Síđasta blogg um kuldapollinn Snarp 3

Snarpur 3. lifir enn á sinni leiđ milli Vestfjarđa og Grćnlands, en mun hverfa ađ mestu til morguns. Bćđi hlýnar hann ađ neđan af völdum sjávar en ţegar hann ţykknar rifnar hann um síđir í sundur. Smálćgđirnar sem mynduđust urđu ađ minnsta kosti ţrjár. Ég hef kosiđ ađ sýna ţćr í skýja- og ţrýstispá Hirlam-líkansins (af brunni Veđurstofunnar). Spáin var gangsett međ athugunum kl.18 í kvöld og myndin sýnir ţriggja tíma spána - sem gildir kl.21 í kvöld.

hirlam-sky-090111-18-21spa

Ég hef merkt smálćgđirnar ţrjár inn á kortiđ međ L-um. Grćni liturinn táknar háský, sá rauđi miđský og sá blái lágský. Lćgđin fyrir austan land náđi ađ búa til mikla norđvestankófhríđ um norđaustanvert landiđ. Hríđin ćtti nú ađ vera ađ ganga niđur. Annar bakki ţessu lítt tengdur gćti komiđ ađ Norđurlandi á morgun.

Lćgđin vestsuđvestur af Reykjanesi er sú sem líkaniđ vildi láta myndast yfir Húnaflóa í nótt, en myndađist í raun og veru vestur af Breiđafirđi. Hún náđi ţó ađ valda talsverđri snjókomu á Vestfjörđum síđastliđna nótt og langt fram eftir degi í dag. Í vindstrengnum vestan viđ lćgđina er vindur um 25 m/s. Landiđ slapp viđ ţađ versta en vindur var ţó í 20 m/s víđa á Vestfirskum heiđum í dag og sjálfsagt víđar.

Nú er ţriđja lćgđin, sú sem er suđur af Reykjanesi á kortinu einna gerđarlegust og étur sennilega ţá fyrri til morguns, snýst í smáhringi - fer síđan til austurs og hverfur. Hún gćti enn valdiđ úrkomu syđst á landinu og sömuleiđis er óvissa međ sameiningu lćgđanna. Ţótt snjókoma suđvestanlands af völdum ţessara lćgđa virđist ólíkleg í augnablikinu (kl.22) er ekki hćgt ađ afskrifa möguleikann.

Lýkur nú frásögn af Snarpi hinum ţriđja. Snarpur fjórđi er til norđan Grćnlands, en hann er ekki eins vel skapađur og fyrirrennarar hans - hvađ sem síđar verđur. Ekki er víst ađ nokkrar fréttir af honum verđi hér á blogginu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frétti í gćr frá togurum, sem voru ađ veiđum djúpt vestur af Snćfellsnesi ađ ţar vćri ekki veiđiveđur lengur og sigldu skipin í suđurátt. Ţessi sömu skip voru búin ađ bíđa af sér versta veđriđ á föstudag inni á Dýrafirđi.

Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 10.1.2011 kl. 08:22

2 Smámynd: Guđjón Emil Arngrímsson

Mig langar til ţess ađ spyrja Trausta, hvort hann hafi einhverja veđurfarslega skýringu á fugladauđa sem var í fréttum í síđustu viku. Getur ţađ veriđ ađ ţađ séu til ofurkaldir pollar í lćgri loftlögum, sem fuglarnir fljúga inní, og ţeir hreinlega frjósi til dauđa?

Guđjón Emil Arngrímsson, 10.1.2011 kl. 09:29

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hef fylgst miđiđ međ veđurspám Weather Acttion, sérstaklega langtímaspánum og veđuröfgaspám, en ţćr standast ótrúlega vel hjá ţeim og láta opinberar veđurstofur heimsins líta stundum út eins og viđvaninga. Spáđu kuldumum á Englandi ţó allir ađrir spáđu mildum vetri, spáđu fyrir um stórhríđina á austurströnd Bandaríkjanna ţvert á ađra og ţađ stóđst upp á dag, ađrir sáu hana ekki fyrir fyrr en sólahring áđur en hún skall á og lítiđ um viđbúnađ ţessvegna. Árćđanlegar langtíma veđur og loftlagsspár geta gert gćfumuninn og bjargađ mannslífum. Ţrátt fyrir ţessa mögnuđu nákvćmni í langtímaspánum sínum virđast menn ekki alveg á ţví ađ notast viđ ţessar greinilega afar árćđanlegu ađferđir sem Piers Corbyn og félagar hjá weatheraction.com brúka. Hefđbundnir veđurfrćđingar og veđurstofur líta ekki sérlega vel út í samanburđinum svo ekki sé meira sagt.

