11.1.2011 | 01:02
Lægsti og hæsti hiti í janúar 1874 til 2010
Hér eru tvær myndir sem sýna lægsta og hæsta hita á landinu í hverjum janúarmánuði 1874 til 2010.
Við sjáum strax gríðarlega leitni. Hæsti hiti í janúar fyrir 1890 var yfirleitt í kringum 8 stig og í janúar 1886 aðeins 5,7 stig (þá í Vestmannaeyjum). Eftir aldamótin 1900 verður mun algengara að hiti nái 10 stigum í janúar, janúar 1930 er ansi neðarlega (6,3 stig á Hraunum í Fljótum). En eftir 1950 eru þeir mánuðir sárafáir þar sem hiti nær hvergi og aldrei 10 stigum og nú síðustu árin er algengast að hámarkshiti janúarmánaðar sé á bilinu 12 til 14 stig.
En að baki hverrar tímaraðar eins og þessarar liggur ákveðið safn af mæligögnum (þýði). Nú hefur það gerst síðan 1874 að hitamælistöðvum hefur fjölgað mikið. Líkur á að hita á sjaldgæfan hita hafa vaxið að mun af þeim sökum. Landslag og staðhættir hafa mikil áhrif á útgildamælingar, bæði á hámarki og lágmarki. Nálægð fjalla auka að mun líkur á háum hita að vetrarlagi. Fyrstu veðurstöðvarnar voru flestar annaðhvort við sjóinn eða þá í breiðum sveitum. Hiti yfir 10 stigum í janúar er frekar ólíklegur á þannig stöðum. Að auki voru hámarksmælar fáir fyrstu 60 ár reglulegra veðurmælinga hér á landi.
Mestöll leitnin er því missýning. Mun nánari athugun með samstæðara þýði þarf til að skera úr um leitni í röð af þessu tagi.
Hæsti hiti sem hefur mælst í janúar varð á sjálfvirku stöðinni á Dalatanga 15. janúar 2000, 19,6 stig. Nærri því eins hlýtt varð á Dalatanga 14. janúar 1992. Mælingar hófust á Dalatanga 1938 og telst mér til að hann hafi síðan átt mánaðarhámarkið 16 sinnum. Enn oftar hefur hámarkið orðið á Seyðisfirði og alloft á Vopnafjarðarstöð (Fagradal, Vopnafjarðarkauptúni og Skjaldþingsstöðum).
Lágmarkshitamyndin sýnir svipaða leitni. Athugið vel að kvarðinn á myndunum er ekki sá sami, einnig þarf að muna að líta vel á hann þegar lesið er úr myndum af tímaröðum. Þó má segja að hlýindaskeiðið 1920 til 1950 sé ívið hlýrra á myndinni en tíminn áður og síðar. Lágmarksmælingar voru gerðar á fleiri stöðvum á 19. öld heldur en hámarksmælingarnar og auk þess komu kaldar stöðvar inn til landsins snemma til sögunnar (t.d. Möðrudalur).
Á síðustu 15 árum hafa allmargar stöðvar bæst við á hálendinu en við nánari athugun skiptir það ekki miklu máli í heildina yfir veturinn. Munur á lægstu lágmörkum í byggð og á hálendi er meira afgerandi að sumarlagi. Velta má vöngum yfir þessum árstíðamun en það verður þó ekki gert hér.
Mest varð frostið -38,0 stig á Grimsstöðum á Fjöllum og í Möðrudal 21. janúar 1918. Um það má lesa í fróðleikspistli á vef Veðurstofunnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 9
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 1421
- Frá upphafi: 2459932
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 1302
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þú segir, Trausti: "Nú hefur það gerst síðan 1874 að hitamælistöðvum hefur fjölgað mikið. Líkur á að hita á sjaldgæfan hita hafa vaxið að mun af þeim sökum. "
Er þá ekki sömu sögu hægt að segja af mælingum almennt í heiminum, þ.e. að mestöll leitnin sé því missýning. (til hækkunnar hitastigs á jörðinni)
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 01:37
.... auðvitað ekki mestöll, en að einhverju leyti?
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 01:38
Eftir því sem mælingar þéttast verða líkur á að hitta á veðurmet meiri. Áhrif af þeim sökum á meðalhitann eru lítil eða engin. Þar er vandamálið hins vegar það að vera viss um að nú sé ekki kerfisbundið verið að mæla á stöðum sem eru af staðarástæðum hlýrri (eða kaldari) en þeir sem áður var mælt á. Vandamálið kemur t.d. í ljós ef reikna á meðalhita á Íslandi öllu. Fjölgun hálendisstöðva myndi valda lækkun á hita í þeirri röð, en leiðrétta má fyrir því. Mikil orka fer í að reyna að halda samsetningu stöðvaþýðisins í svipuðu horfi. Að mínu mati er ekki nægilega gætt að því. Frægt dæmi um sýndarhitaaukningu sem við Halldór Björnsson vorum reyndar að rifja upp í dag var sú staðreynd að á heimsstyrjaldarárunum síðari fjölgaði bandarískum skipum í gagnasöfnum á kostnað skipa annarra þjóða - en mælingarnar voru ekki gerðar á sama hátt í þessum tveim þýðum. Sýndarhitaaukning kom fram af þessum völdum - miðað við það sem var á undan og eftir. Merkilegt nokk fékkst þetta ekki leiðrétt í stærstu gagnasöfnunum fyrr en nýlega - jafnvel þótt löngu væri búið að benda á þetta misræmi. Menn segjast nú vera búnir að taka tillit til flestra þýðisbreytinga - ég trúi því í öllum aðalatriðum - en ég endurtek - í aðalatriðum. Gallinn er hins vegar sá að upplýsingar um breytingar á veðurstöðvum berast hægar inn í gagnabanka heldur en athuganirnar sjálfar. Svo virðast allt of fáir sem um þetta skrifa vera upplýstir um það hvernig mánaðarmeðalhiti er reiknaður. Það er nefnilega misjafnt bæði eftir stöðvum og löndum. Ég hef ekki hugmynd um hversu margar tegundir hitamælaskýla eru í notkun (um það er hins vegar fjallað í riti sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur tekið saman). Meginreglan er þessi: Breytið sem minnstu!
Trausti Jónsson, 11.1.2011 kl. 02:14
Takk fyrir þetta, Trausti
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.