9.2.2011 | 00:50
Lægð kvöldsins á mynd
Þegar þetta er skrifað hefur suðaustanillviðrið trúlega náð hámarki um landið vestanvert. Lægðarmiðjan er nú komin upp undir suðausturströnd Grænlands þar sem hún er nú hvað dýpst á ferli sínum (innan við 950 hPa í lægðarmiðju). Mjög algengt er að djúpar lægðir deyi á þessum slóðum. Við látum vindauppgjör bíða til morguns þegar vindstrengurinn verður kominn austur af landinu. Að minnsta kosti þrír eða fjórir meginvindstrengir fylgdu lægðinni en aðeins einn þeirra hrellir okkur. En lítum á lægðina á mynd.
Myndin er úr safni móttökustöðvarinnar í Dundee í Skotlandi og er merkt kl. 19:32 8. febrúar 2011. Ég hef sett lægðarmiðjuna nokkurn veginn á sinn stað. Aðalskýjagöndullinn er yfir Íslandi, yfir stormviðrinu. Sömuleiðis hef ég merkt þrjú svæði á myndinni. Rauði ferningurinn lengst til hægri eru leifar kuldapollsins Stóra-Bola. Kerfi tengt honum náði að valda talsverðu tjóni í Danmörku síðastliðna nótt.
Rauði strikalínuhringurinn er dreginn utan um skýjasúpu austan við lægðarmiðjuna. Þar eru leifar lægða sem aldrei urðu neitt. Stundum verða til margir lægðavísar í samkeppni í sama kerfinu, en eru afétnir af þeirri mestu. Svo virðist stundum sem bestu og flóknustu tölvulíkönin veðji ekki alltaf á rétta vísinn.
Blái hringurinn er dreginn í kring um éljaloftið í vestanáttinni sunnan lægðarinnar. Allra versta veðrið er trúlega þar sem við hálfgegnsær blikuskýjabakki er þar sem hringurinn er næstur lægðarmiðjunni. Þar sunnan við eru síðan él, en enga sérstaka bakka er þar að sjá, éljaskýin eru dreifð um víðáttumikið svæði. Út úr þessu mun verða til fylla af köldu lofti, lítill kuldapollur sem er spáð yfir vestanvert landið annað kvöld, þykkt í kring um 5140 metra, þá er mestur möguleiki á myndarlegum snjóéljum - en ekki þó víst að neitt verði úr því. Nördin gætu þó fengið eitthvað út úr því að fylgjast með þessu leikatriði.
Þótt kuldapollurinn Stóri-Boli II hafi fóðrað lægðina fylgir hann henni ekki eftir eins og Stóri-Boli I gerði um helgina. Enda er hann að fóðra aðra kraftmikla lægð sem fylgir í kjölfarið og veldur trúlega illviðri hér á landi á fimmtudag - tímasetning og styrkur kvu enn vera óviss.
Staðan sem nú er uppi er algeng að vetri, þá skiptast á mjög hvassar suðaustanáttir og hægari sunnan- og suðvestanáttir. Við fáum yfir okkur hlýjar bylgjur úr suðvestri, en þeim fylgir miklu meinlausari útsynningur. Miklu meira þarf að skrifa um þetta veðurlag, e.t.v. gefst tækifæri til þess næstu daga.
Að lokum er hér ein einfölduð kennslubókarmynd af vaxandi lægð eins og þær sjást gjarnan úr innrauðum skynjurum gervihnatta.
Þessu lík er næsta lægð nú í dag, stödd suður af Nýfundnalandi (leitið að myndum á netinu). Ísköld blikukápa streymir upp í suðurjaðri heimskautarastarinnar, en hlýrri ský stingast undan röstinni og virðast hringa sig um það bil þar sem lægðarmiðja er við jörð. Þessa mynd og flóknari gerðir hennar getum við vonandi rætt frekar um síðar. Einföld byrjun á langri leið út í flækjurnar.
Hliðarmál:
Ég lendi fljótlega í vandræðum með nöfn á fyrirbrigðin rétt eins og ameríkumenn 1950. Þá var gripið var til þess neyðarúrræðis á fellibyljatímanum að nefna tvo fellibylji sem voru virkir samtímis eftir forsetahjónunum sem þá voru. Þetta, meðal annars, varð til þess að nafngiftir fellibylja voru teknar föstum tökum. Ég þarf að fara að útvega mér nafnabækur eða lista, en mér datt í hug að nota nautgripanöfn á kuldapolla, en hrossanöfn á fyrirstöðuhæðir. - En ég fylgi þessari hugmynd varla eftir, það er sennilega of tímafrekt.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:00 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 158
- Sl. sólarhring: 299
- Sl. viku: 3650
- Frá upphafi: 2430697
Annað
- Innlit í dag: 114
- Innlit sl. viku: 2995
- Gestir í dag: 102
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mörg góð hrossanöfn til, eins og Gustur Hér koma nokkur hrossanöfn í stafrófsröð sem ég fann hér: http://dynjandi.blogcentral.is/sida/2272181/
Haukur.
Hausti.
Háfeti.
Háfleygur.
Hágangur.
Hákon.
Hákur.
Háleggur.
Hálogi.
Hálsi.
Hárekur.
Háski.
Hástígur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 07:24
Þakka þér fyrir Gunnar. Ég útvega mér þennan lista til umhugsunar.
Trausti Jónsson, 9.2.2011 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.