Where is Weather, Climate and the Climate Change Con going?
5 new videos from Piers Corbyn 
taken on 6th Jan 2010 at WeatherAction Office, London Bridge.

The 5 videos produced by MORRIS HERMAN as they come out are listed - 

1. How Piers became a forecaster 

2. 'Cooling is Warming' is a CON! 

3. Fundamental solar-lunar driven changes in weather patterns have begun 

4. A failed Fiddling weather & Climate industry  

5. Jet Stream & Gulf stream dynamics & Jet Stream "freezing" & "blocking"

Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 18:29

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Guđjón. Ég veit ekkert um fugladauđann, en fannst líkleg fyrsta skýringin sem heyrđist - sú ađ fuglahópur hefđi lent í uppstreymi í ţrumuskýi - sú rússibanareiđ upp í 60 stiga frost frystir ţá til bana. En ég veit auđvitađ ekki neitt um ađstćđur á ţessum stöđum. Ţađ hlýtur ađ koma í ljós um síđir hvađ veldur.

Georg. Gallinn viđ Piers Corbyn er sá ađ hann hefur aldrei fengist til ađ birta neitt um ađferđafrćđi sína og helst ekki spárnar heldur nema til ađila sem greiđa fyrir ţćr. Viđskiptavinirnir segja ekkert heldur. Ég hef ekki fylgst kerfisbundiđ međ spám hans en ég veit ţó til ţess ađ ţćr eru stundum réttar - trúlega oftar en mínar. Auđvitađ eiga ţeir sem vilja borga ađ fá ađ gera ţađ - ef ţeir eru mjög óánćgđir hljóta ţeir ađ hćtta.

Trausti Jónsson, 10.1.2011 kl. 23:42

5 Smámynd: Guđjón Emil Arngrímsson

Takk fyrir ţetta Trausti. Mér finnst ţetta líka líklegt hvernig sem ţađ nú gerđist. Allavega vonar mađur ađ ţetta hafi náttúrulegar skýringar. Ţađ vćri hiđ versta mál ef fuglarnir hafa lent í eitruđum polli ţarna uppi. Svosem möguleiki.

Kveđja.

G.

Guđjón Emil Arngrímsson, 11.1.2011 kl. 09:45

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Máliđ međ hann Piers Corbyn er ađ ţađ er eins og Trausti segir, ekki hćgt ađ vita hvađa ađferđafrćđi hann notar. Ţađ litla sem ég hef skođađ varđandi hans nálgun er ađ ţađ virđist vera orđum aukiđ varđandi spáhćfileika hans, en gert einstaklega mikiđ úr ţví ţegar hann hittir á eitthvađ sem virđist um tíma vera rétt, t.d. hann spáir hörđum vetri, ţađ verđur kalt um tíma - spáin er túlkuđ á ţann hátt ađ hún gangi eftir (ţó svo veturinn sé ný byrjađur), fyrir utan svo ţau skipti sem hann spáir bara vitlaust og viđ fréttum ekki af ţví...

Hitt er svo annađ mál ađ MetOffice gefur ekki út sérstakar langtíma spár fyrir allan veturinn (eins og fram hefur komiđ í sumum "fréttum" og bloggum ţar sem spáhćfileikum Corbyns er hćlt í hástert), heldur gera ţeir bara spár frá mánuđi til mánađar eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá ţeim, Winter forecast?.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 10:55

7 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég bíđ samt spenntur eftir 100 ára spánni ţeirra...ef ég ţá tími ađ borga fyrir hana!

Georg P Sveinbjörnsson, 12.1.2011 kl. 22:30

8 Smámynd: Trausti Jónsson

Já, Georg, einhverjir hljóta ađ geta borgađ fyrir hana (og eru e.t.v. búnir ađ ţví).

Trausti Jónsson, 13.1.2011 kl. 00:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg081025b
  • w-blogg081025a
  • w-blogg061025b
  • w-blogg061025a
  • w-blogg041025a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 77
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 1911
  • Frá upphafi: 2504031

Annađ

  • Innlit í dag: 74
  • Innlit sl. viku: 1730
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband