Illviđrin: Tölur úr föstudagsveđrinu auk samanburđar

Í viđhenginu er listi ţar sem tíundađur er mesti vindhrađi og mesta vindhviđa á sjálfvirku stöđvunum í föstudagsveđrinu (ţví sem í undanförnum pistlum hefur veriđ kallađ B2). Sams konar listi fyrir veđriđ á ţriđjudagskvöld og ađfaranótt miđvikudags fylgdi pistli fyrir nokkrum dögum.

Mesti vindhrađi í föstudagsveđrinu:

dagur klst vindátt maxfx maxfg stöđvarnafn
11         7     152     46,9   51,7 Jökulheimar
11         7     124     41,3   51,2 Vatnsfell
11       12     142     37,6   43,7 Ţúfuver
11         6     105     36,9   48,6 Stórhöfđi sjálfvirk stöđ
11         9     109     35,9   45,4 Veiđivatnahraun

Tölurnar eru í metrum á sek og vindátt í veđurgráđum. Tvö hćstu gildin eru hćrri en hćsta gildiđ í ţriđjudagsveđrinu. Mesta vindhviđan mćldist á Miđfitjahól í Skarđsheiđi 56,2 m/s en ţar var mesti međalvindhrađi mun lćgri, ađeins 23,4 m/s.

Mesta vindhviđa á vegagerđarstöđ mćldist 56,1 m/s í Hvammi undir Eyjafjöllum. Ţađ var eina gildiđ yfir 50 m/s á vegagerđarstöđ í föstudagsveđrinu, en í ţriđjudagsveđrinu fóru hviđur yfir 50 m/s á 5 stöđvum.

Tíu-mínútna međalvindur náđi 21 m/s á 79 stöđvum en í ţriđjudagsveđrinu voru stöđvarnar 90. Fjörutíu og átta vegagerđarstöđvar náđu 20 m/s í föstudagsveđrinu, en á ţriđjudag(miđvikudag) voru ţćr 45.

Sé litiđ á 30 m/s voru veđrin einnig mjög sambćrileg, 17 stöđvar náđu ţví marki í föstudagsveđrinu en 16 í ţví fyrra. Ţrjár vegagerđarstöđvar náđu 30 m/s í báđum veđrum. Hvađa stöđvar ţetta voru geta menn séđ í viđhengjunum hér og međ fyrri pistli.

Lítum ađ lokum á mynd sem sýnir vindáttir í veđrunum.

w-d-B0-B2-feb2011

Hér hefur vindáttum veriđ skipt á 10-gráđu bil, talan 9 stendur ţví fyrir 90° (austur), 12 fyrir 120° (austsuđaustur). Ţriđjudagsveđriđ (B0) er merkt blátt, en föstudagsveđriđ er rautt. Viđ sjáum ađ dreifing vindátta er ekki mikil fellur í báđum veđrum á um 40 til 50 gráđa bil. Algengasta hámarksvindhrađaátt í ţriđjudagsveđrinu var á bilinu 90 til 100 gráđur, en 110 til 120 gráđum í föstudagsveđrinu. Ţessi litla hreyfing á áttinni getur munađ miklu hvađ mesta vindhrađa varđar á einstökum veđurstöđvum. Sjálfsagt gefa viđhengislistarnir einhverjar bendingar um ţađ.

Bćđi veđrin skora allhátt á lista yfir verstu veđur undanfarinna ára - alvöruillviđri.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Skjárinn á Stórhöfđa sýndi hámarks 10 mín. vindhrađa 37,2 m/s. enn ekki 36,9 m/s.

Pálmi Freyr Óskarsson, 12.2.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Virđist hafa veriđ vont veđur og talsvert foktjón sem ekki hefur veriđ minst á í minni gömluheimabygđ uppsveitum Borgarfjarđar til dmis fauk ţak í heilu lagi af hlöđu á Rauđsgili og hefir ţurft mikiđ til til ađ rykkja sperrunum upp úr steynsteypunni ef ţćt lysingar sem ađ ég hef  heyrt eru réttar

Jón Ađalsteinn Jónsson, 12.2.2011 kl. 22:45

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Gott ađ frétta af skađanum á Rauđsgili Jón Ađalsteinn, en veistu í hvoru veđrinu ţađ gerđist? Ég hef kenningu um hvernig stendur á misrćminu milli skjásins og sjálfvirku stöđvarinnar Pálmi, en ég veit ekki enn hvort hún er rétt en fć hana vonandi stađfesta eđa ekki á nćstunni og lćt ţá vita.

Trausti Jónsson, 13.2.2011 kl. 00:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir góđar bloggfćrslur Trausti

Bendi á

Sjálfvirk stöđ: Föstudagur, 11. feb. - Skarđsheiđi Miđfitjahóll 

kl. 03:00

12 m/s

23 m/s

56 m/s

Ţađ var vćgast sagt mjög hvasst  í nágrenninu ;)

Kveđjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2011 kl. 00:52

5 identicon

Ögn kyndugt veđur fötsudagsveđriđ. Heyrđi af mínum heimabć í Dýrafirđi ađ svipst hefđu einar 10 plötur af ţaki fjárhúss. Kannski ekki kyndugt í ljósi aldurs mannvirkisins en fremur vegna vindáttarinnar; hún var ţar og ţá talin hafa veriđ SA (ţurr). Venja er sú ađ ţar á bć hafa menn fyrst andvara á sér ţá hvass vindur hallast yfir í vestur, minnugir reynslu og líka veđurlýsingarinnar í Gíslasögu er ţekjan sviptist af bćjarhúsum í Haukadal - sem örugglega var vanviđađ langhús/skáli í norskum stíl, en ţar í landi gerđu menn bara ráđ fyrir ađ halda ţyrfti ţökum uppi - ekki niđri .... Annars bestu ţakkir fyrir góđa síđu.

Bjarni Guđmundsson (IP-tala skráđ) 13.2.2011 kl. 10:42

6 Smámynd: Jón Ađalsteinn Jónsson

Ţađ var í seinna veđrinu sem ţakiđ for Trausti

Jón Ađalsteinn Jónsson, 13.2.2011 kl. 21:11

7 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţakka ţér fyrir Jón Ađalsteinn. Samkvćmt fréttum Skessuhorns urđu einnig fokskađar á Kleppjárnsreykjum. Bjarni, ţakka ţér sömuleiđis fyrir upplýsingarnar.

Trausti Jónsson, 14.2.2011 kl. 00:53

8 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Allt í lagi Trausti. Ég bíđ ţá bara eftir niđurstöđum.

Pálmi Freyr Óskarsson, 14.2.2011 kl. 17:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg080125a
  • w-blogg070125hb
  • w-blogg070125ha
  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 638
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 3761
  • Frá upphafi: 2430289

Annađ

  • Innlit í dag: 568
  • Innlit sl. viku: 3161
  • Gestir í dag: 545
  • IP-tölur í dag: 517

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband