18.2.2011 | 00:16
Háloftakort - í rólegri stöðu
Ólíkar eru þær tvær vikurnar þessi og sú síðasta. Í fyrri viku var hér í pistlum fjallað um lægðir sem bornar voru frá vöggu til grafar í fremur stuttum bylgjum af hlýju lofti með ískalt kanadaloft í bakið. Að minnsta kosti tvær þeirra dýpkuðu sem ólmar væru, um 30 og upp í 50 hPa á sólarhring. Hærri talan er með því mesta sem sést.
Nú er lengri bylgja á ferðinni. Samkvæmt umferðarreglum hreyfist hún mun hægar en þær stuttu og tekur marga daga að mjakast um Atlantshafið. Inni í henni eru þó margar smábylgjur á sveimi sem hreyfast hratt andsólarsinnis í kringum miðjuna og toga hana þar með og teygja. Lítum fyrst á háloftakort úr hirlam-spálíkaninu sem er eins og oftast fengið af brunni Veðurstofunnar. Það gildir á miðnætti (aðfaranótt föstudags 18. febrúar).
Eins og venjulega sýna svörtu línurnar hæð 500 hPa-flatarins í dekametrum (1 dam=10 metrar), en rauðu strikalínurnar sýna þykktina milli 500 og 1000 hPa-flatanna, einnig í dekametrum. Rauða örin sýnir það svæði þar sem hlý tunga er í framrás, hlýtt aðstreymi sem leitar í kringum lægðina, en berst jafnframt mjög hægt til norðausturs. Bláa örin sýnir það svæði þar sem kalt loft streymir framhjá og inn í bylgjuna. Að öðru leyti fylgjast hæðar- og þykktarlínur allvel að.
Þarna hef ég einnig sett svartan hring. Þar sjáum við allsnarpa bylgju og er þar horn á milli þykktar- og hæðarlína. Þessi bylgja hefur reyndar litla vaxtarmöguleika en spár segja samt að hún muni taka við hlutverki meginlægðarmiðjunnar þegar hún hefur farið sína leið.
Af kortinu má vel ráða að ekki er mikið að gerast á þessum stóra kvarða og við skulum ekki gera meira úr því. En ef við lítum á gervihnattamynd blasir miklu flóknari sýn við. Myndin er af vef Kanadísku veðurstofunnar.
Ísland er efst á myndinni, undir bókstöfunum IR (en þeir segja að þetta sé hitamynd af innrauðu sviði rafsegulrófsins). Ef rýnt er í myndina má sjá tölustafi, frá 1 og upp í 9 og eru tilraun til talningar á smásveipum inni í bylgjunni stóru. Allir sveipirnir, nema e.t.v. númer 9 eiga uppruna sinn í snúningnum í kringum stóru bylgjuna. Þeir sem trúa á samskilahugtakið teikna örugglega í þetta einhvern illskiljanlegan skilahrærigraut. Ekki á að taka þetta þannig að ég sé orðinn trúlaus en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Sveipur númer 9 er sá sem tengist lægðardraginu snarpa við Nýfundnaland og mun sennilega lifa í einn til tvo daga, aðrir sveipir lifa skemur - en ég treysti mér ekki til þess að meta ævilíkur hvers þeirra um sig. Grófa gervihnattamyndin sem endurnýjast á klukkustundarfresti á vef Veðurstofunnar sýnir þróunina mjög vel og hægt að fylgjast með sveipunum þar. Sumir sveipirnir lifa varla nóttina af.
Rauðgulu svæðin sýna mikinn skýjabakka sem fylgir hlýja aðstreyminu norðaustan við lægðina. Allra köldustu skýin eru í uppstreyminu yfir Grænlandi. Þar eru ský sífellt að myndast og eyðast og spurning hvort hið skapandi eða eyðandi afl hefur betur næstu 2 til 3 daga. Spennandi að fylgjast með því?
Sömuleiðis er spennandi að fylgjast með suðurbrún skýjabakkans þar geta smábylgjur skotist undan og myndað króka, e.t.v. eru sveipir númer 7 og 8 þannig tilkomnir. Sveipur 5 gæti galdrað fram slíkan bakka undan stóra skýjabakkanum og tengst honum. Sveip 5 má kalla pólarlægð af riðagerð, en sveipur 3 er á mörkum þess að vera að eyðast eða að verða að pólarlægð með hlýjum kjarna - hvort er sé ég ekki. Sveipur 4 er e.t.v. fullnálægt sveip 5 til að geta átt sér framtíð.
Séu eldri myndir skoðaðar virðist sveipur 3 (sem áður var nefndur) vera, eins og sveipir 1 og 2 orðinn til þegar gömul lægðarmiðja grynnist ört, í slíkum tilvikum fæðist stundum hver sveipurinn á fætur öðrum út úr því sem stundum er kallað lægðarsnúður og einkennir öflugar lægðarmiðjur sem eru við það að ná fullum þroska.
Samkvæmt spám á stóra bylgjan að mjakast ofurhægt til norðausturs, um 1200 km á þremur dögum. Þá á önnur bylgja að sparka í hana úr vestri og hugsanlega éta hana með húð og hári.
Veðurlag sem þetta er algengt á öllum árstímum, eitt hið allradæmigerðasta sem hægt er að nefna. Hálfdauð lægð suðvestur eða suður í hafi með skýjabakka sem kannski eða kannski ekki kemst til Íslands. Meðan ég var á vöktum að spá veðri þótti mér þetta veðurlag sérstaklega tilbreytingalaust og óspennandi, en hef síðar skipt um skoðun og vildi helst að staðan héldist til vors.
Það skal tekið fram að sveipagreining sú sem gerð var hér að ofan er ábyggilega ekki rétt. Rétt greining verður ekki gerð nema með nokkurri yfirlegu og skoðun á fjölmörgum myndum í tímaröð. Hafið það í huga.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:30 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 53
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 1018
- Frá upphafi: 2420902
Annað
- Innlit í dag: 46
- Innlit sl. viku: 895
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.