19.3.2011 | 01:30
Mikil hitabrekka yfir landinu
Flestum mun þykja fyrirsögnin heldur ankannanleg en ég vil frekar nota þetta orðalag heldur en að segja að mikill hitastigull sé yfir landinu. Ég nota einnig orðið hitabratti yfir það sama. Það er mikil brekka í hitasviðinu, mikill munur er á hita á nærliggjandi svæðum í lofthjúpnum. Oft fer mun betur á því að tala einfaldlega um hitamun milli staða - það fer eftir samhenginu hvort er heppilegra. Orðið hitastigull er ágætt, en mér finnst að frekar eiga við lóðréttan hitamun - einkum niður á við. En lítum nú á samhengið eins og það birtist í HIRLAM-spá af flugveðurvef Veðurstofunnar. Hún gildir klukkan 9 að morgni laugardags 19. mars.
Kortið sýnir vind og hita, vindur er í hefðbundnum vindörvum, hvert heilt þverstrik þeirra táknar 5 m/s, svarta flaggið 25 m/s eða 50 hnúta. Strikuðu línurnar sýna hita á fimm stiga bili. Kortið á við 500 til 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Fjólubláa strikalínan sýnir frostmark. Við sjáum að frostlaust er yfir Suðausturlandi, en -20 stiga línan liggur skammt undan Vestfjörðum. Í spánni er lægð yfir Norðausturlandi á mjög hraðri leið til norðausturs.
Auðvelt er að sjá af kortinu hvar hlýtt aðstreymi ríkir og hvar kalt. Vindörvarnar undan Austurlandi stefna nærri hornrétt á frostmarkslínuna og auðvelt er að hugsa sér hana borna áfram í stefnu vindsins. Yfir landinu vestanverðu blása vindar undir 40 til 50 gráðu horni á jafnhitalínurnar. Þar er aðstreymi af köldu lofti. Fyrir suðvestan land má sjá að vindar blása nærri samsíða frostmarkslínunni, úr norðaustri norðvestan hennar en úr suðvestri suðaustan við hana. Þar gengur hvorki né rekur.
Þegar þetta er skrifað er mjög kalt vestra, 11 stiga frost í Bolungarvík og 16 stig á Þverfjalli í 750 metra hæð þar nærri. Kaldara er á heiðum á Vestfjörðum heldur en á Miðhálendinu.
Mikill vindstrengur í háloftunum ber nú hvert smákerfið á fætur öðru yfir landið og erfitt er að fylgja þeim eftir. Jafnhitalínurnar sveiflast lítillega til og frá en ekki nægilega mikið til að gefa lægðamyndun kraft að ráði. Smásveiflurnar eru þar að auki svo óvissar að mikill munur er á sólarhringsspám. Það er ekki algengt núorðið. Vestfirðir virðast eiga að vera inni í kalda loftinu alla helgina, en suðvestanlands skiptast á hláka og frost þegar tvær til þrjár smálægðir berast yfir. Þar á milli er allt í uppnámi.
Til umhugsunar fyrir áhugasama (aðrir beðnir velvirðingar): Þótt hitabratti í kalda loftinu á kortinu sé mikill er þar ekki mikill vindur, í hlýja loftinu er hins vegar lítill bratti og mikill vindur. En skapar mikill hitabratti ekki mikinn vind? Hvernig stendur þá á hegðan vindsins í þessu tilviki? Tryggir lesendur hungurdiska vita að hitamunur í þeirri hæð sem vindurinn blæs ræður oftast litlu heldur ræðst þrýstibrattinn af einhvers konar summu af hitaástandinu ofan við. Já, strangt tekið alveg upp til endimarka lofthjúpsins.
Vindurinn í hlýja loftinu á kortinu stafar af miklum hitabratta við veðrahvörfin og þar um kring, þar ólmast heimskautaröstin. Vindurinn í kalda loftinu er frekar lítill vegna þess að sá mikli hitabratti í neðri hluta veðrahvolfsins sem við sjáum á kortinu vinnur gegn þeim bratta sem ofar ríkir. Hyrfi sá síðarnefndi skyndilega á braut (það gerist stundum í þessari stöðu) fengi bratti dagsins í dag aldeilis að njóta sín sem norðaustanillviðri af ískyggilegri gerð.
Nú er hins vegar stutt í suðvestanátt ofan við Vestfirði og deyfir hún norðaustanáttina, andætting sinn. Þetta ástand vil ég kalla öfugsniða. Þegar háloftavindrastir eru á sveimi og brattar hitabrekkur sveiflast til í neðri lögum er rétt fyrir þá sem eiga eitthvað undir veðri að sýna fyrirhyggju með því að fylgjast með veðurspám.
Jú, mér finnst fyrirsögnin ankannanleg, en þannig er lífið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:58 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 43
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 2465717
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 1491
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Út yfir tekur ankannanleikann þegar mildur vetur tekur upp á því að breytast í vetrarríki á síðasta sprettinum. Það er hreinlega afkáralegt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.3.2011 kl. 11:13
.........."mey skal að morgni lofa" og hafa hugfast að íslenskt vor er oft seint
á ferðinni og trakterar veislugesti aukinheldur með þetta og þetta mörgum hretum í desert.
Í framhaldi af því sem Trausti segir hér að framan , þá vildi ég til gamans geta, að ég keyrði frá Hvolsvelli í dag um hádegi og þá var þar 3C hiti, en á heimleiðinni (sem er aðeins 100 km. vegur ) . féll hitinn nokkurnveginn línulega niður í -3 C .
Kennslustund í verklegri veðurfræði. Hitamunur lárétt 6C!!. Aldrei kynnst slíku!
Óli Hilmar Briem
óli Hilmar Briem Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 16:07
Það er rétt að viðbrigði eru við vetrarkastið, ég lenti sjálfur í glórulausri hríð og manndrápshálku í gær (föstudag), Mér sýnist að hitinn í Reykjavík sé nú um 2 stig undir meðallagi og meir en þrjú stig undir meðalhita í mars síðustu 10 ára. Heldur mildara hefur verið austanlands.
Trausti Jónsson, 19.3.2011 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.