30.4.2011 | 01:16
Skemmtileg hægfara skil yfir landinu - snjóar - eða ekki?
Nú (að kvöldi föstudagsins 30. apríl) eru skemmtileg skil yfir landinu. Austan þeirra er hæg suðlæg átt og hlýtt, en vestan skilanna er hæg breytileg átt rigning og hiti á bilinu 0 til 5 stig. Það sem gerir skilin skemmtileg er spurningin um hversu lágt frostmarkið fer í úrkomunni vestan skilanna - nær að snjóa á láglendi seint í nótt eða í fyrramálið? Líkurnar eru mestar í morgunsárið, milli kl. 5 og 8. Ef ekki snjóar á þeim tíma er tækifærið liðið hjá - ég veit þó ekki með aðra nótt.
Nú er lag til að koma á framfæri einföldu veðurfræðilegu atriði: Það kostar varma að bræða snjó. Nærtækast er að nota varma úr loftinu þar sem úrkoman fellur - við það kólnar loftið. Nærri því öll úrkoma sem fellur hér á landi byrjar líf sitt sem snjór - líka á sumrin. Það er (nærri því) alltaf frost þar sem úrkoma myndast. Á leið sinni til jarðar fellur snjórinn um síðir oft niður í frostlaust umhverfi og byrjar að bráðna. Bráðnunin kostar varma og loftið kólnar - eins og áður sagði.
Þetta gerist reyndar alltaf þegar rignir, þar sem úrkoman er áköfust er hiti að jafnaði lægri heldur en í sömu hæð umhverfis úrkomusvæðið. Venjulega tekur maður ekki svo mjög eftir þessu - stundum þó í skúrum - en þar eiga sér líka stað allskonar sviptingar aðrar sem flækja málið.
Greinilegast sést þetta þegar úrkomusvæði er mjög hægfara, vindur hægur og úrkoma er stöðug og mikil. Ég get ekki sagt til um það nákvæmlega hversu mikið mikið er, látum það því liggja á milli hluta. Úrkomusvæðið sem nú er yfir landinu er dæmi - rigni nógu mikið og samfellt í nótt - gæti snjóað á láglendi. Þótt ég hafi ekki af því beinar fréttir sýnist mér að snjókoma sé nú á Hellisheiði og haldi úrkoman í nótt áfram (sem ég ekki veit) nær snjókoman efstu byggðum í Reykjavík og jafnvel niður í borgina.
Linni úrkomunni hlýnar trúlega og þegar sól fer að hækka á lofti minnka líkur á snjókomu mjög mikið - hættan liðin hjá.
En til þess að þessi pistill skilji eitthvað eftir eru hér tvær skýringarmyndir.
Við sjáum hér þversnið af neðstu þremur kílómetrunum af lofthjúpnum frá vestri (vinstra megin) til austurs (hægra megin). Skilin eru skissuð inn sem græn punktalína í gegnum eitthvað sem á að tákna skýjakerfi skilanna. Hægra megin er hlýtt og frostmark í um 1500 metra hæð, en vestan skilanna er kalt og frostmarkið í um 600 metra hæð. Inni í skýjakerfinu liggur frostmarksflöturinn lægra, það fer eftir úrkomuákefð, aðstreymi lofts úr vestri og hreyfingu skilanna hversu neðarlega flöturinn fer. Þegar þetta er skrifað (upp úr miðnætti aðfaranótt laugardagsins 30. apríl) er frostmarkið suðvestanlands komið niður í 300 metra hæð yfir sjó, það sést á hitamælingum í Bláfjöllum, á Hellisheiði og á miðnætti var hiti á Keflavíkurflugvelli ekki nema 2 stig.
Það er reynsla mín í gegnum árin að tölvuspár ná lækkun á frostmarksfleti vegna úrkomuákefðar ekki alltaf vel. En það er þó batnandi með nákvæmari líkönum. Hirlam-líkanið spáir frostmarkslækkun í 950 hPa fletinum kl. 9 í fyrramálið, en þá verður sá flötur í rúmlega 500 metra hæð yfir Vesturlandi.
Hér má sjá venjulegar vindörvar - reyndar hringi undan Vesturlandi en þeir tákna stafalogn. Rauðu línurnar eru jafnhitalínur hita ofan frostmarks. Við sjáum að 10 stiga línan er skammt suðaustur af landinu. Grænu línurnar tákna frostmark. Meðfram vesturströndinni má sjá svæði þar sem hiti er neðan frostmarks (ég hef krotað í það með blárri strikalínu til að það sjáist betur). Á þessu svæði er frostmarkið neðar heldur en 500 metrar. Grænar frostmarkslínur eru til beggja handa og vestur af landinu er svæði þar sem frostmarkið er ofan við 600 metra, því frostlaust er þar í 500 metra hæð. Hvort þetta verður svona er annað mál - en kemur í ljós.
Skilin eiga síðan að hreyfast fram og til baka um landið, en smám saman mun draga úr úrkomumagni og þar með minnka líkur á snjókomu.
Veltið síðan fyrir ykkur hvað gerist með hitann þegar úrkoma fellur niður í þurrt loft. Tilefni gefst vonandi síðar til að greina nánar frá því.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:21 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Kæri Trausti, hvernig mun viðra á grillarann í RVK um helginna?
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2011 kl. 01:41
Ég spái engu um veður - fjalla um veðurspár en spái ekki. Vonandi gengur ykkur vel þótt eitthvað rigni í hægum vindi - sé eitthvað að marka spár Veðurstofunnar.
Trausti Jónsson, 30.4.2011 kl. 02:02
Ók frá Reykjavík hingað norður í gærkvöldi. Það sást greinilega hvernig úrkoman féll að þessum skýringarmyndum Trausta hér að ofan, hvar snælínan var í fjöllum þar sem maður fór vestast og hækkaði eftir því sem austar dró.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 06:55
Passar það snjóar. Fallegur jóla snjór yfir öllu í hvalfirðinum gott að taka myndir fyrir jólakortin 2011
Ég bíð eftir vori
Ólafur Örn Jónsson, 30.4.2011 kl. 07:33
Og rétt fyrir kl. 7 í morgun byrjaði að snjóa
Stefanía (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 07:42
Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir Trausta, hann spáði sjó og sjór kom, eg vaknaði kl 8 í morgun og trúði ekki mínum eiginn augum!!
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2011 kl. 19:14
snjór átti þetta að vera, fyrirgefið mér
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2011 kl. 21:00
Gaman að lesa þetta hjá þer, Trausti. Við þessar aðstæður; "over-running" snjóar oft talsvert hér á Nýja Sjálandi og það getur verið erfitt að spá fyrir um hversu langt niður snjókoman nær.
"Veltið síðan fyrir ykkur hvað gerist með hitann þegar úrkoma fellur niður í þurrt loft."
Varmi losnar þegar rakinn gufar upp og loftið kólnar.
Hörður Þórðarson, 1.5.2011 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.