23.1.2011 | 01:13
Háloftabylgjur 1 (af ?)
Enn eru ţađ háloftin. Viđ lítum nú á gamalt veđurkort. Ţađ var valiđ af tilviljun og sýnir stöđuna á norđurhveli fyrir 10 árum (23. 1. 2001). Kortiđ er úr smiđju ncep-gagnasafnsins ameríska.
Hér má sjá norđurhvel norđan viđ 30°N og hćđ 500 hPa-flatarins. Myndin er einfölduđ ađ ţví leyti ađ jafnhćđarlínur hafa veriđ grisjađar ţannig ađ ađeins 5 standa eftir. Bláu svćđin sýna hvar flöturinn er lćgri en 5000 metrar, ţau grćnu eru ţar sem hćđin er á milli 5000 metra og 5400 metra. Gulu og appelsínuguli liturinn sýnir ţau svćđi ţar sem hćđin er meiri en ţetta.
Viđ sjáum hér greinilega bylgjurnar í vestanvindabeltinu. Heimskautaröstin liggur eins og oft á ţessum árstíma nćrri 5400 metra hćđinni. Skotvindar hennar eru vćntanlega ţar sem línurnar eru ţéttastar, t.d. beint vestur af meginlandi Evrópu og einnig víđar, t.d. yfir Kyrrahafi.
Viđ sjáum í fljótu bragđi ekki neinar fyrirstöđuhćđir ţennan dag. Hringrásin er nokkuđ breiddarbundin sem kallađ er - vindar blása mest úr vestri til austurs. Vestanvindabeltiđ er í góđum gír.
Bláu svćđin eru stórir kuldapollar, stćrri en ţeir sem ég fjallađi um á blogginu fyrir nokkru (Snarpur 1. og félagar).
Ef viđ fylgjum mörkum grćna og gula svćđisins sjáum viđ hvernig gular öldur stinga sér upp til norđurs (hćđarhryggir) og grćnir öldudalir (lćgđadrög) skilja ţá ađ. Mjög áberandi hryggir eru nćrri Finnlandi og yfir Klettafjöllum í Ameríku.
Mynstur sem ţetta breytist frá degi til dags, stćrri bylgjurnar halda sér ţó yfirleitt nokkra daga eđa jafnvel enn lengur. Hćgt er ađ telja hversu margar bylgjur eru í hringnum. Ţađ er ţó ađeins mismunandi eftir ţví hvađa breiddarstig viđ veljum til ađ telja á. Lengd hverrar bylgju er oft ekki taliđ í kílómetrum heldur er notast viđ hugtakiđ bylgjutala. Bylgjutalan segir til um hversu margar bylgjur af ákveđinni stćrđ komast fyrir á hringnum.
Viđ sjáum ađ hér má telja ađ minnsta kosti 7 bylgjur viđ 5400 metra línuna. Bylgjutalan ţar er ţví sjö, sjö hlykkir á heimskautaröstinni. Ef viđ teiknuđum myndina í meiri smáatriđum myndum viđ finna fleiri smćrri bylgjur sem hver um sig fylgir lćgđ. Stćrri bylgjurnar á myndinni innihalda trúlega fleiri en eitt lćgđakerfi, hverju ţeirra fylgir ein smábylgja. Bylgjutala venjulegra lćgđa er oft 13 til 15.
Ţetta kort sýnir stöđuna á ákveđinni stundu. Ef viđ reiknum međaltöl smyrjast bylgjurnar út og ţeim fćkkar. Árstíđa- og ársmeđaltalskort sýna fáar, stórar bylgjur og fćstar eru ţćr á kortum sem sýna langtímameđaltöl. Međaltalsbylgjurnar eru mjög langar, niđri á bylgjutölum 0 - 4.
AO-sveiflan (arctic oscillation) sem oft er getiđ um í illa útskýrđum fréttum um ţessar mundir (reyniđ ađ fletta henni upp á google) er sveifla í bylgjutölum núll og eitt. NAO-sveiflan (north atlantic oscillation) sem viđ einnig heyrum mikiđ af er sveifla í bylgjutölum 2 og 3. En hvernig er bylgja međ bylgjutölu núll? Sumar langar bylgjur eru fastar, ţćr myndast aftur og aftur á sömu slóđum. Hvers vegna hegđa ţćr sér ţannig? Getur veriđ ađ veđurfar á Íslandi ráđist ađ miklu leyti af heilsu föstu bylgjanna?
Flokkur: Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 01:33 | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 60
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 1317
- Frá upphafi: 2487293
Annađ
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 1119
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.