Veđurdagurinn sjálfur - hiti frá 1846

Alţjóđaveđurfrćđistofnunin minnir árlega á tilveru sína 23. mars og kallar alţjóđaveđurdaginn, 22. er alţjóđavatnadagurinn. Í tilefni af ţví skulum viđ líta á langa tímaröđ morgunhita í Stykkishólmi, allt aftur til 1846.

w-2303-t09-sth-1846-2010

Mćlt var kl. 8 (ađ okkar viđmiđi) fram til 1872 en síđan kl. 9. Línuritiđ sýnir ađ mikill breytileiki hefur veriđ í hitafari. Langkaldast var 1881, ţá var morgunhitinn -20,2 stig, einnig var mjög kalt 1859. Hlýjastur varđ morguninn 23. mars í Stykkishólmi á árinu 1945, ţá mćldist hann +7,8 stig.

Ekki er ađ sjá ađ leitni sé mikil yfir allt tímabiliđ (rauđ lína). Hún reiknast samt 0,3 stig á öld, varla marktćk ţó. Ćtli ţađ ráđi ekki mestu um ađ hún er ţó jákvćđ ađ köldustu dagarnir eru heldur fleiri framan af en síđar hefur veriđ. Sé gróf sía dregin í gegnum gagnasafniđ (blár ferill á myndinni) má sjá ađ tiltölulega kalt var á árunum 1965 til 2001.

Ekki er rétt ađ draga neinar sérstakar almennar ályktanir um veđurfarsbreytingar af myndinni. Hún sýnir ađeins ađ hitaleitni á ţví bili sem reiknast ţennan ákveđna dag drukknar í daglegum breytileika.

Fyrir ţá sem áhuga hafa má geta ţess ađ međalhitinn yfir allt tímabiliđ er -0.8 stig og stađalvik hans er 4,8 stig. Ţađ er 8. mars sem á stćrsta stađalvikiđ, 5,35 stig. Ritstjóra hungurdiska gćti dottiđ í hug ađ fjalla um árstíđasveiflu stađalviks síđar (?).

Tjón hefur nokkrum sinnum orđiđ af völdum veđurs 23. mars. Dagsetningar eru ţó ekki alltaf alveg nákvćmar í fréttamiđlum. Ţann 23. mars 1947 féll mikiđ snjóflóđ viđ bćinn Miđgerđi í Höfđahverfi í Suđur-Ţingeyjarsýslu og sópađi burt hlöđu, fjárhúsi međ 40 fjár og fjórum hestum, rafstöđvarhúsi og bragga. Ţetta var hluti af mjög mikilli snjóflóđahrinu og féllu stór flóđ víđa.

Áriđ 1993 var ofsaveđur ţennan dag á Seyđisfirđi. Ţá urđu skemmdir á fiskiđjunni Dvergasteini, stór rúta tókst á loft ţar nćrri og fauk út á sjó, einnig fuku sendibifreiđ og trilla. Talsvert foktjón varđ í Neskaupstađ 1966 er ţakplötur og bílar fuku. Fleira mćtti tína til en látum hér stađar numiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband