15.4.2011 | 01:07
Sprækir umhleypingar - lægð straujuð
Enn sér ekki útúr umhleypingunum og ekkert lát er á vestsuðvestanáttinni í háloftunum á okkar slóðum. Þessu veldur enn einn kuldapollurinn vestan Grænlands. Góðu fréttirnar eru þær að hann á ekki að nálgast, en þær verri að lítið lát er á honum. Hann er þó ekki alveg jafnfeitur og bræður hans sem ríktu á svipuðum slóðum hvað eftir annað í febrúar og mars.
Hann sendir okkur þó kuldasleikjur eins og þá sem gengið hefur yfir landið vestanvert í dag kvöld og veldur því að alhvít jörð hér í Reykjavík þegar þetta er skrifað (laust eftir miðnætti aðfaranótt 15. apríl). Það er eðlilegt þegar þykktin er undir 5180 metrum og er spáð enn neðar í nótt. Austlendingar njóta bæði hærri þykktar (=hlýrra lofts) og dágóðrar dægursveiflu hitans í sólríku veðri.
Kortið sýnir spá um hæð 300 hPa-flatarins um hádegi á morgun. Svörtu línurnar eru hæð flatarins í dekametrum (=10 m). Ég hef sett stórt K við miðju kuldapollsins, þar eru aðeins rúmir 8200 metrar upp í flötinn.
Græn- og blálituðu fletirnir tákna svæði þar sem vindur er hvassastur, litun byrjar við 80 hnúta = 40 m/s. Einnig má sjá venjulegar vindörvar þar sem flögg tákna 50 hnúta (=25 m/s). Vindhraði er um 120 hnútar (= 60 m/s) þar sem hann er mestur austan Nýfundnalands.
Ég hef sett feitar, gular línur í þau tvö lægðardrög sem eru mest áberandi. Þau hreyfast bæði til austurs. Erfitt er að greina hæðarhrygginn á milli lægðardraganna. Í dag var lægð við Nýfundnaland og um hádegi á morgun (föstudaginn 15. apríl) þegar þetta kort gildir er hún fremst í grænlitaða svæðinu suðaustur af Hvarfi á Grænlandi, komin langt fram úr bylgjunni sem ætti að gefa henni dýpkunarmátt. Segja má að heimskautaröstin straui hana í klessu.
Skýjakippa hennar og úrkomusvæði fer þó yfir Ísland á föstudagskvöld og þaðan á ofsahraða til Noregs. Síðan kemur næsta lægð og sú næsta og enn áfram og fram að páskum. Framtíðarspár eru þó mjög óöruggar í þessari fjörugu stöðu og ekki gott að segja hvort fleiri lægðir straujast við að fara fram úr sjálfum sér eða hvort þær ná andanum og mynda alvöruhringrás.
Heimskautaröstin tekur aðeins hóflegt mark á meðaltölum og mikil áraskipti eru á því hvenær eða hvernig hún skiptir yfir í snemmsumarsgírinn. Í stöku sumri losnum við ekkert við hana - en að meðaltali turnast hún síðustu 10 daga aprílmánaðar.
Ef við rýnum í meðaltöl mjög langs tíma sést að röstin heldur að jafnaði nærri fullum vetrarstyrk fram undir það síðasta - en jafnframt snýst hún til aðeins hærri áttar (hærri tölu á áttavitanum). Það þýðir að leið hennar í apríl (og maí) liggur oftar yfir Grænland heldur en tíðast er yfir háveturinn. Vorin eru sá tími árs sem Grænland með sínum háa jökulhrygg beyglar röstina og þá vilja skiptast á bjartir og hægir dagar annars vegar og leiðindanorðankuldaköst - vorhretin illræmdu. Ég hef því miður enn ekki nákvæma tölu á tíðni þessa erfiða veðurlags á hinum ýmsu tímum árs en tilfinning mín (sem ekki er rétt treystandi) telur Grænlandsbylgjuhret á vorin um tvöfalt líklegri heldur en á öðrum tímum árs. Vonandi upplýsist um sannleikann í því máli síðar.
En eins og að ofan sagði lætur heimskautaröstin meðaltöl sig litlu varða og við verðum því að taka framleiðsluvörum hennar í vor með jafnaðargeði.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:12 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 18
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 2316
- Frá upphafi: 2413980
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 2131
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
S/V-áttir hafa verið hér ráðandi meira eða minna síðan um áramót með tilheyrandi úrkomu og óstöðugu veðri.
Af þessi S/V-útsynningur verður viðvarandi áfram og í sumar, þá má búast við svölu, vætusömu og sólarlitlu sumri hér S/V-lands í allt sumar.
Ekki satt, Trausti?
K. M. Þórðarson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 10:33
og björtu og hlýju hér norðanlands eða hvað?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 15.4.2011 kl. 12:59
Trausti hefur margsagt og lýst yfir að þessir pistlar hans eru ekki veðurspár, allra síst langtímaspár, ef ég hef skilið hann rétt. Þannig að ég býst ekki við að þið fáið hrein svör frá honum, K.M. Þórðarson og Arinbjörn Kúld! En mig langaði til að spyrja hvort þetta um ráðandi vindáttir byggir á skráningu eða tilfinningu?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 15:49
Sumarið 1983 er kannski besta og alræmdasta dæmið um kalt og blautt útsynningssumar á suðvesturlandi.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.4.2011 kl. 20:17
Það er rétt hjá þér Þorkeli að engar veðurspár er að hafa á hungurdiskum, en þar er hins vegar fjallað um þær. Það vill verða hættuspil fyrir menn eins og mig að taka að sér spár frá heimili mínu úti í bæ. Ég hef enga möguleika á að liggja yfir upplýsingum 24 tíma á sólarhring alla daga vikunnar eins og gert er á Veðurstofunni, en ég hef góðar forsendur til að fjalla um möguleika í stöðunni hverju sinni án minnstu ábyrgðar. Suðvestanátt að sumri er vísun á sudda og sólarleysi á Suðvesturlandi (þessi setning gæti nærri því verið úr My fair Lady. segi men eþþ í stað s). Sumarið 1983 er besta dæmi sem ég hef upplifað af þessu tagi og flestir þeir sem eldri eru held ég. Þeir sem enn eldri eru vitna þó stöðugt í sumarið 1955 (ég man það sumar ekki), en það var þó talsvert hlýrra en 1983. Þeir elstu sem ég talaði við fyrir 30 árum nefndu sumrin 1926 og 1913 sem sérlega eftirminnileg og einhver þeirra nefndi að sér enn eldri hefði nefnt eitthvert sumranna á síðari hluta 10. áratugar 19. aldar sem eftirminnilegast. Þá komu nokkur skítasumur í röð sunnanlands - svipað og upp úr 1980. Það sem ég hef síðast frétt af spám um næstu mánuði gerir ekki ráð fyrir útsynningssumri á Íslandi í ár. Hafa verður í huga að margra mánaða veðurspám er alls ekki treystandi - þær eru þó ekki svo vitlausar að hægt sé að hægt sé að ganga út frá að þær séu vitlausar - oft ratast kjöftugum satt á munn.
Trausti Jónsson, 16.4.2011 kl. 01:47
Ég varð svo óðamála hér að ofan að ég gleymdi að svara spurningur Þorkels. Vorvindáttahugleiðingar mínar eru byggðar á gegnheilum tölum en ekki tilfinningu - má vera að ég færi aðeins í stílinn - en ekki meir.
Trausti Jónsson, 16.4.2011 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.