8.4.2011 | 00:33
Nýtt dægurhitamet í dag (7. apríl) og stöðvahitamet aprílmánaðar
Fyrir nokkrum dögum birtu hungurdiskar mynd sem sýndi hæsta hita á landinu hvern dag í aprílmánuði. Einn dagur skar sig nokkuð úr fyrir aumt hámark (7.) og lá því best við höggi ef setja ætti nýtt dægurmet í apríl. Varla var búið að sleppa orðinu fyrr en 7. apríl rann upp og setti nýtt met. Hiti komst í 14,4 stig á Kollaleiru við Reyðarfjörð, eldra met frá Akureyri sama dag 1974 var slegið um 1,0 stig.
Þrátt fyrir þetta er sá 7. enn með lélegasta dagsmet aprílmánaðar. Næstlægstur er sá 6., hann er liðinn i ár án mets. Fjórði lægsti dagurinn er sá 9., með 15,8 stig. Svo vill til að þann dag (á laugardaginn) er einmitt spáð sérlega metavænu veðri á landinu norðaustanverðu. Þykktin, hungurdiskar miða gjarnan við hana í metavangaveltum, á að fara í nærri 5500 metra. Henni var reyndar spáð enn hærra fyrr í dag (fimmtudag 7.) þannig að eitthvað er verið að draga í land. En nördin bíða spennt.
Eftir laugardaginn er svo spáð einhverjum leiðindaumhleypingum - hungurdiskar vita ekki enn hvort þeir fjalla um þau leiðindi. Jú, það má t.d. geta þess að hita á Vestur-Grænlandi er spáð niður undir botn í næstu viku, 4920 metra þykktarlínan á að snerta ströndina þar - en ætli það sé ekki eitthvað orðum aukið. Kannski við fáum enn einn skammtinn af vestrænum kulda með snjó (æ) áður en allt of algengir norðannæðingar tímabilsins 20. apríl til 20 maí taka við (æ, enn meira æ). Þessi norðannæðingatími er eiginlega sérstök árstíð - sú langstysta. Oft sýnir hún sig þó ekki - vonandi sést hún ekki í ár.
En í viðhengi lítum við á hæsta hita á veðurstöðvum landsins í aprílmánuði. Þetta er hluti af samantekt minni á útgildum Íslands en henni er langt í frá lokið og ýmsir gallar kunna að leynast í þessum listum minum. Ég biðst velvirðingar á því. Listi dagsins er fjórskiptur eins og fyrirrennarar hans. Fyrst koma sjálfvirku stöðvarnar, stöðvar Vegagerðarinnar sem ekki eru alveg sambærilegar við hinar í útgildamælingum eru þó teknar sér. Raðað er eftir nafni, en nörd geta auðvitað kippt listanum inn í töflureikni og raðað að lyst. Hér, sem og annars staðar verður að gæta að mælitímabilinu, sumar stöðvar byrjuðu að mæla 2009 eða 2010 og eru því varla til stórræða ennþá.
Þriðji skammturinn í listanum samanstendur af mönnuðu stöðvunum og nær yfir tímabilið frá 1961 til vorra daga. Þar eiga lesendur einnig að vara sig á mislöngum mælitímabilum. Fjórði listinn nær yfir mönnuðu stöðvarnar á árabilinu 1924 til 1960. Hann er með þeim galla að aðeins eru með stöðvar þar sem hámarksmælir var á staðnum. Nokkur há gildi til viðbótar hafa fundist á sumum stöðvanna en eru ekki öll með í þessum lista. Hámarksmælar brotna mun oftar en aðrir hitamælar.
Sé rýnt í listann kemur í ljós að 7 hæstu tölurnar eru frá sama degi, 29. apríl 2007 í aldeilis óvenjulegri hitabylgju. Þar í þriðja sæti er hæsta talan á mannaðri stöð, 21,9 stig, mælt á Staðarhóli í Aðaldal. Það kemur dálítið á óvart að engin af stöðvunum í Skaftafellssýslum skuli skjóta sér hátt á blað og ekki heldur stöðvarnar undir Eyjafjöllum, Kvísker hafa þó náð 19,7 stigum og Skaftafell 19,4.
Hæsta talan utan Norður- og Austurlands mældist á Ásgarði í Dölum í hitabylgjunni miklu 29. apríl 2007, 20,2 stig. Síðan kemur gamal met frá Lambavatni á Rauðasandi 19,9 stig frá 29. apríl 1942. Ég hef ekki litið á trúverðugleika þess - en á þeim árum komu nokkrar háar tölur frá Lambavatni - en síðan ekki söguna meir. Slík tímabundin hegðan er ekki traustvekjandi, en ég leyfi þessu að standa, sérstaklega vegna þess að sama dag mældist hæsti hiti sem vitað er um í Reykjavík, 15,2 stig og dagurinn á met tímabilsins 1924 til 1960 á 11 stöðvum. Því skyldi hann ekki hafa komist í 19,9 á Lambavatni?
Þegar kemur niður undir 17 stig og þar um kring fara stöðvarnar á Suðvesturlandi að detta inn ein af annarri. Eins og nefnt var hér að ofan á Reykjavík aðeins 15,2 stig og það í eldgömlu meti (1942) og enn verr er komið fyrir Stórhöfða í Vestmannaeyjum, þar er hæsta talan 12,2 stig og hefur staðið allt frá 1924 (byrjað var að mæla haustið 1921 á Stórhöfða). Þessar eldgömlu tölur hljóta nú að fara að láta á sjá.
Þess má reyndar geta að 28. apríl 1842 mældi Jón Þorsteinsson 16,3 stig í Reykjavík - gæti það verið sambærilegt við mælingar okkar tíma? Varla - hafi sól skinið í heiði, því mælir Jóns var að sögn lægra yfir jörð auk þess að vera ekki í skýli. Í slíkum kringumstæðum eru mælar stundum undir það miklum áhrifum af varmageislun frá yfirborði jarðar að lofthitamælingin fer forgörðum. Hafi hins vegar verið austræningur og veður skýjað er talan líklegri.
Annars eru dægurhámörk aprílmánaðar þessara fornmælinga Jóns ekki svo ótrúverðug, flest á svipuðu róli og dægurhámörk seinni tíma. Sama má segja um mælingar Rasmusar Lievog í Lambhúsum við Bessastaði á 18. öld.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:04 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 879
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Í kvöld var svo hitinn á Kvískerjum 16,7° sem er þá er víst dagsmet á landinu hvort sem það er sett á þ. 8. eða 9.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2011 kl. 01:25
Þakka þér fyrir Sigurður - enginn friður fyrir metunum. Talan 16,7 mældist á Kvískerjum milli kl. 14 og 15 í dag sýnist mér þannig að nýja metið lendir á þeim 8. Það slefar upp fyrir gamla metið, 16,4 stig og var sett á Núpi á Berufjarðarströnd 2004. Áfram er spurning með þann 9.
Trausti Jónsson, 9.4.2011 kl. 02:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.