar sem snjó hefur fest síðla nætur - en hann hefur tekið upp að einhverju eða öllu leyti kl. 9. Sunnanlands festir sjaldan snjó í maí, í Reykjavík um sjötta hvert ár að meðaltali þann tíma sem athugað hefur verið þar (frá og með 1921). Það hefur nokkrum sinnum gerst á þessu tímabili að alhvítt hefur verið tvo morgna eða oftar í maí í Reykjavík, síðast 1993 en þá var alhvítt þrjá maímorgna.

Nú höfðu liðið 18 ár frá því að síðast varð alhvítt í Reykjavík í maí. Lengsta slíka tímabilið í röðinni er frá 1944 til 1963 - 19 ár, einu ári lengra en nú. Snjór var ágengur í maí á árabilinu 1987 til 1993 en þau sjö ár varð fimm sinnum alhvítt í maí. Sjá má alla töfluna í viðhengi í pistli hér á hungurdiskum í nóvember síðastliðnum - notið tengilinn eða leitið að snjóhulu í leitarreit til hliðar við megintextann.  

Tíu hæstu gildin eru sennilega öll flest fyrningar af snjóalögum fyrri mánaða eftir hina óvenjulegu snjóavetur 1989,1990 og 1995. En Gjögur í Árneshreppi trónar efst í töflunni.

       ár               dagur        cm stöð

19901204 Gjögur
19951176 Skeiðsfoss
19951153 Hvannstóð
19951150 Kálfsárkot
19891140 Nesjavellir
19891138 Hornbjargsviti
198313129 Siglufjörður
19901129 Lerkihlíð
19891129 Hveravellir
19901126 Æðey

Á Akureyri er að meðaltali 1 alhvítur dagur í maí, en alhvítur dagur kemur að meðaltali 3 hvert ár þar á bæ. Sjá má af þessum tölum að dagarnir eru gjarnan fleiri en einn þegar þeir á annað borð koma.

Frá 1924 er maí 1949 talinn sá snjóþyngsti á landinu, meðalsnjóhula í byggð talin 48% og var hann snjóþyngstur bæði sunnan- og norðanlands. Norðanlands var snjóhulan talin 68% en 14% á Suðurlandi.

Stöku sinnum snjóar óhemjumikið syðst á landinu í maí. Óvenjulegust er trúlega snjókoman í maíbyrjun 1948, en þann 3. þá mældist snjódýpt 65 cm á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Mikið snjóaði þá líka í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri en snjódýptar er ekki getið. Fleiri athyglisverð dæmi um mikla snjókomu sunnanlands í maí má finna í viðhenginu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 131
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1096
  • Frá upphafi: 2420980

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 968
  • Gestir í dag: 116
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband