9.1.2011 | 22:25
Síðasta blogg um kuldapollinn Snarp 3
Snarpur 3. lifir enn á sinni leið milli Vestfjarða og Grænlands, en mun hverfa að mestu til morguns. Bæði hlýnar hann að neðan af völdum sjávar en þegar hann þykknar rifnar hann um síðir í sundur. Smálægðirnar sem mynduðust urðu að minnsta kosti þrjár. Ég hef kosið að sýna þær í skýja- og þrýstispá Hirlam-líkansins (af brunni Veðurstofunnar). Spáin var gangsett með athugunum kl.18 í kvöld og myndin sýnir þriggja tíma spána - sem gildir kl.21 í kvöld.
Ég hef merkt smálægðirnar þrjár inn á kortið með L-um. Græni liturinn táknar háský, sá rauði miðský og sá blái lágský. Lægðin fyrir austan land náði að búa til mikla norðvestankófhríð um norðaustanvert landið. Hríðin ætti nú að vera að ganga niður. Annar bakki þessu lítt tengdur gæti komið að Norðurlandi á morgun.
Lægðin vestsuðvestur af Reykjanesi er sú sem líkanið vildi láta myndast yfir Húnaflóa í nótt, en myndaðist í raun og veru vestur af Breiðafirði. Hún náði þó að valda talsverðri snjókomu á Vestfjörðum síðastliðna nótt og langt fram eftir degi í dag. Í vindstrengnum vestan við lægðina er vindur um 25 m/s. Landið slapp við það versta en vindur var þó í 20 m/s víða á Vestfirskum heiðum í dag og sjálfsagt víðar.
Nú er þriðja lægðin, sú sem er suður af Reykjanesi á kortinu einna gerðarlegust og étur sennilega þá fyrri til morguns, snýst í smáhringi - fer síðan til austurs og hverfur. Hún gæti enn valdið úrkomu syðst á landinu og sömuleiðis er óvissa með sameiningu lægðanna. Þótt snjókoma suðvestanlands af völdum þessara lægða virðist ólíkleg í augnablikinu (kl.22) er ekki hægt að afskrifa möguleikann.
Lýkur nú frásögn af Snarpi hinum þriðja. Snarpur fjórði er til norðan Grænlands, en hann er ekki eins vel skapaður og fyrirrennarar hans - hvað sem síðar verður. Ekki er víst að nokkrar fréttir af honum verði hér á blogginu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 114
- Sl. sólarhring: 318
- Sl. viku: 1727
- Frá upphafi: 2458968
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 1596
- Gestir í dag: 110
- IP-tölur í dag: 109
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Frétti í gær frá togurum, sem voru að veiðum djúpt vestur af Snæfellsnesi að þar væri ekki veiðiveður lengur og sigldu skipin í suðurátt. Þessi sömu skip voru búin að bíða af sér versta veðrið á föstudag inni á Dýrafirði.
Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 08:22
Mig langar til þess að spyrja Trausta, hvort hann hafi einhverja veðurfarslega skýringu á fugladauða sem var í fréttum í síðustu viku. Getur það verið að það séu til ofurkaldir pollar í lægri loftlögum, sem fuglarnir fljúga inní, og þeir hreinlega frjósi til dauða?
Guðjón Emil Arngrímsson, 10.1.2011 kl. 09:29
Hef fylgst miðið með veðurspám Weather Acttion, sérstaklega langtímaspánum og veðuröfgaspám, en þær standast ótrúlega vel hjá þeim og láta opinberar veðurstofur heimsins líta stundum út eins og viðvaninga. Spáðu kuldumum á Englandi þó allir aðrir spáðu mildum vetri, spáðu fyrir um stórhríðina á austurströnd Bandaríkjanna þvert á aðra og það stóðst upp á dag, aðrir sáu hana ekki fyrir fyrr en sólahring áður en hún skall á og lítið um viðbúnað þessvegna. Áræðanlegar langtíma veður og loftlagsspár geta gert gæfumuninn og bjargað mannslífum. Þrátt fyrir þessa mögnuðu nákvæmni í langtímaspánum sínum virðast menn ekki alveg á því að notast við þessar greinilega afar áræðanlegu aðferðir sem Piers Corbyn og félagar hjá weatheraction.com brúka. Hefðbundnir veðurfræðingar og veðurstofur líta ekki sérlega vel út í samanburðinum svo ekki sé meira sagt.
Georg P Sveinbjörnsson, 10.1.2011 kl. 18:29
Guðjón. Ég veit ekkert um fugladauðann, en fannst líkleg fyrsta skýringin sem heyrðist - sú að fuglahópur hefði lent í uppstreymi í þrumuskýi - sú rússibanareið upp í 60 stiga frost frystir þá til bana. En ég veit auðvitað ekki neitt um aðstæður á þessum stöðum. Það hlýtur að koma í ljós um síðir hvað veldur.
Georg. Gallinn við Piers Corbyn er sá að hann hefur aldrei fengist til að birta neitt um aðferðafræði sína og helst ekki spárnar heldur nema til aðila sem greiða fyrir þær. Viðskiptavinirnir segja ekkert heldur. Ég hef ekki fylgst kerfisbundið með spám hans en ég veit þó til þess að þær eru stundum réttar - trúlega oftar en mínar. Auðvitað eiga þeir sem vilja borga að fá að gera það - ef þeir eru mjög óánægðir hljóta þeir að hætta.
Trausti Jónsson, 10.1.2011 kl. 23:42
Takk fyrir þetta Trausti. Mér finnst þetta líka líklegt hvernig sem það nú gerðist. Allavega vonar maður að þetta hafi náttúrulegar skýringar. Það væri hið versta mál ef fuglarnir hafa lent í eitruðum polli þarna uppi. Svosem möguleiki.
Kveðja.
G.
Guðjón Emil Arngrímsson, 11.1.2011 kl. 09:45
Málið með hann Piers Corbyn er að það er eins og Trausti segir, ekki hægt að vita hvaða aðferðafræði hann notar. Það litla sem ég hef skoðað varðandi hans nálgun er að það virðist vera orðum aukið varðandi spáhæfileika hans, en gert einstaklega mikið úr því þegar hann hittir á eitthvað sem virðist um tíma vera rétt, t.d. hann spáir hörðum vetri, það verður kalt um tíma - spáin er túlkuð á þann hátt að hún gangi eftir (þó svo veturinn sé ný byrjaður), fyrir utan svo þau skipti sem hann spáir bara vitlaust og við fréttum ekki af því...
Hitt er svo annað mál að MetOffice gefur ekki út sérstakar langtíma spár fyrir allan veturinn (eins og fram hefur komið í sumum "fréttum" og bloggum þar sem spáhæfileikum Corbyns er hælt í hástert), heldur gera þeir bara spár frá mánuði til mánaðar eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim, Winter forecast?.
Sveinn Atli Gunnarsson, 11.1.2011 kl. 10:55
Ég bíð samt spenntur eftir 100 ára spánni þeirra...ef ég þá tími að borga fyrir hana!
Georg P Sveinbjörnsson, 12.1.2011 kl. 22:30
Já, Georg, einhverjir hljóta að geta borgað fyrir hana (og eru e.t.v. búnir að því).
Trausti Jónsson, 13.1.2011 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.