Dularfyllsta veđurfarssveiflan? (Hringrásarpistill 7)

Mörg fyrirbrigđi veđurfarsins eru einkennileg eđa jafnvel dularfull. Ég vona ađ mér fyrirgefist ađ skjóta hér inn smápistli um eitt hiđ dularfyllsta.

Ţađ er óskýrt ađ miklu leyti hvers vegna sveiflutími ýmissa hringrása í lofthjúpnum er meiri en ár og fellur ekki ađ hinni hefđbundnu árstíđasveiflu sólarhćđar. Ţegar rýnt er í veđurgögn rekast menn furđuoft á sveiflur sem ná yfir tvö ár frekar en eitt. Tveggja ára sveiflur eru ekki sérlega áberandi hér á landi en ţó má sjá ţćr á sveimi t.d. í hitagögnum. Ef eitt áriđ er hlýtt virđast meiri líkur á ţví ađ ţarnćsta ár verđi ţađ líka frekar heldur en áriđ nćst á eftir hlýja árinu. Sama má segja međ loftţrýstinginn. Stundum býr veđriđ viđ ţessa tvíćringshegđan reglulega í áratug eđa meir, hún hverfur síđan en birtist gjarnan aftur og ţá er sveiflutíminn ekki alveg sá sami og var. Hérlendis eru sveiflur af ţessu tagi alltaf minni en árstíđasveiflan. Međan ekki hafa fundist eđlisfrćđilegar skýringar á ţessu skulum viđ tala um ţessa hegđun sem tilviljun eina.

Ég held ađ ţađ séu meir en 130 ár síđan vangaveltur um tveggja ára sveiflu byrjuđu ađ koma fram í vísindatímaritum. Ţađ óţćgilega var ţó ađ sveiflurnar virtust frekar vera 25 mánuđir heldur en 24. Ţessar lágstemmdu umrćđur ollu ţví ţó ađ ţeim var gefiđ nafn. Á ensku quasi-biannual-oscillation(QBO). Ég reyni af veikum mćtti ađ ţýđa ţetta sem nćrtvíćringssveiflur, geta menn sagt ţađ? 

Lengi hefur veriđ vitađ um einhverja óreglu í háloftavindum nćrri miđbaug en viđ ţéttar mćlingar alţjóđajarđeđlisfrćđiársins 1957 til 1958 birtist ţar sveifla í öllu sínu veldi. Reyndist hún vera langreglulegasta QBO sem vitađ er um og hefur nćrri alveg stoliđ nafninu. Ef ţiđ sjáiđ skammstöfunina QBO í texta er langoftast átt viđ ţessa vindasveiflu sveiflu eingöngu.

Sveiflan fellst í ţví ađ á u.ţ.b. 26 til 28 mánađa fresti skiptir um vindátt hátt í heiđhvolfinu yfir hitabeltinu, greinilegast yfir Kyrrahafi. Ţetta gerist í 20 til 40 km hćđ, langt ofan venjulegs veđurs. Ef viđ göngum inn í sveifluna ţegar vindur er af vestri í 40 km hćđ er hann af austri í 25 km. Síđan gerist ţađ ađ vestanáttin étur sig smám saman niđur í austanáttina og eftir 13-14 mánuđi hafa áttirnar skipt um sćti. Ţá er vestanátt í neđri lögum en austanátt ofar. Síđan étur austanáttin sig niđur í vestanáttina ţar til upphafsstöđu er náđ efir 26-28 mánuđi.

Til ađ skýra ţetta hafa menn lagst í illskiljanlegar frćđilegar pćlingar. Trúlega eru ţćr réttar ţví eitthvađ sem líkist sveiflunni kemur fram í bestu veđurfarslíkönum. Samt gćtir ákveđinnar óvissu um frumorsakir. Grunur um ađ sveiflan hljóti ađ tengjast Walkerhringnum á einhvern hátt, ţar sem sveiflutíđni fyrirbrigđanna er svipuđ.

Kemur ţetta okkur eitthvađ viđ? Ég veit ţađ ekki en sumir ţeir sem hafa ađ sögn betri sjón en ađrir telja ađ nćrtvíćringssveifla hitabeltisheiđhvolfsins hafi áhrif hér á norđurslóđum. Meiri líkur séu á stórum fyrirstöđuhćđum ţegar austanáttin rćđur í neđri hluta heiđhvolfsins yfir hitabeltinu. Heyrst hefur ađ áhrif sveiflunnar á norđurslóđum séu ekki ţau sömu viđ lágmark sólvirkni og viđ hámark hennar. Ég hef enga skođun á ţví - enda á ég enn eftir ađ fá nćrtvíćringssveifluna á tilfinninguna.

En dularfull er ţessi sveifla sem ekki lćtur ađ stjórn árstíđanna.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Tvíćringsnándarsveiflur"  .... er ţađ eitthvađ skárra? (Ekki ţađ ađ hitt sé svo slćmt)

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2011 kl. 02:40

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Miđađ viđ ástandiđ sem skapađist í Rússlandi og Pakistan í fyrra, ţá ćttu ađ vera einhverjar líkur á ţví ađ slíkt muni endurtaka sig á nćsta ári samkvćmt ţessu  - eđa hvađ?

Höskuldur Búi Jónsson, 29.3.2011 kl. 08:44

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Höskuldur. Ég veit ekki hvert ástand nćrtvíćringssveiflunnar er um ţessar mundir og veit ţví ekki heldur hvort reynt hefur veriđ ađ tengja hana viđ ástandiđ í Rússlandi eđa Pakistan á síđasta ári.

Trausti Jónsson, 30.3.2011 kl. 00:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b
 • w-blogg131019a
 • w-blogg091019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 224
 • Sl. sólarhring: 231
 • Sl. viku: 2224
 • Frá upphafi: 1841552

Annađ

 • Innlit í dag: 198
 • Innlit sl. viku: 2012
 • Gestir í dag: 181
 • IP-tölur í dag: 169

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband