Beinum nú augum okkar til norðausturs

Undanfarna daga höfum við aðallega horf til veðurkerfa í vestri og suðvestri. En lítum nú í gagnstæða átt - til norðausturs. Myndin sýnir greiningu reiknimiðstöðvar Evrópuveðurstofa (ecmwf) á 500 hPa fletinum og hita í 850 hPa á hádegi á laugardag (12.2.2011). Miðja hennar er sett á Svalbarða. Því miður er hún heldur óskýr - reiknimiðstöðinni er uppálagt að halda upplýsingum fyrir sig og útvalda.

w-ecmwf_120211-1200

Heildregnu bláu línurnar eru jafnhæðarlínur 500 ha í dekametrum. Litirnir eru hiti í 850 hPa, ljósgrænt og gult er hlýjast, dökkfjólublátt kaldast. Við sjáum kunningja okkar, Stóra-Bola II á sínum stað helfjólubláan að lit. Kröpp lægð er suðvestur af Íslandi (bylgjan B3) en fyrirstöðuhæð er að myndast við Svalbarða. Þetta er venjuleg norðurslóðafyrirstaða - miklu vægari en þær ofurfyrirstöður sem réðu öllu hér um daginn. Miðjuhæð í Svalbarðafyrirstöðunni er um 5350 metrar, en ofurfyrirstöðurnar voru yfir 5700. Fyrirstaðan mun sennilega lifa marga í marga daga.

Allkröftugur kuldapollur er skamms suðaustur af Finnlandi og annar yfir Síberíu. Mjög kalt er í þessum kuldapollum - þó kuldinn skáki ekki Stóra-Bola. Næsta vika eða svo verður spennandi í Skandinavíu. Tekst kuldapollinum að skjóta anga vestur til Danmerkur eða munu brotnandi bylgjur Atlantshafsins halda honum í skefjum?. Norður fer hann ekki - Svalbarðahæðin fóðrar hann hins vegar á lofti úr norðaustri - frá Síberíu. Hann gæti hörfað til austurs, hann gæti farið vestur um Danmörku, en hann gæti líka skotist suður um Balkanlönd og valdið usla þar um slóðir.

Spár eru mjög ósammála um framhaldið og hrökkva fram og tilbaka. Fá Vesturevrópubúar yfir sig enn eitt stórkuldakastið í vetur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Fróðlegt. Takk.

Eiður Svanberg Guðnason, 13.2.2011 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 152
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1726
  • Frá upphafi: 2350353

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 1540
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband