23.3.2011 | 00:03
Tilviljun ræður miklu
Allillskeytt vestanáhlaup gerði suðvestanlands að kvöldi 21. mars og aðfaranótt þess 22. Spurning er hvort réttlætanlegt sé að nota orð eins og illskeyttur um þetta veður því fáir urðu þess varir. En það gefur samt tilefni til hugleiðinga. Myndin hér að neðan sýnir vindhraða á 10-mínútna fresti á Garðskagavita 21. mars og fram til kl. 16 þann 22.
Þrír ferlar 10-mínútna athugana eru á myndinni: (i) Loftþrýstingur í hPa (grár ferill), (ii) 10-mínútna meðalvindhraði í m/s (blár ferill) og (iii) mesta vindhviða hverra 10-mínútna (rauð punktadreif).
Fyrri hluta þess 21. var vindhraði hægt vaxandi, milli 10 og 15 hnútar með 15 til 18 hnúta hviðum. Um hádegi dró úr vindi og kl. 15 var nærri því logn. Síðan jókst vindur jafnt og þétt alveg til miðnættis, en þá varð hann mestur, 25,0 m/s. Um kl. 3 um nóttina datt hann snögglega niður fyrir 10 m/s, jókst síðan fljótt aftur. Síðan lægði smám saman.
Mesta vindhviða mældist um miðnættið, 33,5 m/s. Hviðustuðull (hlutfall hviðu og meðalvinds) var lengst af á milli 1,2 og 1,4 (í örfáum undantekningartilvikum hærri). Vindátt var mestallan tímann á milli vestsuðvesturs og vesturs (240-270 gráður). Milli kl. 15 og 18 þann 21. var vindátt þó suðaustlæg og suðlæg.
Loftþrýstingurinn hækkaði að morgni þess 21., féll síðan nokkuð - en steig rösklega eftir það. Mesta 10-mínútna hækkun var 1,8 hPa, sem er mikið. Það var þegar lægði snögglega um kl. 3 aðfaranótt 22.
Þann 21. og fram á nótt 22. fóru að minnsta kosti þrír éljagarðar yfir landið. Sá fyrsti sést ekki á þessari mynd, en hann slóst yfir Breiðafjörð og síðan til norðausturs um morguninn 21. Var þá um tíma ófært veður á heiðum á þeim slóðum. Um miðjan dag fór reglulega lagaður éljabakki yfir allt Vesturland. Þá snjóaði nokkuð en vindur var fremur hægur. Þriðji bakkinn fór síðan yfir um kvöldið og olli illviðrinu sem hér er til umræðu. Að minnsta kosti tvær og e.t.v þrjár smálægðir tengdust þessum bökkum.
Tölvuspár, jafnvel þær nákvæmustu höndla veðurfyrirbrigði af þessu tagi ekki vel. Það má þó segja spánum til hróss í þessu tilviki að þar var tveimur snörpum smálægðum spáð og því var einnig spáð að sú fyrri færi yfir Vestfirði - sem hún gerði, en hin færi um Faxaflóa - sem hún og gerði. Þetta olli því að þessum tveimur áhlaupum var ekki beinlínis illa spáð. Strengirnir eru hins vegar svo litlir um sig að smáatriði fóru nokkuð úr skorðum og ég held ég geti fullyrt að vindur í síðari strengnum hafi orðið mun snarpari við sunnanverðan Faxaflóa heldur en tölvuspár höfðu gert ráð fyrir. Mátulega óljós textaspá Veðurstofunnar varaði þó við áhlaupinu að þessu sinni og allir mega vel við una.
En eins og áður sagði gefur þetta veður samt tilefni til hugleiðinga. Því má velta upp hvort veður þetta hefði valdið umferðarteppu á Höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbrautinni hefði það skollið á meðan morgun- eða síðdegisumferðarþunginn var sem mestur. Þá hefðu nokkrar tugþúsundir manna tekið eftir veðrinu - en í raun voru þeir fáir sem gerðu það. Þetta sýnir að miklu máli skiptir fyrir afleiðingar hvað það er sem fyrir veðri verður. Sama veðrið getur haft hvort sem er miklar eða litlar afleiðingar.
Nú kemst það ekki í sögubækur og týnist - nema í veðurathugunum - og svo þessum bloggpistli. En ég er mjög smeykur um að nákvæmlega þetta veður hefði getað valdið hræðilegum sjóslysum á árum áður og reyndar allt fram undir okkar daga hefði það komið á óheppilegum tíma dags. Allmörg dæmi má finna um misheppnaðar spár í tilvikum sem þessum á árum áður og fyrir tíma Veðurstofunnar voru auðvitað engar spár nema hjá þeim sem gerðu þær sjálfir.
Erfitt er að sjá umfangslítið veður af þessu tagi í endurgreiningum á veðri og jafnvel er erfitt að finna þau þegar gisnar veðurathuganir fyrri tíma eru grandskoðaðar. Nú hagaði þannig til að ekkert gerðist - á þá að telja þetta veður eitthvað ómerkara heldur en annað 100 ára gamalt sem olli sjóslysum?
En þótt vel hafi tekist til nú með spár og tímatilviljun hafi orðið til þess að ekkert gerðist er ekki þar með sagt að jafnvel takist til með næsta veður af þessu tagi - því er eins gott að fylgjast vel með hlutunum og vera á varðbergi.
Viðbót 23. mars kl. 12:15.
Nú hefur frést að tjón varð á húsi í Laugarnesi í Reykjavík og kemur það mér ekki á óvart miðað við það veður sem ég sá út um gluggann heima hjá mér sjálfur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 28
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2475
- Frá upphafi: 2434585
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 2199
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.