Dægurmetin 2010

Hér er listi yfir dægurhitamet sem slegin voru á landinu á árinu 2010. Heldur þurr lestur - en mér finnst hann samt fróðlegur - hugsanlega eru einhverjir sammála því.

Fyrst eru ný dægurhámörk. Töfludálkarnir eru þessir:

mánuður - dagur - nýtt met - gamalt met - ár gamla mets - munur á gömlu og nýju meti og metstaður.

12517,617,320050,3  Skjaldþingsstaðir
5421,718,219383,5 Skaftafell
9424,922,820072,1   Möðruvellir
972220,519911,5 Möðruvellir
12917,316,419700,9 Kvísker
123114,211,319882,9 Teigarhorn

Gamla metið fyrir 25. janúar var naumlega slegið, en dregur úr þeim möguleika að nýtt met verði slegið á þriðjudaginn kemur en þá verður mjög hlýtt loft yfir landinu. Hæsti hiti næstliðins dags (sunnudag 23. janúar) var 13,8 stig það náði nærri því meti - en munar þó 0.1 stigi sýnist mér. Mestu munar á gömlu og nýju meti fyrir 4. maí, en nýja metið er 3.5 stigum ofan þess gamla (sem var ansi gamalt - frá 1938). Nýja metið á gamlársdag var líka slegið svo um munar, enda var gamla metið óvenjulágt.

Nýju dægurlágmarksmetin eru 6 og auk þess ein jöfnun:

223-24,2-23,72002-0,5 Brúarjökull
422-23,4-19,01967-4,4  Brúarjökull
423-23,7-16,52000-7,2 Brúarjökull
1129-22,7-22,71973-0,0 Brúarjökull
126-22,0-21,72005-0,3 Þúfuver
127-24,3-24,01979-0,3 Möðrudalur
1222-28,6-27,01973-1,6 Mývatn

Ætli Brúarjökul sé ekki hægt og bítandi að éta sig í gegnum öll met ársins og komi þá í stað Möðrudals er sú stöð sem nú er handhafi flestra meta. Brúarjökull kom tveimur dögum í kringum sumardaginn fyrsta niður fyrir -23 stig og bætti einum febrúardegi í safnið. Elstu lágmarksmetin sem féllu voru frá 1973 - kuldaköstunum miklu síðustu mánuði þess árs.

En við lítum líka á byggðarstöðvar. Þar eru metin þrjú:

423-17,1-16,52000-0,6 Brú 
127-24,3-24,01979-0,3 Möðrudalur
1222-28,6-27,01973-1,6 Mývatn

Hér er það Brú á Jökuldal sem átt er við. Byggðarmet 23. apríl féll og desembermetin eru auðvitað þau sömu og fyrir landið í heild, bæði Mývatn og Möðrudalur er byggðarstöðvar.

Að lokum úrkomudægurmetin þrjú:

9        26     179,4   137,3   1977    42,1 Kvísker
12      15     114,6   101,8   1965    12,8 Kvísker
12      27     108,9     94,0   1926    14,9 Neskaupstaður úrkomustöð

Eitt nýtt met í september. Úrkoman þennan dag á Kvískerjum var líka mesta sólarhringsúrkoma ársins, 42,1 mm meiri en fyrra met. Metið sem slegið var þann 27. var frá Vík í Mýrdal 1926, talan 94 mm er hluti 215,8 mm úrkomu sem féll þar á einum sólarhring en skiptist á tvo mælidaga (sorglegt það). Um þann atburð og fleiri íslandsmet í úrkomu má lesa í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar.

Lesendum er einnig bent á að tíðarfarsyfirlit ársins 2010 er nú komið á vef Veðustofunnar. Þar má lesa ýmsan fróðleik um nýliðið ár.

Mig langar einnig til að benda á nýlegan og skemmtilegan pistil Christopher C. Burt veðurheimsmetasérfræðings á bloggsíðu hans. Þar er fróðlegt yfirlit um lægsta hita í heimi og í einstökum heimsálfum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 214
 • Sl. sólarhring: 458
 • Sl. viku: 1978
 • Frá upphafi: 2349491

Annað

 • Innlit í dag: 199
 • Innlit sl. viku: 1791
 • Gestir í dag: 197
 • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband