24.1.2011 | 00:33
Dægurmetin 2010
Hér er listi yfir dægurhitamet sem slegin voru á landinu á árinu 2010. Heldur þurr lestur - en mér finnst hann samt fróðlegur - hugsanlega eru einhverjir sammála því.
Fyrst eru ný dægurhámörk. Töfludálkarnir eru þessir:
mánuður - dagur - nýtt met - gamalt met - ár gamla mets - munur á gömlu og nýju meti og metstaður.
1 | 25 | 17,6 | 17,3 | 2005 | 0,3 | Skjaldþingsstaðir |
5 | 4 | 21,7 | 18,2 | 1938 | 3,5 | Skaftafell |
9 | 4 | 24,9 | 22,8 | 2007 | 2,1 | Möðruvellir |
9 | 7 | 22 | 20,5 | 1991 | 1,5 | Möðruvellir |
12 | 9 | 17,3 | 16,4 | 1970 | 0,9 | Kvísker |
12 | 31 | 14,2 | 11,3 | 1988 | 2,9 | Teigarhorn |
Gamla metið fyrir 25. janúar var naumlega slegið, en dregur úr þeim möguleika að nýtt met verði slegið á þriðjudaginn kemur en þá verður mjög hlýtt loft yfir landinu. Hæsti hiti næstliðins dags (sunnudag 23. janúar) var 13,8 stig það náði nærri því meti - en munar þó 0.1 stigi sýnist mér. Mestu munar á gömlu og nýju meti fyrir 4. maí, en nýja metið er 3.5 stigum ofan þess gamla (sem var ansi gamalt - frá 1938). Nýja metið á gamlársdag var líka slegið svo um munar, enda var gamla metið óvenjulágt.
Nýju dægurlágmarksmetin eru 6 og auk þess ein jöfnun:
2 | 23 | -24,2 | -23,7 | 2002 | -0,5 | Brúarjökull |
4 | 22 | -23,4 | -19,0 | 1967 | -4,4 | Brúarjökull |
4 | 23 | -23,7 | -16,5 | 2000 | -7,2 | Brúarjökull |
11 | 29 | -22,7 | -22,7 | 1973 | -0,0 | Brúarjökull |
12 | 6 | -22,0 | -21,7 | 2005 | -0,3 | Þúfuver |
12 | 7 | -24,3 | -24,0 | 1979 | -0,3 | Möðrudalur |
12 | 22 | -28,6 | -27,0 | 1973 | -1,6 | Mývatn |
Ætli Brúarjökul sé ekki hægt og bítandi að éta sig í gegnum öll met ársins og komi þá í stað Möðrudals er sú stöð sem nú er handhafi flestra meta. Brúarjökull kom tveimur dögum í kringum sumardaginn fyrsta niður fyrir -23 stig og bætti einum febrúardegi í safnið. Elstu lágmarksmetin sem féllu voru frá 1973 - kuldaköstunum miklu síðustu mánuði þess árs.
En við lítum líka á byggðarstöðvar. Þar eru metin þrjú:
4 | 23 | -17,1 | -16,5 | 2000 | -0,6 | Brú |
12 | 7 | -24,3 | -24,0 | 1979 | -0,3 | Möðrudalur |
12 | 22 | -28,6 | -27,0 | 1973 | -1,6 | Mývatn |
Hér er það Brú á Jökuldal sem átt er við. Byggðarmet 23. apríl féll og desembermetin eru auðvitað þau sömu og fyrir landið í heild, bæði Mývatn og Möðrudalur er byggðarstöðvar.
Að lokum úrkomudægurmetin þrjú:
9 26 179,4 137,3 1977 42,1 Kvísker
12 15 114,6 101,8 1965 12,8 Kvísker
12 27 108,9 94,0 1926 14,9 Neskaupstaður úrkomustöð
Eitt nýtt met í september. Úrkoman þennan dag á Kvískerjum var líka mesta sólarhringsúrkoma ársins, 42,1 mm meiri en fyrra met. Metið sem slegið var þann 27. var frá Vík í Mýrdal 1926, talan 94 mm er hluti 215,8 mm úrkomu sem féll þar á einum sólarhring en skiptist á tvo mælidaga (sorglegt það). Um þann atburð og fleiri íslandsmet í úrkomu má lesa í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar.
Lesendum er einnig bent á að tíðarfarsyfirlit ársins 2010 er nú komið á vef Veðustofunnar. Þar má lesa ýmsan fróðleik um nýliðið ár.
Mig langar einnig til að benda á nýlegan og skemmtilegan pistil Christopher C. Burt veðurheimsmetasérfræðings á bloggsíðu hans. Þar er fróðlegt yfirlit um lægsta hita í heimi og í einstökum heimsálfum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 5
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 1339
- Frá upphafi: 2455665
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 1199
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.