Hvassviðri á sumardaginn fyrsta

Mjög hvasst var víða um landið vestanvert í dag (21.apríl). Vindhraða var þó mjög misskipt eins og verða vill þegar loft er mjög stöðugt. Í stöðugu lofti hafa fjöll sérlega mikil áhrif á vind og búa til vindstrengi, hviður og skrúfvinda baki brotnu. Ég var staddur í Borgarnesi og þar gekk sjórokið yfir neðri hluta bæjarins þegar vindhryðjurnar fóru hjá. Meðalvindur var þó ekki mjög mikill. Vonandi hefur ekki orðið mikið foktjón á landinu, en veðrið hefur alveg gefið tilefni til þess.

Landið hefur verið í hlýjum geira lægðar á Grænlandshafi undir miklum vindstreng sem legið hefur beint úr suðri og norður fyrir. Þessi vindstrengur þokast austur og sjáum við hann á spákortinu hér að neðan sem gildir klukkan 9 í fyrramálið (föstudaginn langa). Kortið sýnir hæð 300 hPa flatarins í dekametrum og svæði þar sem vindur er yfir 40 m/s eru lituð. Einnig má sjá hefðbundnar vindörvar. Kortið er fengið af brunni Veðurstofunnar úr smiðju hirlam-líkansins.

w-hirlam300hPa-220411_09

Klukkan 9 í fyrramálið verður vindhámarkið yfir vestanverðu landinu. Það þýðir þó ekki að þar verði hvasst þá því kalt loft úr vestri á þá að hafa fleygast undir háloftaröstina og kippt sambandi milli hennar og vinds við jörð í sundur. Austanlands gæti hvesst frekar.

Meginkjarni kuldapollsins (K-ið) hefur hörfað heldur til vesturs frá því sem verið hefur en athygli vekur mikil vindkryppa austan Nýfundnalands. Þar ryðst áfram hæðarhryggur á undan næstu lægð. Hún á að valda illviðri hér á laugardagskvöld eða síðar. Við sjáum lægðardragið vestan við hrygginn. Það fylgir lægðinni hingað til lands. 

Þótt lægðin stefni rakleiðis hingað rétt eins og fótbolti á leið frá miðjum velli og í mark á samt eftir að leggja hana fyrir markskotið. Hvar miðja hennar og mesti vindhraði lendir fer nokkuð eftir því hvernig það tekst. Vonandi að hún hitti ekki eins vel og illviðrislægðin fyrir rúmri viku. Á gervihnattamyndum sem teknar voru í kvöld eru ekki mikil illindi á ferðinni. En við lítum e.t.v. á það hvernig hún lítur út á myndum á morgun (föstudag) þegar hún nálgast mjög mikilvægt stefnumót við kalda loftstrauma sunnan Grænlands og leifar lægðarinnar sem veldur blæstrinum í dag. Þeir sóknarmenn þurfa að vera á réttum stöðum þegar boltinn berst til þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 1652
  • Frá upphafi: 2349612

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1498
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband