9.2.2011 | 17:15
Fáeinar tölur úr illviðrinu í gær og síðastliðna nótt
Hér fylgir viðhengi þar sem finna má lista yfir mesta 10-mínútna vindhraða og mestu vindhviðu á sjálfvirku stöðvunum frá því 8. febrúar kl. 01 til og með 9. febrúar kl. 16. Raðað er eftir 10-mínútna hámarkshraða, stöðvar vegagerðarinnar eru sér, neðan til í listanum. Athuga ber að þar mælast vindhviður oft ívið meiri heldur en á öðrum stöðvum vegna þess að þar er í flestum tilvikum miðað við 1 til 2 sek hviður, en 3 sek hviður á öðrum stöðvum.
Hæstu 10-mínútna gildin voru í m/s:
dagur klst vindátt maxfx maxfg stöðvarnafn
8 24 99 38,1 43,2 Kolka
8 20 96 37,5 47,5 Stórhöfði sjálfvirk stöð
8 24 111 36,2 41,9 Jökulheimar
8 22 109 35,3 45,5 Vatnsfell
Vindátt er gefin í veðurgráðum. Hér sést að hvassast varð við Kolku, hámarkið var skráð kl. 24, en á við klukkustundina milli 23 og 24. Mesti 10-mínútna vindhraði þar mældist 38.1 m/s, en mesta hviða 43,2 m/s. Mesta hviða á stöðvum Veðurstofunnar og samstarfsaðila mældist í Tindfjöllum 49,6 m/s. Þar náði vindur strax hámarki kl. 15, meðalvindur þó ekki nema 28,1 m/s.
Mesta vindhviða á vegagerðastöð mældist á Hvammi undir Eyjafjöllum, 56,2 m/s. Vindhviður náðu 50 m/s á nokkrum vegagerðarstöðvum til viðbótar, en mesti 10-mínútna meðalvindhraði mældist í Vatnsskarði eystra, 44,0 m/s það var kl. 9 í morgun (þ. 9).
Veðrið náði mestri útbreiðslu um kl. 24 og algengast var að vindátt væri á bilinu 100 til 110 gráður (austur til austsuðausturs). Rétt er að benda á að á nokkrum stöðvum er vindátt ekki í lagi en þær stöðvar eru mjög fáar.
Lítið á viðhengið. Með því að líma það yfir í töflureikni getið þið velt tölunum fyrir ykkur á alla mögulega vegu og t.d. reiknað eins konar hviðustuðul. Góða skemmtun.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 131
- Sl. sólarhring: 381
- Sl. viku: 3623
- Frá upphafi: 2430670
Annað
- Innlit í dag: 93
- Innlit sl. viku: 2974
- Gestir í dag: 86
- IP-tölur í dag: 81
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Blessaður Trausti.
Hef oft fundist vanta svona veðuryfirlit hjá V.Í.
Það er einhver skekkja í vindmælingum hérna á Stórhöfða. Vindmælingaskjárinn sýnir meiri vind enn það sem lendir til V.Í.
Hvor talan sýnir rétt?
Skrifað 9.2.2011 kl. 9:38 af Pálma Frey
Bein slóð á færslu
Eða 37,5 m/s.?
Ef 38,2 m/s. er rétt þá lendir Stórhöfði í fyrsta sæti 10 mín.meðalvindhraða.
Pálmi Freyr Óskarsson, 9.2.2011 kl. 18:23
Pálmi, ég er að athuga málið. Ég hef grun um hvað er á seyði, en verð að bera málið undir mér upplýstari mann áður en ég fullyrði um það.
Trausti Jónsson, 9.2.2011 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.