Grænlandshitinn 2010 - með ólíkindum

Nú eru komnar staðfestar tölur um hita á Grænlandi á síðastliðnu ári, 2010. Þá sést svart á hvítu að hiti á Vestur-Grænlandi var með ólíkindum. Þetta má vel sjá á línuriti sem sýnir ársmeðalhita Nuuk frá 1873 til 2010. Tölurnar eru fengnar af vef dönsku veðurstofunnar.

t04250-ar-dmi

Meðalhitinn í Nuuk 2010 var 2,6 stig. Það er um 4,2 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 3,7 stigum ofan meðallagsins 1931-1960. Í Narsarsuaq var meðalhiti ársins 2010 5,4 stig og er það 4,4 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 4,0 stigum ofan meðallagsins 1931-1960. Þetta eru auðvitað dæmalausar tölur á þessum slóðum. Í Ammasalik (Tasiilaq sem nú heitir) á austurströndinni varð árið 2010 það næsthlýjasta eins og sums staðar hér á landi. Þar var 2003 lítillega hlýrra eins og hér.

Ef við ímyndum okkur hitavik upp á 4 stig hér, t.d. miðað við 1961-1990 væri Reykjavík í yfir 8 stigum í ársmeðalhita. Ekki er þó rétt að nota slíkt viðmið því breytileiki hitans er allnokkuð minni hér á landi heldur en á Vestur-Grænlandi. Mér reiknast þó til að 6,8 stiga ársmeðalhiti hér í Reykjavík sé nokkuð samsvarandi því sem Vestur-Grænland upplifði á síðasta ári og um 6,4 stig á Akureyri.

Tölur sem eru svona langt út úr kortunum hljóta að koma til af því að einstök hlýindi hitta vel í árið. Ég hef ekki greint það í tölunum frá Vestur-Grænlandi, en hef hins vegar gert það fyrir íslenskar stöðvar. Hlýjasta 12-mánaða tímabilið sem vitað er um í Reykjavík stóð frá september 2002 til og með ágúst 2003. Þá var meðalhitinn í Reykjavík 6,6 stig, rúmum 0,5 stigum hærri heldur en hæsti ársmeðalhiti hefur orðið. En það er samt 0,2 stigum neðar að tiltölu heldur en Grænlandshitinn 2010. Hæsti 12-mánaða hiti á Akureyri er um 5,8 stig. Það var á sama tíma og hæsti 12-mánaðahitinn í Reykjavík, 0,6 stigum að tiltölu neðan við Vestur-Grænlandshitann 2010.

Hitastökkið á Grænlandi er langt umfram það sem búist er við af hnattrænni hlýnun næstu áratugi. Svipað má segja um hlýindin hér á landi undanfarin ár. En það verður áfram spennandi að fylgjast með þróuninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ótrúlegar tölur. Spennandi að sjá hver  framvindan verður. Enginm einhlít skýring, eða hvað. Takk fyrir fróðleikinn.

Eiður Svanberg Guðnason, 22.2.2011 kl. 22:34

2 identicon

Hafa þessar tölur eitthvað með lagnaðarís að gera? Takk fyrir tölurnar.

Jón H

Jón H (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 14:32

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Það á við hér sem víðar að skýringar eru auðveldar en réttar skýringar erfiðar. Ég held að lagnaðarís komi ekki hér við sögu þótt hann geti haft staðbundin áhrif.

Trausti Jónsson, 24.2.2011 kl. 00:48

4 identicon

Það væri samt eðlilegra að líta lengra aftur í tíman, eru þær tölur ekki til? Öld í þessu samhengi er ekki langur tími, hvað þá áratugur.

Vidar H (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband