7.4.2011 | 00:10
Þeir óvenjulegu þurrkar á síðasta ári
Hungurdiskar minntust á það í kringum áramótin hversu óvenjuþurrt árið 2010 var um allt vestanvert landið. Nú hafa árssummur verið reiknaðar fyrir 82 stöðvar þannig að betri heildarmynd er komin á. Í ljós kom að þurra svæðið náði frá Árnessýslu í suðri, vestur og norður um til Skagafjarðar. Á þessu svæði var árið meðal þeirra allra þurrustu og þarf víðast hvar að fara 50 til 70 ár aftur í tímann til að finna viðlíka. Það er þó aðeins breytilegt frá einni veðurstöð til annarrar.
Merkustu tíðindin að því er mér finnst er úrkomuleysið í Skagafirði. Ársúrkoman á Bergstöðum mældist ekki nema 257,5 mm. Ekki er langt þaðan niður í Íslandsmetin og aðeins stöðvar á stangli í gegnum tíðina sem verið hafa jafnþurrar yfir árið. Litlu meiri mældist úrkoman í Litlu-Hlíð inni í Vesturdal í Skagafirði, 263,8 mm. Ívið meiri úrkoma var í Húnavatnssýslu, minnst 295,3 mm á Brúsastöðum í Vatnsdal. Úrkoma var ámóta lítil á þessu svæði 1960, þá mældust 269,6 mm á Nautabúi í Skagafirði og 220,7 mm í Forsæludal í Húnavatnssýslu.
Í Reykjavík mældist úrkoman 592,3 mm, sú minnsta frá 1951. Þurrkmet var slegið á Keflavíkurflugvelli, en Veðurstofan byrjaði að mæla þar í apríl 1952 - og missti staðurinn því af árinu 1951. Setuliðið gerði mælingar á Keflavíkurflugvelli það ár, en ég hef þær ekki við höndina.
Lægsta viðurkennda ársúrkoma á landinu er 181,6 mm í Reykjahlíð við Mývatn 1941. Árferði var þá að mörgu leyti svipað og 2010, óvenju hlýtt og loftþrýstingur með allra hæsta móti. Met frá því ári situr enn á Akureyri, 258,0 mm - rétt það sama og Bergstaðametið nú.
Á þessum tíma árs lít ég venjulega yfir úrkomuna og bæti þá við nokkra úrkomuvísa sem ég fylgist reglulega með. Einn þeirra er meðalúrkoma á öllum veðurstöðvum. Hún er fundin með því að leggja saman úrkomu allra stöðva sem mældu allt árið og deila síðan með fjöldanum. Gallinn við þessa aðferð er sú að stöðvaþýðið er ekki einsleitt gagnvart úrkomu allan tímann. Með þessu er átt við að þær stöðvar sem bætast við eða hætta á hverjum tíma eru misúrkomugæfar. Þannig hækkaði landsmeðaltalið aðeins þegar Kvísker i Öræfum bættust í stöðvasafnið 1961.
En við lítum samt á mynd sem sýnir þetta meðaltal aftur til 1924. Lengra aftur treysti ég mér ekki til að reikna vísinn, en nota reyndar annan.
Myndin er óróleg, en ætti að vera lesanleg með skýringum og gát. Lárétti ásinn sýnir tímann í árum, en sá lóðrétti meðalúrkomu allra stöðva. Athugið að lóðrétti kvarðinn byrjar í 400 mm. Í bakgrunninn má sjá gráleitar súlur sem sýna meðalúrkomu hvers árs. Þar er bent á nokkur þurrustu og úrkomumestu árin.
Við sjáum að árið 2010 sker sig gríðarmikið úr síðustu 20 árum. Fara þarf allt aftur til 1987 og 1985 til að finna eitthvað ámóta. Nokkuð þurrt var einnig 1977 og 1979. Síðan er klasi af mjög þurrum árum frá 1960 til 1970 og um 1950. Nokkur ár skera sig einnig úr hvað mikla úrkomu snertir.
Rauða línan sýnir 7-ára keðjumeðaltal, gildið er hér sett við miðár tímabilsins. Ef við trúum tölunum má sjá að á undanförnum 40 árum hafa komið þrjú snörp úrkomuskeið en þurrara hefur verið á milli. Nokkur mjög vot ár komu einnig fyrir 1940.
Mikil óvissa er í meðaltalinu fyrir 1940, þá var úrkoma mæld á mjög fáum stöðvum. Þær voru aðeins 12 árið 1924, urðu fyrst fleiri en 20 árið 1932. Þær urðu 40 1939 og fleiri en 50 frá og með 1952. Flestar urðu stöðvarnar 114, árið 1973. Fjöldinn hélst síðan mjög svipaður fram til 2004. Árið 2010 voru stöðvarnar 82. Á síðustu árum hafa sjálfvirka stöðvar farið að koma í stað þeirra mönnuðu. Samantekt fyrir þær nýju stöðvarnar hefur ekki verið gerð enda verið að safna í sarpinn þannig að þær verði marktækt sambærilegar.
Ég hef reiknað eins konar óvissumörk í kringum 7-ára meðaltalið (grænir og bleikir punktar). Þau eru sett á myndina til þess að minna á að rétt sé að taka tölunum með ákveðnum fyrirvara. Reikningar óvissumarkanna eru subbulegir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 63
- Sl. sólarhring: 518
- Sl. viku: 3186
- Frá upphafi: 2429714
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 2650
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þarna er margt sem kemur á óvart, samhliða því sem kemur ekki á óvart. Til dæmis varð ég undrandi að sjá að árið 1955 skuli ekki skora hærra í úrkomu, en líklega hefur tvennt komið þar til; annars vegar minni vetrarúrkoma og hinsvegar mikill munur á úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu annarsvegar og nyrðra og eystra hinsvegar. Hvað varðar síðastliðið ár kemur það hinsvegar ekki á óvart hvað það var úrkomusnautt. Nú hef ég fregnað af þeim sem ferðast um hálendið, að þar sé meiri snjór en verið hefur að þeirra mati síðan 1999. Vonandi eru það góðar fréttir fyrir Landsvirkjun og vatnsveitur landsins.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 05:48
Sumarið ´79 var einmitt ömurlegt líka.
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 7.4.2011 kl. 23:30
Já Þorkell 1955 var óvenjulegt. Úrkoma vestanlands (þar með talinn Skagafjörður) var í toppi í júlí, ágúst og september og í júlí líka á Suðurlandi. Tiltölulega þurrt var um það leyti norðaustanlands. Aftur á móti voru bæði febrúar og maí meðal þeirra allra þurrustu um land allt og einnig október á Vesturlandi og desember á Suðurlandi. Þetta veldur því að árið skorar ekki í heild. Sigurður Hlynur, já, sumarið 1979 var heldur ömurlegt. Úrkoma í júní var nokkuð mikil um stóran hluta landsins en annars er ársins helst minnst fyrir kuldana í maí og september sem voru eins og draugar frá 19. öld. Á Suðurlandi var sumarið sæmilegt, jafnvel gott í góðu skjóli í peysu, sunnan undir vegg.
Trausti Jónsson, 8.4.2011 kl. 00:45
Það var ein vika með þolanlegu veðri þetta sumar hér í Þingeyjarsýslu og ég lá í hettusótt á meðan.
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 8.4.2011 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.