Óvenjuleg hlýindi efra skjótast hjá

Meiri þykkt en 5500 metrar mjög óvenjuleg yfir Íslandi í apríl. Ég veit ekki um mörg tilvik í áranna rás. Í metatöflu minni er 5510 metrar hæsta talan í háloftaathugun yfir Keflavíkurflugvelli, en ekki má taka hana alveg bókstaflega sem met vegna þess að skrá mín yfir háloftamet er ógróin satt best að segja flakandi sár - en talan er nærri lagi sem met.

Um hádegi á laugardag er því spáð að þykktin yfir Austurlandi verði 5510 metrar. Heldur lægri þykkt er spáð yfir Keflavík þannig að varla verður slegið met þar að þessu sinni. Þetta má sjá á kortinu hér að neðan.

w-blogg-090411

Þetta er falleg mynd. Svörtu línurnar sýna þykktina, en litirnir hita í 850 hPa eða í um 1300 metra hæð. Hiti í þessari hæð á að fara upp fyrir 10 stig á morgun. Bætum hundruðum metra við og fáum út 23 stig, en loft í hreinu niðurstreymi hlýnar um 1 stig fyrir hverja 100 metra lækkun. Þetta eru sumarhlýindi. Aftur á móti er ekki létt að koma hlýja loftinu til jarðar og ólíklegt að það takist án verulegrar blöndunar við kaldara loft sem flatmagar neðar. Sólin gæti hjálpað til en ætli háský dragi ekki eitthvað úr áhrifum hennar. Líklegt er því að hæsti hiti á landinu verði á bilinu 16-19 stig. En - með heppni hærri.

Hæsti hiti í 850 hPa yfir Keflavík í mínum götóttu skrám er 9,0 stig í apríl. Yfir Keflavík á laugardagshitinn að fara í 8 stig og nær þvi ekki meti þar séu spárnar réttar.

En hlýja loftið berst mjög hratt yfir og mun kaldara loft úr suðvestri tekur við. Á sunnudaginn kemur kröpp lægð á miklum hraða með háloftasuðvestanáttinni upp að landinu og á hún að fara yfir Vesturland síðdegis á sunnudag. Ekki er samkomulag um hver braut lægðarinnar nákvæmlega verður, né hve hvasst verður. En ástæða er til að hafa varann á varðandi þessa lægð.

Spár eru síðan loðnar um framhaldið. Mjög kalt er vesturundan og hótanir eru uppi um kalda éljagusu eða snjó í vikunni, en allt er það heldur óljóst í þessu mikla umhleypingaástandi. Fylgist með spám Veðurstofunnar. Hungurdiskar spá ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 692
  • Sl. viku: 3751
  • Frá upphafi: 2428582

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3351
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband