Gömul umræða um veðurfarsbreytingar

Þar sem að ég hef lengi fylgst með veðri hef ég líka fylgst lengi með umræðum um veðurfarsbreytingar. Þær hafa staðið svo lengi sem ég man en verið miságengar. Ég er auðvitað enginn sérfræðingur í hugmyndasögu og hugmyndir mínar um hana kunna að vera eitthvað brenglaðar. Fyrir rúmum tíu árum lagði ég þó dálítið á mig til að kynnast íslenskri og norrænni hlið umræðunnar betur. Síðar hef ég gefið þessari sögu auga - að minnsta kosti þegar eitthvað henni tengt hefur rekið á fjörur mínar.

Tvennt hefur e.t.v. komið mér mest á óvart. Í fyrsta lagi hversu lengi umræða um mannrænar veðurfarsbreytingar hefur verið á sveimi, en í öðru lagi hversu sjónarhóll hvers tíma hefur skipt miklu máli.

Ég ætla ekki að fara að skrifa einhverja langloku um þetta mál, en læt nægja að benda á litla, þýska bók um málefnið. Hún er eftir félagsfræðinginn Nico Stehr og kollega minn Hans von Storch (stofnanda þýska Andrésarandarfélagsins). Bókin heitir Klima, Wetter, Mench. Þeir félagar skrifa þar um hugmyndir manna um veðurfar, hugmyndir um áhrif mannsins á það og ekki síður hið gagnstæða, þ.e. hugmyndir um áhrif veðurfars á manninn og eðli hans. Margt vekur hálfgerðan óhug varðandi það síðastnefnda. Nýlega er komin út endurbætt útgáfa bókarinnar - en ég hef ekki lesið þá gerð. Sú er fáanleg í gegnum helstu bóksala.  

Ég geri ráð fyrir því að í nýju bókinni komi við sögu ágæt grein sem þeir félagar skrifuðu í tímaritið Geografiske Annalerárið 2006 (sjá tilvitnun að neðan). Þar er í mjög stuttu máli (of stuttu) fjallað um 17 hugmyndir um áhrif mannsins á veðurfar - bæði óviljandi áhrif en einnig um það sem nú má kalla loftslagsverkfræði. Hugmyndir þessar eru auðvitað misgáfulegar - sumar flokkast nú sem rugl.    

Það sem truflar sjálfan mig mest í hugmyndasögu veðurfarsfræða eru sjónarhólsáhrifin. Það allra óþægilegasta er hvernig hugmyndir manna um þróun veðurlags í fortíð og framtíð voru oft lituð af sögu- eða samfélagssýn og skoðunum á því hvernig æskilegt þjóðfélag ætti að líta út. Það einkennilegasta er að lítt umdeilanlegar vísindalegar niðurstöður hafa ætið verið lesanlegar inn í þessa sýn - alveg sama á hvaða hugmyndalegum sjónarhól menn sátu.

Skyldi þetta líka eiga við í dag? Að hvaða leyti á það þá við?

Stehr. N og H.von Storch: Anthropogenic Climate Change: A Reason for Concern since the 18th Century and Earlier. Geogr. Ann. 88 (A) 2: 107-113.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú mátt alveg tala skýrar. Þú tala um þetta í mjög stuttu (of stuttu) máli.

Ég man eftir því að hafa lært samviskusamlega heima í barnaskóla og þar var mér kennt að jöklar væru að stækka. Skömmu síðar (ca. 1969) um það leyti sem Blueprint of Ecology kom út óttuðust menn yfirvofandi ísöld.

Nú er þetta allt í hina áttina. Niðurstaðan er auðvitað: Notum orkuna betur, mengum minna og stundum yoga.

marat (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 01:48

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég skil Trausta á þann veg að fyrst að menn í gamla daga gátu túlkað gögn þannig að um loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi verið að ræða -  löngu áður en slíkt var mögulegt samkvæmt þekkingu dagsins í dag. Svo spyr Trausti sig hvort að svipað sé upp á teningnum í dag.  Ég gæti verið að misskilja, en mér finnst að Trausti sé þarna að gera lítið úr hinu gríðarlega magni af gögnum og mælingum, rannsóknum og greinum sem birst hafa undanfarna áratugi.

Ef ég er að misskilja þig Trausti, þá væri fróðlegt að fá skýra leiðréttingu á því, m.a. hvað þú ert að meina þegar rætt er um loftslagsbreytingar (eða veðurfarsbreytingar eins og þú vilt kalla það).

Höskuldur Búi Jónsson, 25.1.2011 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Aukast nú heldur vandræðin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2011 kl. 19:34

4 identicon

Athyglisvert, ekki síst af því að Trausti er þekktur fyrir að "keep a cool head" hvað sem er í gangi!

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 11:23

5 identicon

Þetta er allt skemmtilegt og afar gáfulegt! Það sem mér hefur lengi fundist athugavert við ályktanir manna um breytingar á verðurfari svo alla aðra þróun náttúrunnar er hinn agnarsmái sjónarhóll eða réttara sagt tímaperspektíf. Þótt það sé sagt 100 sinnum að eitthvert æviskeið manns, s.s. síðustu 20 árin, sé eins aðeins einn milljónasti úr augnabliki fyrir veðurfarið og náttúruna halda menn áfram að draga stórar og miklar ályktanir út frá vikulöngu kuldakasti (s.s. eins og að Gobal Warming sé kjaftæði) eða einhver jurt sem vex á röngum (?) stað ógni tilteknu jafnvægi(?) náttúrunnar (sem er líke einkennileg mannleg konstrúksjón) . Náttúruklukkan er bara dáldið önnur en mannaklukkan og okkur er sem einstaklingum ofvaxið að sjá samhengið í beinni skoðun.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 14:14

6 Smámynd: Trausti Jónsson

Dilkadráttur hefst venjulega ekki meðan fé er enn á fjalli.

Trausti Jónsson, 28.1.2011 kl. 00:53

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Er fé enn á fjalli - geturðu útskýrt það betur?

Höskuldur Búi Jónsson, 28.1.2011 kl. 08:01

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Flestir eru nefnilega á því að þegar yfirgnæfandi meirihluti fésins er komið í réttina, þá sé í lagi að fara að draga í dilka. Ekki borgar sig að láta féð hanga í réttinni fram á vetur - í von og óvon um að Móra gamla og lambhrútarnir tveir komi í leitarnar.

Höskuldur Búi Jónsson, 28.1.2011 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 972
  • Sl. sólarhring: 1108
  • Sl. viku: 3362
  • Frá upphafi: 2426394

Annað

  • Innlit í dag: 867
  • Innlit sl. viku: 3023
  • Gestir í dag: 847
  • IP-tölur í dag: 781

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband